Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1961, Blaðsíða 97
— 95 —
1961
Veitt voru 48 leyfi samkvæmt afkynjunar- og vönunarlögum nr.
16/1938. 16 umsóknum var synjað. 39 aðgerðir voru framkvæmdar.
Ólafsvikur. Nálega allar gravid konur koma nú orðið reglulega til
læknis, og er fylgzt með þeim mánaðarlega úr því.
Stykkishólms. Ein secundipara fæddi þarn með erythroblastosis foe-
talis. Uppgötvaðist ekki sjúkdómurinn fyrr en á 6. degi, er barnið var
orðið mjög anemist, eða undir 20%. Var sent í skyndi á Fæðingardeild
Landspítalans, þar sem það fékk blóðgjöf, og verður ekki annað séð en
það sé eðlilegt. Fylgzt var með þunguðum konum, eftir því sem kostur
var á, en dálítill misbrestur var á, að konurnar mættu til skoðunar reglu-
lega. Engir alvarlegir þungunarkvillar komu í Ijós, en talsvert um blóð-
leysi og aðra vægari þungunarkvilla.
Djúpavíkur. Ljósmóðirin annaðist fæðingarnar einsömul, og voru þær
án komplikationa.
Akureyrar. Langflestar þeirra kvenna, er barnshafandi voru, fæddu
börn sín i Sjúkrahúsi Akureyrar, eða samtals 316 móti 36, sem fæddu í
heimahúsum.
Grenivíkur. Viðstaddur fæðingarnar í Grýtubakkahreppi, og gengu
þær allar vel. Engin ljósmóðir er nú i Fnjóskadal. Barnshafandi konur
þar fara til Akureyrar til að fæða börn sín.
Breiðumýrar. Aðeins ein fæðing er skráð í héraðinu á árinu. Aðrar
fæðandi konur fóru til Húsavíkur eða Akureyrar vegna ljósmóðurleysis
heima fyrir, og þessi eina ætlaði að fara líka, en varð of sein fyrir.
Þórshafnar. Læknir viðstaddur 16 fæðingar.
Norður-Egilsstaða. Margar konur fæða á sjúkraskýlinu að Egilsstöðum.
Legg ríkt á við vanfærar konur, að þær láti skoða sig nokkrum sinnum
um meðgöngutímann. Fæðingar hafa yfirleitt gengið vel.
Seyðisff. Konur fæða hér undantekningarlaust á Sjúkrahúsi Seyðis-
fjarðar. Mér hefur smám saman tekizt að koma vanfærum konum í skiln-
mg um það, að nauðsynlegt sé að hafa náið eftirlit með þeim og byrja
það snemma á meðgöngutíma. Tel ég mæðraeftirlit vera komið í allgott
horf hér á Seyðisfirði.
Eskiff. Fæðingar gengu vel. Var viðstaddur flestar fæðingar, eftir að
ég kom i héraðið.
Búða. Fæðingar ganga yfirleitt vel. Mín oftast vitjað til að herða á
sótt eða vegna óska um deyfingu. Það gerist nú æ algengara, að konur
fari á Norðfjarðarsjúkrahús og fæði þar, þar sem næstum er ómögulegt
að fá húshjálp, meðan á sængurlegu stendur.
Djúpavogs. Sæmilega gengur nú orðið að fá konur til að láta fylgjast
með sér um meðgöngutímann. Fæðingar gengu vel, og var læknir við-
staddur þær flestar.
Kirkjubæjar. Fæðingar eru fáar í héraðinu, vegna þess að fátt er um
ur»gar konur. Víða á bæjum sitja einhleypir menn, sem engin börn geta