Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2021, Blaðsíða 11
hann segir báða málaflokkana
hafa staðnað á kjörtímabilinu.
„Síðan eru það hin málin
sem eru ekki negld niður
í stjórnarsáttmála heldur
þurfa að byggja á trausti á
samstarfið, því að flokkarnir
geti náð saman ásættanlegri
niðurstöðu. Það held ég að
hafi oft verið erfiðustu málin
og leitt til þessarar kyrrstöðu
í til dæmis loftslagsmálum.
Við erum með metnaðarfyllri
áætlun í loftslagsmálum en
nokkru sinni áður en hún
hefur ekkert þróast á kjör-
tímanum.“
Sagði skilið við VG
Það var svo í nóvember 2019
sem Andrés Ingi ákvað að
segja skilið við þingflokk VG
og starfa frekar sem þing-
maður utan flokka. Á þeim
tíma skýrði Andrés ákvörðun
sína sem svo að hann hafi frá
upphafi haft efasemdir um
samstarfið við Sjálfstæðis-
flokk og Framsókn. Síðar hafi
áhyggjur hans raungerst í því
að stjórnarsamstarfið hafi
leitt til þess að VG fjarlægðist
þær áherslur sem flokkurinn
ætti að standa fyrir.
Í dag segir Andrés enga
eina sérstaka ástæðu hafa leitt
til þess að hann kvaddi félaga
sína í VG.
„Það var ekki einn atburður.
Það er ekki hægt að grípa eitt-
hvað ákveðið og benda á það
sem ástæðuna. Það var bara
þessi tilfinning að okkur hafi
rekið í sundur og það byrjaði
eiginlega strax og er ákveðið
að fara í formlegar stjórnar-
myndunarviðræður.
Í þeim viðræðum lagði ég
áherslu á að það mætti ekki
hefja slíkt samstarf fyrr en
það væru komin skýr flögg
sem hægt væri að halda á
lofti og segja: „Sjáið! Hér eru
ákveðin atriði sem við náum
í gegn í þessu samstarfi sem
annars hefðu ekki náðst.“ Þau
flögg voru aldrei lögð fram í
því ferli og allt í einu þótti það
í lagi því það væri eitthvað í
þessu samtali sem væri gott í
sjálfu sér – en ég tengdi aldrei
við það.
Frá þeim punkti fannst
mér ég alltaf standa á sama
staðnum og fyrir sömu hug-
sjónirnar og áður, en ég upp-
lifði að félagarnir væru farnir
að gera auknar tilslakanir í
þágu samstarfsins frekar en
að stefna VG og gildin væru
efst á baugi.“
Kusu gegn vantrausti
Andrés segir eitt skýrasta
dæmið um þetta hafi verið
þegar þingið kaus um van-
trauststillögu sem var lögð
fram gegn Sigríði Andersen,
þáverandi dómsmálaráðherra,
í kjölfar hins alræmda Lands-
réttarmáls.
„Þar hafði flokkurinn verið í
mjög harðri baráttu í því máli
þegar við vorum í stjórnar-
andstöðunni. En síðan í meiri-
hlutanum þá kemur fólk úr
Vinstri grænum og gerir grein
fyrir atkvæðum sínum og seg-
ir: Jú það sem hún gerði var
rangt, en vegna þess að ég er
í þessari ríkisstjórn þá greiði
ég atkvæði gegn vantrausti.“
Þarna upplifði ég að það
væri rof á milli hugmynda-
fræðinnar og praktíkinnar.
Praktíkin var farin að trompa
hugmyndafræðina óþarflega
mikið. Svo voru samskiptin í
þingflokknum bara misgóð.
Við vorum að takast á um
ýmis konar mál og ég upplifði
á köflum að það væri kannski
ekkert hlustað þegar ég kom
með sjónarmið í málum sem
jafnvel síðar reyndust vera
rétt.
Þarna finnst mér að vegna
þess að hlutirnir koma frá
mér, þá fái þeir minna vægi.
Og að vera í þannig stöðu að
þurfa alltaf að vera brynjaður
fyrir átök – innan þingflokks-
ins – það er ekki skemmtilegt
fyrir neinn.
Þegar þingflokkurinn er
hættur að taka mark á mér í
þeim málum sem ég hélt að
ég væri að koma með að borð-
inu og gæti komið til fram-
kvæmda í gegn um þennan
flokk – þá er líklega betra að
velja sér annan farveg til að
vinna að þeim málum.“
Þingmaður utan flokka
Að vera þingmaður utan
flokka hljómar kannski ágæt-
lega í eyrum sumra. Að vera
frjáls og engum háður. Andr-
és segir bæði kosti og galla
fylgja þeirri stöðu.
„Það er dálítið skrítið en
alveg skemmtilegt líka. Það
gerir meiri kröfu til manns
sem starfskrafts að hafa ekki
þingflokk til að leita í til að
fá ólík sjónarmið. Og það er
DV 19. FEBRÚAR 2021
Ég er alltaf úti
þegar ég fer að
sofa, en vakna
svo inni.
FRÉTTIR 11