Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1961, Blaðsíða 132
1961
130
XII. Ýmis heilbrigðismál.
1. Störf heilbrigðisnefnda.
Rvík. Heilbrigðisnefnd hélt 24 fundi á árinu og tók fyrir 326 mál.
Nefndinni bárust 226 umsóknir um leyfi til starfrækslu fyrirtækja eða
breytinga. Umsóknirnar skiptast eftir starfsemi sem hér segir:
Umsóknir Samþykktar
Nýlenduvöruverzlanir .......................... 10 5
Nýlenduvöru- og kjötverzlanir .................. 6 5
Kjörbúðir ...................................... 2 2
Kjötverzlanir ................................. 10 9
Fiskverzlanir ................................. 16 11
Mjólkur- og brauðverzlanir ..................... 2 2
Brauðgerðarhús ................................. 2 1
Framleiðsla og sala mjólkuriss.................. 4 4
Efna-, gosdrykkja- og sælgætisgerðir ........... 4 1
Tóbaks- og sælgætisverzlanir .................. 25 21
Söluturnar ..................................... 6 4
Veitingastaðir ................................ 28 16
Samkomu- og gistihús ........................... 5 4
Rakara-, hárgreiðslu- og snyrtistofur.......... 16 13
Breytingar á húsnæði og starfsemi ............. 56 36
Kjötvinnslustaðir .............................. 2 2
Reykhús ........................................ 1 0
Hraðfrystihús .................................. 1 1
Fiskvinnsluhús ................................. 3 2
Sundlaugar ..................................... 1 1
Nuddstofur ..................................... 1 0
Ýmislegt ...................................... 23 16
Kvikmyndahús ................................... 2 1
Samtals 226 147
önnur mál, sem nefndin fjallaði um, voru þessi helzt:
Frárennslis- og holræsaframkvæmdir i Fossvogi, almenningsnáðhús,
frárennslismál í Smálöndum, sætafjöldi í kvikmyndahúsum, öl- og gos-
drykkjasala í kvikmyndahúsum, vörutegundir seldar i söluturnum, leigu-
máli Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunnar hf„ kvöldsöluleyfi, ráðstafanir
til, að óhæfar og heilsuspillandi ibúðir verði teknar úr notkun, notkun
sags á gólf matvinnslustaða. Farin var eftirlitsferð um borgina. Hinn
1. desember var skoðuð hin nýja fangageymsla lögreglunnar við Síðu-
múla. Nefndin gaf 47 fyrirtækjum fyrirmæli um endurbætur á húsnæði
eða rekstri, í flestum tilfellum að viðlagðri lokun, sem kom til fram-
kvæmda 14 sinnum hjá 9 fyrirtækjum, þar af 5 sinnum hjá einu. Enn
fremur voru 2 skip stöðvuð. Ein íbúð var bönnuð.