Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1961, Blaðsíða 98
1961
96 —
vegna konuleysis. Á öðrum bæjum sitja öldruð hjón, sem ekki vilja
flýja býlið, þó að börnin séu flogin á feitari mið. Fæðingar eðlilegar,
utan tvær.
Hellu. Flestar barnshafandi konur koma reglubundið til skoðunar,
einkum síðari hluta meðgöngutímans. Yfirleitt hafa þær einnig að meira
eða minna leyti samráð við lækni um eldi og meðferð barnanna fyrstu
mánuðina eftir fæðingu. Svo er að sjá, að þeim verði æ ljósara, hversu
veigamikill þessi þáttur heilsuverndarstarfsins er fyrir börnin, svo og
þær sjálfar.
Selfoss. Fæðingar langflestar á spítalanum.
Eyrarbakka. Mjög fækkar nú ferðum læknisins til sængurkvenna við
tilkomu fæðingardeildar sjúkrahúss á Selfossi, og er það að vonum, því
að auk hins fullkomnasta öryggis fær sængurkonan góða hvíld, en
heimilishjálp engin utan nágrannahjálp.
Hafnarfj. Fæðingar fóru nær eingöngu fram í fæðingarheimilinu á
Sólvangi.
B. Meðferð ungbarna.
Ljósmæður geta þess í skýrslum sínum (sbr. töflu XIII), hvernig 4405
börn, sem skýrslurnar ná til að þessu leyti, voru nærð eftir fæðinguna.
Eru hundraðstölur sem hér segir:
Brjóst fengu ................................ 82,8%
Brjóst og pela fengu ....................... 13,2—
Pela fengu ................................. 4,0—
1 Reykjavík líta samsvarandi tölur þannig út:
Brjóst fengu ................................ 86,3%
Brjóst og pela fengu ....................... 11,9—
Pela fengu ................................. 1,8—
Sjá ennfremur skýrslu Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur bls. 122.
VII. Slysfarir.
A. Slys.
Slysfaradauði og sjálfsmorð síðasta hálfan áratug teljast sem hér segir:
1957 1958 1959 1960 1961
Slysadauði 65 77 121 63 86
Sjólfsmorð 14 9 11 13 19
Rvík. Á árinu komu í Slysavarðstofuna til fyrstu aðgerðar 12665
sjúklingar, 8189 karlar og 4476 konur. Aðgerðir voru alls 26828.