Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1961, Blaðsíða 171
— 169 —
1961
án þess að taka í hlerana. Mætti kveðst
telja, að mikið átak hafi þurft til að
koma hlerunum fyrir.
Mætti segir S. hafa biotnað, er hann
féll á dekkið, og sjálfur kveðst mætti
hafa blotnað í mitti, er hann fór nið-
ur til að bera S.“
Réttarkrufning fór fram hinn 13.
janúar 1961, og var hún framkvæmd
af prófessor Niels Dungal. Krufning-
arskýrsla hans hljóðai svo að loknum
inngangsorðum:
„Likið kemur hingað nakið, vafið
í teppi. Það er af 186 cm háum manni,
þreknum og i mjög góðum holdum og
streklega byggt. Engin áverkamerki
sjást neins staðar á líkinu. Ekkert
athugavert við munn eða nef.
Brjóst- og kviðarhol opnað: Enginn
vökvi i brjóstholinu og engir samvext-
ir yfir lungunum.
Hjartað er mjög stórt, vegur 710 g.
Ekkert atliugavert við gollurshúsið.
Hjartað er klippt upp, og sést þá, að
vöðvinn i v. ventriculus er mjög þykk-
ur, rúmelga 2 cm að þykkt, ljósgrá-
brúnleitur, stinnur og þéttur. Hjartað
er ekkert þanið, og v. ventriculus er
eðlilegur i laginu. Ekkert að sjá a
endocardium eða lokum. Þegar krans-
æðarnar eru klipptar upp, sést, að
ramus descendens v. kransæðarinnar
er alveg lokaður, þegar kemur um 2.5
cm frá upptökum, og grein, sem þar
liggur út úr honum til vinstri, er
algjörlega lokuð af kölkuðum throm-
bus. Enginn ferskur thrombus sést i
æðinni, en þrengslin þar, sem greinin
fer út úr aðalgreininni, eru mjög mikil,
svo að þar hefur sýnilega farið mjög
lítið blóð í gegn. í ramus circum-
flexus sést töluverð kölkun, en eklci
áberandi þrengsli, og hann liggur
óvenjulega fljótt niður á hjartað að
framanverðu, en fer ekki alla leiðina i
kring, eins og vanalegt er. H. kransæð
er allmikið kölkuð, en ekki áberandi
þröng.
H. lunga vegur 765 og v. lunga 690
g. Bæði lungu eru blóðrík, en hvergi
finnst nein konsolidation i þeim. í
berkjunum finnst vottur af magainni-
haldi, en það er ekki mikið. Annars
er berkjuslimhúðin dálítið rauðleit.
Ekki finnast merki um ost eða kalk
í hiluseitlum.
Hálsliffæri: Ekkert athugavert við
munn eða kok. Ekkert athugavert við
vélinda.
í larynx finnst vottur af magainni-
haldi og einnig dálitið í barkanum,
en það er lítið, og sést aðeins smá-
kornótt innihald þar.
Skjaldkirtillinn vó 21 g, eðlilegur.
Kviðarhol: Enginn vökvi í peritone-
um, sem er spegilslétt.
Maginn er eðlilega stór. 1 honuin
var lítið eitt af leðjukenndu innihaldi.
Magaslímhúðin var eðlileg. Þegar
klippt var frá maganum og niður í
skeifugörnina, fannst þar um tieyr-
ingsstórt sár v.m. i skeifugörninni og
annað grynnra sár andspænis því í
skeifugörninni. Bæði þessi sár voru
með linum vegg og virtust ekki mjög
gömul.
Að öðru leyti fannst ekkert athuga-
vert við garnirnar, fyrr en komið var
neðst niður i colon sigmoideum. Þar
voru nokkur diverticula og saur i
flestum þeirra.
Ekkert athugavert við rectum.
Lifrin vó 2985 g. Hún er slétt á
yfirborðinu, rauðbrúnleit með dálítið
ávölum röndum. Á gegnskurði var lifr-
in rauðbrún með sæmilegri acinus-
teikningu, en engin greinileg stase-
teikning í henni. Iíonsistensinn var
eðlilegur, ekki þéttur. Ekkert sást at-
hugavert við gallganga eða gallblöðru.
H. nýrnahetta vó 11 g og sú vinstri
10 g. Báðar litu eðlilega út.
Miltið vó 410 g. Það var stórt og
capsulan þanin. Á gegnskurði var það
dökkrauðsvart, heldur i stinnara lagi.
Brisið var mjög blóðríkt, lint, eu
annars eðlilegt.
H. nýra vó 295 g og v. nýra 250 g.
Capsulan var laus á báðum, yfirborð-
ið slétt, rauðleitt. Á gegnskurði voru
bæði nýru rauðbrúnleit, aðeins i þétt-
ara lagi, en cortex var eðlilega breið-
ur, og ekki sást að öðru leyti neitt
sérstaklega athugavert við nýrun.
Ekkert að sjá á pelves eða ureteres.
í þvagblöðrunni var ekkert þvag,
en slimhúðin hvit og hrein.
Prostata var lítið eitt stækkuð, og
22