Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2021, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2021, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR einnig erfiðara að frétta hvað er í gangi í þingnefndum, sem ég sit ekki í. Vegna þessa hef ég þurft að hafa meira fyrir hlutunum. Ég hef þurft að leita mikið meira eftir upplýsingum, bæði varð- andi það sem er að gerast á þingi og líka til að tengja við fólk úti í samfélaginu varðandi mál sem eru til umfjöllunar. En þetta er á sama tíma mjög gagnlegt. Ég ræktaði fyrir vikið tengsl við sérfræðinga í ýmsu sem ég hefði kannski annars trassað að gera ef ég væri alltaf bara að tala við þingflokkinn minn. Þetta kallar líka á breiðari fókus. Ég þurfti að setja mig inn í eiginlega öll mál sem fara í gegnum þingsalinn, frekar en að gera eins og oft vill verða, að sérhæfa mig í ákveðnum málaflokki.“ Þingstörf eru þó ekki bara deilur milli ólíkra stjórnmála- skoðana heldur byggist mikið á samstarfi. Þingmenn þurfa að starfa saman þó þeir komi úr ólíkum flokkum, leggja fram mál saman og starfa saman í nefndum, svo dæmi séu tekin. Upp á það að gera er þetta kannski ekki það svakalega mikil breyting. Ef vel á að vera þá eigum við alltaf að vera í einhvers konar samtali við alls konar þingfólk og ég neyddist til að gera það verandi utan þingflokka, sem er það sem við eigum að gera finnst mér, hvort eð er.“ Andrés Pírati Nú er Andrés genginn til liðs við Pírata. Sem vakti undrun sumra, en öðrum þótti eðlileg tilfærsla. „Ég fór í rauninni bara að spá í þetta núna í vetur upp á það að finna hvaða farvegur væri bestur fyrir þær hug- sjónir sem ég vil standa fyrir og hvernig ég gæti best lagt mitt að mörkum. Eftir á að hyggja er þessi lending rökrétt. Hugmynda- fræðilega höfum ég og Pí- ratar alltaf staðið mjög nálægt hvert öðru. Við höfum flutt saman mörg mál og unnið vel saman í nefndum. Þegar ég var í stjórnarandstöðunni með VG árin 2016-2017 var ég í allsherjar- og menntamála- nefnd með Þórhildi Sunnu Æv- arsdóttur, þingmanni Pírata, og við vorum þar yfirleitt eins og einn hugur. Síðan eru Píratar hreyfing sem kann að vinna. Þau kalla eftir ólíkum sjónarmiðum og leggja mikla áherslu á að taka upplýstar ákvarðanir á grund- velli gagna. Það er alls ekki sjálfgefið. Eins og við sjáum til dæmis varðandi aðgerðir ríkisstjórn- arinnar í loftslagsmálum sem eru mjög tæknilegs eðlis – þá er bara slumpað einhvern veginn. Eða eins og í vinnumark- aðsaðgerðum vegna COVID- faraldursins, en þær voru oft byggðar á mjög takmörkuðum greiningum. Það vantar dálít- ið upp á að stjórnvöld séu að taka mið af bestu fáanlegum gögnum. En síðan skiptir líka miklu máli að ég finn og hef alltaf fundið að ég og fólkið í Pír öt- um náum og vinnum mjög vel saman.“ Tekið opnum örmum Píratar hafa tekið Andrési opn- um örmum, en Andrés segir það ekki sjálfgefið. „Ég er ekki búinn að vera þarna lengi en mér hefur verið mjög vel tekið, bæði af þingflokknum sjálfum og allri þeirri grasrót sem ég hef náð að tala við síðan. Mér finnst fólk einmitt sýna því skilning hvaðan ég er að koma og það er alls ekki sjálfsagt að ein- hverjum nýliða sé tekið opnum örmum.