Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1961, Blaðsíða 121
— 119 —
1991
Fjöldi þeirra, sem gefið hafa blóð í Blóðbankann, hofur farið vaxandi
ár frá ári, og fer hér á eftir aukningin á ári 1954 til 1961:
Blóðtökur Aukning
1954 1321
1955 1477 156
1956 1650 173
1957 1794 144
1958 2156 362
1959 2216 60
1960 2338 122
1961 2464 126
D. Tilraunastöð Háskólans í meinafræði, Keldum.
Ur ársskýrslu Tilraunastöðvar Háskólans í meinafræði, Keldum.
. f,iJ ,, A í. (K.M f , ■ , , í ..... \ ., , a *(,j _ c. , ...... n | 1J
Greining veirusjúkdóma.
Árið 1960 hófst hér, samkvæmt tilmælum landlæknis, starfsemi til að-
stoðar héraðslæknum og sjúkrahúsum við greiningu bráðra veirusjúk-
dóma í mönnum. Þessu starfi var haldið áfram á árinu. Send voru til
rannsóknar 75 sýni frá 36 sjúklingum, er grunaðir voru um bráða veiru-
sjúkdóma. 45 sýni voru send í ræktunartilraunir og 30 blóðsýni til
mótefnamælinga.
Vegna gruns um mænusótt voru send sýni frá 6 sjúkl.
’ — — eoxsackieveirusýkingu voru send sýni frá 6 sjúkl.
— — — hettusótt voru send sýni frá 2 sjúkl.
— — — herpes simplex voru send sýni frá 2 sjúkl.
' — — adenoveirusýkingu voru send sýni frá 5 sjúkl.
— — veirulungnabólgu voru send 11 blóðsýni frá 7 sjúkl.
Vegna annarlegra sjúkdómseinkenna voru send sýni frá 8 sjúkl.
Engin sýni voru send vegna gruns um inflúenzu.
Niðurstöður.
Allar ræktanir gerðar vegna gruns um mænusótt reyndust neikvæðar.
Adenoveirur ræktuðust úr hálsi og augum barna frá Blönduósi. Börn
þessi veiktust af kvefi og conjunctivitis við sundnám að Reykjaskóla.
Þetta er í fyrsta sinn, að adenoveirur ræktast hér á landi. Aðrir faraldrar,
sem getið hefur verið i skýrslum til þessa og taldir eru stafa af adeno-
veirum, eru eingöngu greindir klíniskt. Grunur var um adenoveirufarald-
Ur i Laugaráshéraði skömmu síðar, en ekkert ræktaðist úr sýnum þaðan
með sömu aðferðum og notaðar voru við sýnin frá Blönduósi. Sýni frá
7 sjúklingum voru send vegna gruns um veirulungnabólgur. Ræktunar-
ilraunir úr hrákum og hálsskolvötnum urðu neikvæðar, en komplement-