Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2021, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2021, Blaðsíða 16
16 EYJAN FLESTIR STJÓRNMÁLAMENN BARA FREKAR NÆS Fréttastofa áhugamanna um pólitík er skipuð fimm tólf ára drengjum úr Háteigsskóla. Þeir ætla að fjalla um komandi alþingiskosningar í þáttum á Youtube og hafa þegar tekið viðtöl við alla helstu ráðamenn þjóðarinnar. 19. FEBRÚAR 2021 DV Erla Hlynsdóttir erlahlyns@dv.is Þ að er hrein tilviljun að meðlimir Frétta-stofu áhugamanna um pólitík koma í viðtal einmitt á öskudag, en því eru þrír þeirra enn í búningi þegar þeir mæla sér mót við blaða- mann. Matthías er klæddur sem Þórhallur Gunnarsson fjölmiðlamaður, Arnmundur er í gervi Randvers Þorláks- sonar, fyrrverandi meðlims Spaugstofunnar, og Magnús í gervi Björns Leifssonar, eig- anda World Class. Þrátt fyrir að það blasi kannski ekki við í fyrstu var upphaflegt þema drengjanna fyrir öskudag „menn sem hafa tekið slæmar ákvarð- anir“. Þórhallur er þeirra á meðal „því hann rak Randver úr Spaugstofunni og fyrir að setja fréttir Stöðvar 2 í læsta dagskrá“, og Bjössi í World Class því hann vildi halda líkamsræktarstöðvum sem mest opnum þrátt fyrir CO- VID-19. Magnús: Ég vona bara að þeir sem við nefnum hér lesi ekki þessa frétt en Bjössa fannst mikilvægara að fólk færi í ræktina en að gamla fólkið gæti lifað lífi sínu. Þá stóð til að Úlfur myndi klæða sig upp sem sjálfur Davíð Oddsson en tíma- skortur kom í veg fyrir að það yrði að veruleika. „Ég er líka eiginlega með fóbíu fyrir hárkollum,“ segir Úlfur sem óneitanlega hefði þurft að skarta hárkollu með krullum til að ljá hlutverkinu trúverð- ugleika. Matthías: Davíð var auð- vitað umdeildur. Hann vildi rífa Grjótaþorpið og lét rífa Fjalaköttinn. Arnmundur var hins vegar í risaeðlubúningi þennan dag- inn sem hann hafði pakkað niður í tösku fyrir heimsókn til DV og Matthías segist mjög feginn að hann hafi ekki mætt í risaeðlubúningnum í við- talið. Heimboð frá forsetanum Fréttastofa áhugamanna um pólitík var stofnuð í maí 2018. Stofnmeðlimir voru þeir Magnús, Matthías og Arn- mundur. Fimm dögum seinna bættist Úlfur við en það var nokkru seinna sem Snorri gekk til liðs við FÁUP, eins og þeir kalla fréttastofuna í dag- legu tali. Þeir eru með rás á You- Tube þar sem þeir hafa birt fjölmörg innslög. Fyrsti þátturinn þeirra fjallaði um borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík 2018 og kallaðist Borgarsýn Reykjavíkur. Síð- an hafa þeir tekið viðtöl við ógrynni stjórnmálafólks. Í aðdraganda forsetakosn- inganna í fyrra, þegar Guð- mundur Franklín bauð sig fram gegn sitjandi forseta lýðveldisins, Guðna Th. Jó- hannessyni, tóku þeir viðtöl við báða frambjóðendur. Úlfur: Mér finnst svo fyndið að við hringjum í ein- hvern stjórnmálamann eða forsetann og það bara virkar. Þeir eru alveg til í þetta. Það kom mér á óvart að við gætum hringt í forsetann og nokkrum dögum seinna erum við mætt- ir á Bessastaði að taka viðtal við Guðna Th. Hvernig var að hitta Guðna? Matthías: Það var gaman. Úlfur: Ég hafði hitt hann áður. Snorri: Við fengum pönnu- kökur. Magnús: Það var síðan svo- lítið fyndið þegar við tókum viðtal við Guðmund Franklín. Hann lét eins og við værum átta ára og vissum ekkert um kosningarnar. Matthías: Hann talaði líka við okkur um málskotsréttinn. Ég myndi giska á að hann hafi verið nýbúinn að gera mynd- band fyrir þá sem vissu lítið um kosningarnar og hann var að tala þannig. Hvað finnst ykkur mest spennandi við pólitík? Úlfur: Ég fylgist ekki mikið með pólitík almennt. Mér finnst skemmtilegast að hitta stjórnmálamennina og tala við þá. Snorri: Ég er sammála því. Magnús: Mér finnst gaman að fylgjast með fólki rífast. Það er eiginlega alltaf fyndið. Mér finnst líka skemmtilegt að rökræða og finnst gaman að taka viðtöl þegar ég fæ að rökræða við fólk. Þegar ég tók viðtal við Guðmund Franklín rökræddi ég við hann. Matthías: Við reynum að vera hlutlausir og sýna öll sjónarhorn. Mér finnst áhuga- vert hvernig stjórnmálamenn takast á við vandamál. Maður þarf að geta séð inn í fram- tíðina til að vera góður stjórn- málamaður. Arnmundur: Mér finnst allt spennandi við þetta; fólkið, lögin og umræðurnar. Úlfur: Ég verð að fá að segja eitt. Ég var mjög kvíðinn þegar ég vildi fá selfie með Bjarna Ben. Þó ég vissi ekki mikið um hann vissi ég að hann væri frægur stjórnmála- maður og að foreldrar mínir vissu alveg hver hann væri. Ég vildi sýna þeim að ég hefði tekið selfie með honum. Þættir í bígerð Næst á dagskrá hjá FÁUP er að gera nýja þætti sem að öllum líkindum kallast Leið- togarnir þar sem rætt verður við ýmsa fyrrverandi leiðtoga, svo sem fyrrverandi forseta, fyrrverandi fjármálaráðherra og fyrrverandi utanríkisráð- herra. Síðan liggur auðvitað bein- ast við að gera þætti um kom- andi alþingiskosningar. Hvernig líst ykkur á kosn- ingarnar? Magnús: Ég er spenntur að sjá hvað Guðmundur Frank- lín gerir í þessum kosningum. Ég er kannski búinn að nefna hann oft í þessu viðtali en mér er sama. Matthías: Ég hef mestan áhuga á því hvað aðrir eru að hugsa varðandi kosningarnar, ekki hvað við erum að hugsa. Ég held að bæði kosninga- baráttan og næsta ríkisstjórn verði öðruvísi en hefur verið. Magnús: Við erum með smá spá. Við teljum að í næstu ríkisstjórn verði Píratar, Samfylkingin og Viðreisn. Kannski Vinstri græn og kannski Framsókn. Matthías: Þetta er það sem við höldum. Við erum ekki vissir. Þeir segjast vera nokkuð sammála um þessa spá, óháð eigin stjórnmálaskoðunum, en þó séu líkur á að Sjálfstæðis- flokkurinn verði í stjórn þar sem hann fái yfirleitt mikið fylgi. Á hverju byggið þið spána ykkar? Magnús: Það er langt síðan það var vinstri stjórn. Fréttastofa áhugamanna um pólitík (FÁUP) var stofnuð fyrir tæpum þremur árum. Meðlimir hennar eru fimm metnaðarfullir piltar, þeir Arn- mundur Sighvatsson, Úlfur Marinósson, Snorri Sindrason, Magnús Sigurður Jónasson, og Matthías Atlason. MYND/VALLI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.