Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2021, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2021, Blaðsíða 28
28 FÓKUS 19. FEBRÚAR 2021 DV BLAÐAMAÐUR FÓRNAR SÉR GRÆNMETI Í ÖLL MÁL Í 5 DAGA Það er talað um að fullorðnir ættu að borða að minnsta kosti tvo til þrjá bolla af grænmeti á hverjum degi en mörg okkar eigum það til að borða miklu minna. En nú er komið nóg, blaðamaður setti sér markmið, að borða grænmeti með öllum máltíðum í fimm daga. É g er hálfgerður græn-metisnýgræðingur. Það eru fá ár síðan ég borð- aði ekki grænmeti. Áferðin, bragðið og bara allt við það truflaði mig. Ég var líka rosalega matvönd og borðaði aðallega brauð og ost. Með auknum þroska fór ég loks að borða fjölbreyttara og varð í kjölfarið grænkeri. En þrátt fyrir það sem margir halda, að grænkerar borði bara gras og gufusoðið spergilkál, þá er ég enn enginn sérstakur aðdá- andi grænmetis. Mér hefur þó tekist að lauma alls konar grænmeti í fæðuna mína í gegnum árin. Samt sem áður var ég ekki að borða nógu mikið græn- meti og setti mér markmið í byrjun mánaðarins, eins og ég geri alla mánuði, að borða meira grænmeti. Ég ákvað að taka þetta skrefinu lengra og skoraði á sjálfa mig að borða grænmeti með öllum máltíðum í fimm daga. Það þýðir að hvort sem ég var að borða morgunmat, millimál eða kvöldmat, þurfti eitthvað grænmeti að vera innifalið í máltíðinni. Ég lærði ýmislegt á þess- um fimm dögum, hér er það helsta. n Skipulag nr. 1, 2 og 3 Áskorunin byrjaði á mánudegi þannig að deginum áður settist ég niður, skipulagði vikuna og hvað ég ætlaði að borða. Ekki skipuleggja aðeins hvað þú ætlar að borða í kvöldmat, heldur einn- ig allar hinar máltíðirnar og hafðu nokkra valmöguleika fyrir millimál. Skolaðu og skerðu niður grænmeti Byrjaðu strax á því að skola allt grænmeti og hafðu það sýnilegt í ísskápnum. Það er ótrúlegt hvað er hægt að bæta spínati í margt ef það er fljótlegt að grípa í það. Ég mæli líka með því að vera búin að skera niður grænmeti, eins og gul- rætur, paprikur og gúrku. Þannig að þegar þig langar í eitthvað snarl geturðu gripið í grænmetið og hummus og japlað á því. Eða búið til samloku á núll einni. Ekki vera hrædd/ur við að prófa eitthvað nýtt Fyrir nokkrum árum hefði ég ælt við tilhugsunina um að setja blómkál í þeyting, kemur svo í ljós að það er lítið sem ekkert bragð af því, sérstaklega ef restin af þeytingnum er góð. Smátt skorið grænmeti Það hefur verið algjörlega lykill- inn að auknu grænmetisáti mínu síðastliðin ár. Ég á það enn þá til að hrylla við áferð af grænmeti en eftir að ég fann grænmeti sem kemur smátt skorið í frystinum í Bónus þá er ekkert mál að bæta því við allskonar rétti. RÁÐ Það sem ég borðaði Morgunmatur Þrátt fyrir tilraunastarfsemi mína var ég líka að hugsa um matarsóun og borðaði oft sömu máltíðirnar. Það sem ég fékk mér oftast í morgunmat var „smoothie“ skál eða acaí-skál með granóla, sem ég fæ mér nánast daglega. Í mína hefðbundnu skál bætti ég við frosnu blómkáli og spín- ati, eða frosnum kúrbít og spínati. Ég elska „overnight oats“, hafra- graut sem þú gerir kvöldið áður og geymir í ísskáp yfir nótt. Ég bætti gulrótum