Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1961, Blaðsíða 63
I. Árferði og almenn afkoma.
Tídarfarið var fremur óhagstætt nema tvo fyrstu mánuðina. Loftvægi
var 1.9 mb undir meðallagi. Hiti var 0.8° yfir meðallagi. Árssveifla
hitans var 9°—10° í útsveitum á Norður- og Austurlandi og 11°—12°
við vesturströndina. Á Suðurlandi var hún 12°—15° og í innsveitum
i öðrum landshlutum yfirleitt 13°—15°. Á Hólsfjöllum komst árssveifl-
an upp í 17°. Sjávarhiti \nð strendur landsins var 0.4° yfir meðallagi.
Úrkoma var 6% umfram meðallag. Sólskin mældist 1245 klst. í Reykja-
vík, og eru það 10 klst. umfram meðallag.
Veturinn (des. 1960—marz 1961) var lengst af hagstæður. Hiti var
1.4° yfir meðallagi.
Vorið (apríl—maí) var óhagstætt framan af, en hagstæðara, er á leið.
Hiti var 0.9° yfir meðallagi.
Sumarið (júní—sept.) var fremur óhagstætt. Hiti var 0.4° yfir meðal-
lagi, frá y%° undir meðallagi á Hólsfjöllum að um það bil 1° yfir meðal-
lagi sums staðar við strendur landsins.
Haustið (okt.—nóv.) var óhagstætt austan til á landinu, en sæmilega
hagstætt vestan lands. Hiti var 1.7° vfir meðallagi.1)
Árið 1961 var þjóðarbúskapnum að ýmsu leyti erfitt ár. Vetrarvertíð
báta var mun lakari en næstn ár á undan, og mikill aflabrestur var hjá
togurum. Óvenjulangt og víðtækt verkfall stóð á miðju ári. Þjóðar-
framleiðsla jókst litiö, og nokkuð dró úr framkvæmdum. Á hinn bóginn
hækkaði verðlag útfluttra afurða verulega, og mjög mikil síldveiði varð
um sumarið og haustið. Staða landsins út á við batnaði mikið. í fyrsta
sinn, siðan styrjöldinni lauk, varð afgangur á greiðsluviðskiptum við
útlönd, og verulegur gjaldeyrisforði myndaðist síðari hluta ársins. Hið
almenna jafnvægi efnahagsmála, sem skapazt hafði á árinu 1960, hélzt
óraskað fyrri hluta ársins með stöðugu verðlagi og hægt batnandi að-
stöðu út á við. Miklar launakröfur voru hins vegar settar fram og sam-
Tð um 13—17% launahækkun á miðju ári að afstöðnu verkfalli. Rikis-
1) TekiC upp úr Veðráttan 1961, ársyfirliti sömdu á Veðurstofu Islands.