“ Hugur Andrésar er enn á þingi, en þar telur hann sig enn eiga erindi og mun því gefa kost á sér í komandi prófkjöri Pírata og vonast eftir góðum árangri. „Ég geri mér vonir um að fólk treysti mér til að vera áfram á þingi og held að það væri líka gott fyrir hreyf- inguna að fá mig. Ég kem með ákveðna hluti að borðinu sem þau hafa kannski ekki fengið jafn mikið færi og ég til að einbeita sér að fram að þessu, þrátt fyrir ríkan vilja. Ég hef setið á þingi í fimm ár og það er rosaleg reynsla sem fylgir því og ég finn bara eftir því sem á líður að það eru ákveðnir hlutir sem verða auðveldari með þessari reynslu og sé fyrir mér að ég gæti gert mjög margt á næsta kjörtímabili.“ Að hafa marga flokka sem hugmyndafræðilega standa hver öðrum nærri getur, að mati Andrésar, verið vanda- samt á þingi. „Það hefur verið svolítið vandasamt á þessu kjörtíma- bili að vera með flokka sem standa hver öðrum svona nærri, sitt hvorum megin við línuna – í stjórn og í stjórnar- andstöðu. Ég held að það hafi ekki alltaf verið mjög gott. Þetta er svona hliðarafurð af þessu stjórnarsamstarfi sem er ekki til bóta. Það að Samfylking, Píratar og Vinstri græn gangi ekki hönd í hönd í ákveðnum mál- um er bara næstum því ónátt- úrulegt.“ Skemmtilegast og leiðinlegast Það þekkja það flestir úr störfum sínum að sumar hliðar starfsins eru skemmtilegri en aðrar og að sama skapi sumar leiðinlegri en aðrar. Aðspurður um það leiðinlegasta við þing- störfin segir Andrés það vera tilviljanakennt skipulag á þing- störfunum. „Við getum ekki sagt við fólk sem hefur áhuga á til- teknu þingmáli að stilla á Al- þingisrásina eftir tvær vikur klukkan þrjú. Dagskráin er birt deginum áður og þá er málið kannski tilgreint á dag- skrá en óvíst hvort hægt sé að komast í að ræða það. Þessi ófyrirsjáanleiki hefur líka áhrif á okkur persónu- lega. Það er mjög erfitt að skipuleggja kvöld með fjöl- skyldunni ef við þurfum svo að vera í þingsal að vakta eitt- hvert mál.“ Á móti segir Andrés að margt sé skemmtilegt við þing- störfin. „Mér finnst mjög gaman að þurfa að setja mig inn í ólík mál og hafa skoðanir á þeim – sem er grundvallaratriði. Barnahjónabönd Líka það að upplifa að við getum haft einhver góð áhrif. Við lendum kannski ekki oft í því sem stjórnarandstöðuþing- menn en í einstaka litlum mál- um þá fáum við það og það er mjög gefandi. Dæmi um þetta birtist nýlega. Fyrir þremur árum lagði ég fram fyrirspurn um barnahjónabönd á Íslandi, en það er glufa í hjúskapar- lögum sem veitir undanþágu frá aldursskilyrði fyrir hjú- skap og þessari undanþágu- heimild hefur verið beitt svona minnst einu sinni á ári. Svo leið tíminn en ekkert gerðist. Ég lagði þá fram aðra fyrirspurn. Síðan lagði ég málið bara fram sjálfur. Síðan í þessari viku sá ég á Samráðsgáttinni frumvarp um breytingu á hjúskaparlögum sem dómsmálaráðherra er að leggja fram. Þannig nú er þetta að gerast eftir að ég sparkaði í rassinn á þessu máli öll þessi ár. Það á að taka fyrir þessa Andrés Ingi vill áfram sitja á þingi. MYND/SIGTRYGGUR ARI Það hefur verið svolítið vanda- samt á þessu kjörtímabili að vera með flokka sem standa hver öðrum svona nærri, sitt hvorum megin við línuna – í stjórn og í stjórnarandstöðu. 19. FEBRÚAR 2021 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.