við minn og það var góm- sætt, ótrúlegt en satt. Minnti mig á gulrótarköku. Gulrótargrautur 1 bolli haframjöl ½ bolli gulrætur – rifnar 1 bolli plöntumjólk (notaðu soja- mjólk fyrir meira próteinmagn) Kanill eftir smekk Hlynsíróp eftir smekk Valkvætt: Pekanhnetur, hempfræ, valhnetur, möndlusmjör. Blandar öllu saman í ílát og setur inn í ísskáp yfir nótt. Sniðugt að nota krukku ef kippa á grautnum með sér. Þetta er skammtur af stærri gerð- inni, ef þú vilt minna mundu að hafa bara jafn mikið af vökva á móti höfr- unum. Ég set stundum aðeins minni vökva og vil hafa grautinn extra þykkan. Hádegismatur Vegna faraldursins hef ég verið að vinna heima og þar með þægilegra að framkvæma tilraunina. Ef ég borðaði ekki afganga í hádegismat þá skellti ég í snöggan hádegisverð. Á þriðjudeginum smakkaði ég nýja veganvöru sem heitir JUST Egg, sem er unnið úr plöntum en inniheldur svipað magn af próteini og hefðbundin egg, en algjörlega laust við kólesteról. Áferðin er líka ótrúlega svipuð eggjum og bragðið einnig. Ég gerði mér ommilettu með allskonar grænmeti og seinna í vik- unni bjó ég mér til „eggja“-hræru með grænmeti. Millimál Þar sem það að grípa í ávexti, pró- teinstykki, brauð eða eitthvað álíka var út úr myndinni þurfti ég að vera hugmyndarík. Auðveldasta leiðin til að útbúa millimál var einfaldlega að fá mér þeyting. Það er hægt að setja nánast hvað sem er út í þeyt- ing, frosið blómkál, frosinn kúrbít, spínat, grænkál og meira að segja spergilkál. Fyrir einn grænan vænan þá set- urðu spínat, frosinn kúrbít, sellerí, mangó, engifer og appelsínusafa saman í blandara. Það er hægt að bæta við muldum hörfræjum, hemp- fræjum eða próteindufti fyrir auka næringu. Ég fékk mér líka gulrætur og humm us í millimál, samloku með vegan mæjónesi og papriku, tómat, káli og spínati. Kvöldmatur Kvöldmaturinn var fjölbreyt tur. Núðluréttur með tófú og grænmeti var á matseðlinum ásamt súpu. Súpa er fullkomin leið til að bæta grænmeti í mataræðið. Ég var engin súpumanneskja fyrr en ég fór að gefa súpum alvöru tækifæri. Súpur með linsubaunum, eins og Mulliga- towny-súpa Guðrúnar Sóleyjar, eru í sérstöku uppáhaldi þessa dagana, einstaklega saðsamar, hollar og trefjaríkar. Það er einnig hægt að troða alls konar grænmeti í lasagna og pasta. Svo fékk ég mér pítsu eitt kvöldið – með grænmeti. Guðrún Ósk Guðjónsdóttir gudrunosk@dv.is Það sem ég lærði Þetta var minna mál en ég hélt. Ég hefði þó ekki getað gert þetta ef ég hefði ekki verið skipulögð. Það sem ég lærði allra helst var að það er ekkert mál að bæta grænmeti við mataræðið, þú þarft bara að gefa því tækifæri. Annað sem ég tók eftir var að mig fór að langa meira í grænmeti þegar leið á vikuna. Ég er rosalegur sælkeri, ég til dæmis elska próteinpönnukökur með heslihnetusmjöri og banana eða hvað sem er eitthvað sætt á bragðið. En þar sem það var ekki á matseðlinum í vikunni og það var alltaf grænmeti með öllu, þá fór mig að langa meira í það. Ég mæli með að allir skori á sig að borða grænmeti í öll mál, þó það sé ekki nema í einn dag. Grænmeti er allra meina bót. MYND/GETTY

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.