Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1961, Blaðsíða 168
1961
— 166 —
var tveim spurningum beint til sama
læknis, og svarar hann þannig með
bréfi, dags. 20. febrúar 1963:
„í bréfi yðar, dags. 19. þ. m., óskið
þér, hr. fulltrúi, svars við eftirfarandi
spurningum:
1. Var fyrirfram vitað, að V. G-son
gæti ekki fengið mátt i fótinn?
Svar: Þar sem uin þverlesion á
mænunni var að ræða, var ekki hægt
að vænta þess.
2. Voru skilyrði til þess hér á landi
að gera þær aðgerðir á V. G-syni,
sem gerðar voru í Bandaríkjunum og
veita honum að öðru leyti sömu eða
svipaða lækningameðferð og hann
fékk erlendis?
Svar: Tel mig ekki hafa möguleika
til þess að svara þessari spurningu
með óyggjandi rökum.“
Málið er lagt fgrir læknaráð
á þá leið,
að beiðzt er svars við eftirfarandi
spurningum:
1. Var fyrirfram vitað, að V. G-son
gæti ekki fengið mátt í fótlimi?
2. Voru skilyrði til þess hér á landi
að gera þær aðgerðir á V. G-syni,
sem gerðar voru i Bandaríkjun-
um og veita honum að öðru leyti
sömu eða svipaða lækningameð-
ferð og hann fékk erlendis?
3. Var för V. G-sonar til Bandaríkj-
anna, sem um getur í málinu, þöi f
eins og á stóð?
Tillaga réttarmáladeildar um
Álgktun læknaráðs:
Ad 1: Já.
Ad 2: Nei.
Ad 3: Já.
Greinargerð og ályktunartillaga rétt-
armáladeildar, dags. 7. mai 1963, stað-
fest af forseta og ritara 19. júlí s. á.
sem álitsgerð og úrskurður læknaráðs.
Málsúrslit: Með dómi aukadómþings Gull-
bringu- og Kjósarsýslu, kveðnum upp 6. októ-
ber 1963, var stefndi dæmdur til að greiða
stefnanda kr. 313.035,98 með 6% ársvöxtum
af kr. 175.000,00 frá 14. júlí 1959 til 22.
febrúar 1960, 9% ársvöxtum af sömu fjár-
hæð frá þeim degi til 29. des. 1960, 7% árs-
vöxtum af sömu fjárhæð frá þeim degi til
1. júní 1961 og 7% ársvöxtum af kr. 313.035,98
frá þeim degi til greiðsludags og kr. 23.000,00
i málskostnað.
Sökinni var skipt þannig, að % hluti var
lagður á stefnda, en stefnandi látinn bera
% hluta.
2/1963.
Bæjarfógeti í Vestmannaeyjum hefur
með bréfi, dags. 14. janúar 1963, á ný
leitað umsagnar læknaráðs í bæjar-
þingsmálinu: T. Þ.-son gegn Hrað-
frystistöð Vestmannaeyja.
Málsatvik eru þessi:
1. Þau, er greinir í úrskurði lækna-
ráðs frá 11. desember 1962 [nr.
7/1962].
2. Þegar málið var lagt fyrir lækna-
ráð hið fyrra sinn, láðist að senda
ráðinu endurrit af aðilaskýrslu, sem
stefnandi gaf á bæjarþingi Vestmanna-
eyja 27. febrúar 1962, en skýrslan er
að meginefni bókuð á þessa leið:
„Hann segir, að hann muni lítið
eftir tildrögum slyssins. Hann kveðst
ekki muna, hvaða dag það gerðist,
og ekki, á hvaða tima dags. Hann seg-
ist vita, að hann var við vinnu i Hrað-
frystistöðinni, en óljóst rámar hann í,
að hann hafi unnið þar. Hann kveðst
ekki muna eftir neinu sérstöku þann
dag, sem slysið vildi til. Hann man
ekki eftir því að hafa farið upp á
loftið yfir flökunarsalnum, og ekki
man hann eftir að hafa unnið með B.
J-syni eða B. á ... felli og ekki eftir
þvi að hafa farið með honum upp á
loftið. Hann man ekkert eftir því, að
hann hafi hrapað, og ekki man hann
eftir sér á gólfinu i flökunarsalnum
eftir fallið. Hann kveðst muna eftir
sér á spítalanum, en hve löngu það
var eftir slysið, man hann ekki. Hann
segir, að hann muni það ekki lengur,
hvort honum hafi liðið illa á spítal-
anum, en bætir því við, að sér haíi
alltaf liðið illa, eftir að slysið vildi
til.
Hann var þá beðinn að gefa upp-
lýsingar um heilsu sína síðustu árin.
Hann kveðst ekki muna, hvenær
hann byrjaði að vinna eftir slysið.