Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1961, Blaðsíða 172
1961
170
fannst einn vínbersstór hnútur í
henni.
Aorta var töluvert kölkuð frá arcus
og niður úr, þar sem hver kalkskellan
var við aðra, og voru sumar af þess-
um upphækkunum hvítar og glærar.
Mest var kölkunin þó niður undir
skiptingunni á aorta.
Heilabúið opnað: Ekkert athugavert
við höfuðsvörð eða höfuðbein. Heila-
bastið var eðlilegt. Heilinn var tek-
inn út og vó 1440 g. Ekkert að sjá á
heilahimnunum. Æðarnar á basis heil-
ans voru mjög kalkaðar og sumar
töluvert þrengdar, einkum greinarnar
af arteria cerebri media og arteriae
communicantes i circuli Willisii.
Einnig sást töluverð kölkun í arteria
basilaris. Heilinn var skorinn i sundur,
og fannst þá brúnleitur blettur h.m. í
capsula interna, og var þessi blettur
á hér um bil vínbersstóru svæði, þar
sem svolítil hola var með brúnleitum
veggjum. 1 vefnum þar í kring voru
smáblæðingar, sem voru orðnar brún-
leitar. Að öðru leyti fannst ekkert at-
hugavert við heilavefinn.
í
1
Ályktun: Við krufningu fannst mjög
stórt hjarta (710 g) og mikil þrengsli
í aðalgrein vinstri kransæðar. Sýni-
legt er, að maðurinn hefur haft hækk-
aðan blóðþrýsting um alllangt skeið,
og hefur hann fengið blæðingu í heil-
ann fyrir nokkru, sem hefur verið að
jafna sig. Blóðþrýstingshækkunin hef-
ur gert hjartanu mjög erfitt fyrir, og
þar sem hann hefur þar að auki haft
kransæðastíflu, liefur hann ekki þol-
að áreynsluna, sem liann hefur orðið
fyrir. í skeifugörn fundust tvö nýleg
sár.“
í málinu liggur fyrir læknisvottorð
Páls Sigurðssonar tryggingayfirlæknis,
dags. 12. marz 1962. Ber það fyrir-
sögnina „Slys og sjúkdómur (Læknis-
fræðileg álitsgerð vegna fráfalls S. T-
sen)“. Vottorðið hljóðar svo:
„Frá læknisfræðilegu sjónarmiði
orkar sjaldan tvímælis, hvað við er
átt með slysi, eða að einhver hafi
slasazt.
Þrátt fyrir þetta er varla að finna
algilda skilgreiningu á slysi eða tæm-
andi lýsingu á eðlismun slyss og sjúk-
dóms.
Því er það, að deilur rísa um það,
hvort ákveðið sjúkdómsástand verði
rakið til slyss eða sjúkdóms, og eru
slíkar deilur oft sprottnar af því, að
atvinnurekandi er gerður ábyrgur á
því slysi, er verður við vinnu, og að
slysatryggingar eru viðast annars eðlis
en sjúkratryggingar, þannig að bóta-
greiðslur eru meiri og þvi fjárhags-
lega ávinningur að því, að sjúkdóms-
ástand verði rakið til slyss.
Oft leikur enginn vafi á því, að
sjúkdómsástand verði rakið til slyss.
Þannig brotnar ekki heilbrigt bein
nema við slysáverka, og skurðsár
myndast vegna utanaðkomandi áverka.
Á sama hátt verður margt sjúkdóms-
ástand aldrei rakið til slyss, svo sem
sýking næmra sjúkdóma, t. d. misl-
inga, inflúensu og heilabólgu, enda
þótt smitefnið berist frá manni til
manns og viðkomandi geti eins sýkzt
við vinnu og annars staðar.
Mörg sjúkdómstilfelli eru hins vegar
ekki svo augljós, og er þá algengast,
að slys sé í sjúkrasögu og viðkomandi
reki krankleika sinn til þess, en al-
mennt sé viðurkennt, að sama sjúk-
dómsástand geti skapazt, án þess að
nokkurt slys komi til.
Þegar þannig er, verður að athuga
hvert einstakt tilfelli, vega rök með
og móti og gera sér Ijóst, hvort sjúk-
dómsástandið megi að einhverju eða
e. t. v. öllu leyti rekja til slyss.
í þessu sambandi er nauðsynlegt að
athuga sérstaklega eftirfarandi:
1. Hvaða áverka hefur viðkomandi
orðið fyrir?
2. Hvað leið langur tími, frá því að
viðkomandi varð fyrir áverka og
þar til einkenni komu fram?
3. Hver er sjúkdómsgreining við
nákvæma læknisskoðun?
4. Er hugsanlegt, að sá sjúkdómur,
sem viðkomandi er haldinn, verði
fyrir slys?
5. Reyna að meta út frá eigin
reynslu og annarra hugsanlegt
samband milli þess slyss, er orð-
ið hefur, og þess sjúkdóms, er um
ræðir, og þá sérstaklega, hvort