Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1961, Blaðsíða 129
127
1961
kostnaðarlausu, til tveggja vikna dvalar í sumarheimili í Elliðakotslandi
i Mosfellssveit.
Barnaverndarnefnd hafði undir stöðugu eftirliti 83 heimili. Starfsfólk
nefndarinnar kom á 32 önnur heimili, ýmissa orsaka vegna, og veitti
margvíslegar upplýsingar og aðstoð. Nefndin mælti með 33 ættleiðing-
um. Á árinu útvegaði nefndin 146 börnum og unglingum dvalarstaði,
og fóru 5 þeirra í fóstur á einkaheimili. Auk þess var 141 barni komið
fyrir um lengri eða skemmri tíma á barnaheimilum eða einkaheimilum.
Bókuð voru 399 afbrot hjá 253 börnum á aldrinum 7—16 ára, 162
piltum og 91 stúlku. Afbrotin voru sem hér segir: Hnupl og þjófnaður
160 (94 hjá piltum, 66 lijá stúlkum); flakk og útivist 138 (piltar 66,
stúlkur 72); skemmdir og spell 53 (piltar 51, stúlkur 2); lauslæti og
útivist 20 (allt stúlkur); innbrot 6 (allt piltar); ölvun 5 (allt stúlkur);
svik og falsanir 2 (piltar); meiðsl og hrekkir 1 (piltur); ýmsir óknyttir
14 (piltar 13, stúlka 1).
Akranes. Dagheimili fyrir börn var á vegum Kvenfélags Akraness
sumarmánuðina í barnaskólanum, en fyrirhuguð er sérstök bygging til
þeirrar starfsemi, og er hennar þegar full þörf.
Akureyrar. Barnaheimilið Pálmholt, sem starfar á vegum kvenfélagsins
Hlífar á Akureyri, starfaði frá 15. júní til 15. september. Heimilið tók
við börnum á aldrinum 3—5 ára, og voru börnin þar frá kl. 9 árdegis
til kl. 6 síðdegis. Þá rak Barnaverndarfélag Akureyrar leikskóla fyrir
börn á aldrinum 2—5 ára.
Laugarás. Rauði Kross íslands rekur dvalarheimili fvrir Reykjavílcur-
börn í Laugarási með sama sniði og undanfarin ár. Þar dveljast 130 börn
á aldrinum 5—8 ára yfir hásumarið. Virðist aðbúnaður vera í bezta
lagi, og börnin una sér yfirleitt mjög vel i sveitinni.
J. Vinnuheimili SÍBS.
Yfirlæknir stofnunarinnar gerir svofellda grein fyrir rekstri hennar á
árinu:
Vistmenn í ársbyrjun 90. Á árinu komu 96, konur 44, karlar 52. Vist-
menn í árslok 91. Dvalardagafjöldi 33272. Kostnaður á dvalardag kr.
110,00. Vistmenn unnu í 127802 stundir, aðallega við plastiðju. Iðnskól-
lnn starfaði eins og áður, og auk þess voru haldin ýmis námskeið.
ÍUi’ pJÍI oer. !)>■'• > •IIS7 !>': -O: ''lV\ ?.;V6'A .1
K. Hjúkrunar- og líknarfélög.
í skýrslum lækna er ekkert frásagnarvert um þessa starfsemi.
L. Lyfjabúðareftirlit.
Eftirlitsmaður lyfjabúða gerir svolátandi grein fyrir eftirliti með lyfja-
búðum á árinu: