Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2021, Blaðsíða 17
Holtasmári 1 · Kópavogur www.ledtec.is
EINFALT
LÉTT OG
ÓDÝRT!LÉTTLÍNULJÓS
VERLSLUNARHÚSNÆÐIÐ · BÍLSKÚRINN · VERKSTÆÐIÐ · LAGERINN · HESTHÚSIÐ
MARGAR STÆRÐIR · EINFALT AÐ SETJA UPP · LÆGRI REKSTARKOSTNAÐUR
Matthías: Það hefur verið
talað um að Vinstri græn
séu komin lengra til hægri
eftir ríkisstjórnarsamstarfið.
Margir hafa farið úr VG og
yfir í Pírata eða Samfylking
una. Mér finnst því líklegt að
fólk vilji kjósa Pírata eða Sam
fylkinguna.
Arnmundur: Ríkisstjórnin
er svolítið umdeild. Ég held
að Vinstri græn muni missa
svolítið mikið fylgi. Þau hafa
kannski ekki verið að fara
nógu mikið eftir stefnumál
um flokksins og frekar verið
að passa upp á stjórnarsam
starfið.
Magnús: Það er auðvitað val
sem stjórnmálamenn hafa.
Mér finnst ríkisstjórnar
samstarfið hafa dregið þessa
flokka alla nær miðjunni.
Framtíðarplönin
Langar ykkur að fara út í
pólitík þegar þið verðið full
orðnir?
Matthías: Ég myndi kannski
bjóða mig fram í borgarstjórn.
Ég held að ég myndi samt ekki
sitja nema eitt eða tvö kjör
tímabil. Ég er oft ósammála
áherslum í borgarskipulagi.
Ég hef mikinn áhuga á arki
tektúr og mér finnst að það
megi gera betur. Á Hverfis
götunni er núna verið að troða
inn litlum blokkum í staðinn
fyrir að byggja stærri blokkir
á betri stað. Það er líka örugg
lega ódýrara.
Úlfur: Nei, ég er með önnur
og stærri áhugamál. Ég ætla
að verða kartúnisti – skop
myndateiknari – eða leikari.
Snorri: Mig langar að verða
teiknimyndasöguhöfundur.
Mér finnst skemmtilegt að
teikna og búa til sögur.
Arnmundur: Mig langar
svolítið að verða leikstjóri en
ég ætla ekki að útiloka að ég
setjist einhvern tímann á þing.
Matthías: Arnmundur er
leikstjórinn í hópnum og ég
held að hann fái að starfa við
það sem hann vill.
Hlutleysið mikilvægt
Eigið þið einhverja upp
áhalds stjórnmálamenn?
Magnús: Guðmundur Frank
lín var pínu fyndinn.
Matthías: Ég vil ekki svara
þessu út frá stefnumálum
heldur út frá því hvernig fólkið
sjálft er. Það er mikilvægt að
við séum hlutlausir. Það var
gaman að taka viðtal við Katr
ínu Jakobsdóttur í Stjórnarráð
inu. Mér fannst líka gaman að
koma þangað inn út af þessum
gamla arkitektúr.
Úlfur: Mér finnst margir
stjórnmálamenn vera frekar
næs. Ég veit ekki hver er í
uppáhaldi hjá mér.
Matthías: Stundum heldur
maður að einhver sé kannski
leiðinlegur og ekki fyndinn,
en síðan er fólk allt öðruvísi
en maður hélt.
Úlfur: Við erum líka bara
tólf ára og vorum níu ára
þegar við byrjuðum. Þau eru
auðvitað aðeins skemmtilegri
við okkur en þau eru venju
lega í stjórnmálum.
Arnmundur: Allir hafa
verið mjög almennilegir við
okkur.
Stálust í snúð
Hvern hefur verið skemmti
legast að hitta?
Snorri: Ég man ekki alveg
hvern við vorum að taka við
tal við en ég man að það voru
kleinuhringir.
Úlfur: Það var Þórdís Kol
brún…
Magnús: … Reykfjörð Gylfa
dóttir.
Úlfur: Arnmundur minnir
mig oft á þessa sögu. Ég og
Snorri vorum þá á bak við
tjöldin að fá okkur sætindi
þegar það var verið að taka
upp viðtalið. Arnmundur var
að taka upp og hann var allt
af að kíkja til okkar því við
vorum laumulega að reyna að
ná í snúð.
Magnús: Það væri hægt að
gera skemmtilega þætti um
hvað Úlfur og Snorri eru að
gera á bak við tjöldin þegar
við erum að taka upp.
Úlfur: Þegar við tókum við
tal við Steingrím J. heyrðist í
okkur smjatta á súkkulaði.
Strákarnir springa allir úr
hlátri.
Matthías: Og einu sinni
þegar við vorum að bíða eftir
utanríkisráðherra var okkur
boðið upp á nammi og við
kláruðum það allt.
Fylgdust þið með forseta
kosningunum í Bandaríkj
unum?
Matthías: Ég fylgdist frek
ar vel með. Ég var sérstak
lega stressaður út af síðustu
tveimur sætunum í öldunga
deildinni. Ég er ánægður með
að demókratar fengu þau.
Magnús: Ég hélt fyrst að þú
værir að fara að tala um Nev
ada og Wisconsin.
Eigið þið einhverja upp
áhalds fréttamenn?
Allir í kór: Bogi Ágústsson!
Arnmundur: Helga Arnar
dóttir sem var einu sinni á
Stöð 2 er mjög góð fréttakona.
Magnús: Já, mér finnst
Birta Björnsdóttir líka mjög
góð.
Munið þið eftir því þegar
það kom í fréttum að sex ára
stelpa hafi fengið afmælis
köku með mynd af Boga
Ágústssyni?
Úlfur: Var það ekki bara
eitthvað grín?
Magnús: Ég veit núna hvaða
mynd ég ætla að fá mér á kök
una næst þegar ég á afmæli!
Matthías: Ég ætla að fá
mynd af Guðjóni Samúelssyni.
Úlfur: Hann er sjúkur í
Guðjón Samúelsson og minnir
okkur á það svona hundrað
sinnum á dag að hann hafi
teiknað Hallgrímskirkju. En
núna langar mig mjög mikið
að fara í RÚVhúsið, fá leyfi
til að leika fréttamann í smá
stund og svo kemur Bogi
Ágústsson og rekur mig í
burtu. n
Þau eru auð-
vitað aðeins
skemmtilegri
við okkur en
þau eru venju-
lega í stjórn-
málum.
Úlfur
DV 19. FEBRÚAR 2021 EYJAN 17