Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1961, Blaðsíða 115
— 113 —
1961
Finnland (1959) ................................. 2520
Frakkland (1959) ................................ 3010
Kanada (1960) ................................... 3080
Holland (1959) .................................. 4290
Belgía (1959) ................................... 6780
2. Nuddarar.
Nuddarar, sem hlotið hafa leyfi til starfs síns, eru taldir 21 í árslok.
14 eru búsettir í Reykjavík, 6 i öðrum kaupstöðum og 1 utan kaupstaða.
Ekkert þess háttar leyfi var veitt á árinu.
3. Hjúkrunarkonur.
Starfandi hjúkrunarkonur eru taldar 282 í árslok. 190 störfuðu í
Reykjavík, 80 í öðrum kaupstöðum og 12 utan kaupstaða. Hjúkrunar-
nemar voru 109. Samkvæmt þessu voru 638 íbúar um hverja lærða
hjúkrunarkonu. Samsvarandi tala í Danmörku (1959) 271, Noregi (1959)
337, Svíþjóð (1961) 337 og Finnlandi (1959) 338.
4. Ljósmæður.
Skipaðar ljósmæður eru taldar 129 í árslok, en 44 voru starfandi ljós-
mæður. Búsettar í Reykjavík voru 32.
5. Dýralæknar og dýralækningar.
Dýralæknar með dýralæknaprófi voru alls 18 í árslok. Af þeim voru
13 héraðsdýralæknar.
XI. Heilbrigðisstofnanir.
A. Sjúkrahús.
Tafla XVII.
Taflan um sjúkrahús á bls. 114 skýrir sig sjálf. Af hinum 34 al-
mennu sjúkrahúsum eru 11 með færri en 10 sjúkrarúm hvert, eða
alls með 45 rúm, og í 4 þeirra kom enginn sjúklingur á árinu. Sólvangur
i Hafnarfirði mun ávallt hafa verið talinn með almennum sjúkrahúsum,
cn á þar raunverulega ekki heima, þar sem hann er hjúkrunarheimili
og hefur réttindi sem slíkt. Á berklahælunum báðum eru nú jafnframt
vistaðir sjúklingar með ýmsa aðra sjúkdóma en berklaveiki, og voru
legudagar slíkra sjúklinga 14371 á Vifilsstaðahæli, en tilsvarandi tala á
Kristneshæli er ekki tiltæk. Við samanburð á sjúkrarúmafjölda miðað við
mannfjölda hér á landi og i nokkrum grannlöndum okkar kemur í ljós,
að heildarhlutfallið er svipað. I Danmörku koma rösklega 10 rúm á
1000 landsmanna, í Noregi um 10,5, Finnlandi 9,2, Englandi og Wales
10,4, en í Svíþjóð um 15,6, og mun hlutfallstalan hvergi hærri en þar.
15