Börn og menning - 01.05.1999, Side 11
BÖRN 06 MENN|N6
Hinn bekkurinn fer með ballettdansara og fær að
kynnast starfi dansarans. Farið er inn í ballettsal þar
sem dansararnir eru að hita upp fyrir daginn. Eftir að
hafa fengið að fylgjast með æfingum dansaranna fara
bömin inn í æfingasal þar við hliðina og fá fræðslu um
mismunandi dansstíla sem dansarar þurfa að kunna
skil á og að lokum fá allir að reyna eigin hæfni í dans-
kúnstum undir handleiðslu ballettdansara. Gleði og
kátína skín úr hverju andliti þegar svifið er um gólfið.
Síðan skiptast bekkirnir á stöðum og fá þannig
fjölbreytta fræðslu um starf listamannanna í húsinu.
Svona heimsókn tekur heilan skóladag eða fjórar
klukkustundir. Yfirleitt er þó ekki nóg komið að
mati krakkanna þegar þeir þurfa að yfirgefa
leikhúsið. En þau eru fullvissuð um að þau fái að
koma í heimsókn aftur næsta ár.
Seinni heimsóknin
Seinna árið koma börnin í stærri hópum og í þetta
skipti eru þau því sem næst venjulegir leikhús-
áhorfendur. Þegar þau koma í leikhúsið tekur á
móti þeim leikari og býður þau velkomin og rifjar
upp þær reglur sem gilda í leikhúsinu. Leikarinn
segir þeim frá sýningunni sem í vændum er. Síðan
er gengið inn í stóra salinn þar sem fram fer leik-
sýning. Þetta er stutt sýning þar sem ímyndunar-
aflinu er gefin laus taumur og reynt er að sýna sem
flestar hliðar á leikarastarfinu. Að leiksýningunni
lokinni er farið fram í anddyri þar sem börnin fá sér
nestisbita og að því loknu kemur ballettdansari og
fræðir þau um danssýninguna sem þau fá að sjá
skömmu síðar. Danssýningin er eins og leiksýningin
full af fjöri og gefur fjölbreytta mynd af starfi
dansarans. Það er nær undantekningarlaust að
flestum finnst heimsóknin taka of fljótt af en eftir
ballettsýninguna er tími til kominn að halda heim.
3000 hörn
Það segir sig sjálft að ekki er hlaupið að því að taka á
móti öllum þeim fjölda barna sem eru í tveimur
bekkjardeildum í öllum grunnskólum Reykjavíkur.
Margir þurfa að leggja hönd á plóginn til að allt gangi
snurðulaust fyrir sig. Yfirleitt gengur allt eins og í
sögu þótt sumir leikararnir verði stundum óþolin-
móðir að komast inn á svið að æfa, en þar eru þá fyrir
50 böm í skoðunarferð. Eða saumakonumar missa úr
spor þegar hópurinn fer í gegn. Þegar allt kemur til
alls eru þó flestir ánægðir með þá athygli sem börnin
sýna því margbreytilega starfi sem fram fer í
mismunandi vistarverum leikhússins.
Á hverju ári koma þannig um 3000 börn í heim-
sókn í Borgarleikhúsið. Yngri bömin koma 50 í hóp,
tæplega 40 heimsóknardaga. Eldri börnin koma í
stærri hópum um 20 heimsóknardaga.
m - ll o úff n _ 9. @ íþ hrn
roa'.om oq (Í<íy\ b’pJck'H.ipi tÁ r
, f ... , , J f A fCri^uri cxd ?la hl'c .lijm (gl\ JA
ww j l kA.-A-\ UniuuÁAG- t/dV.oA fo7C\v\\\
(&ih'AiJ l//X,Y !:jx\V+ . /v(pr -kSxi'nVr f:• - 'í /A
■sWp.i-. h Lco,. „ • \ ■ '
# ( ;C’ ( A Ol\ innileaa t<u ii' .1<Í
i . ... " í " 7 ' ... 6Á-,
AiKia bci'íi S~b ö'nsJQ. -
Teikning: Anna Þóra 1999.
Skólunum aðkostnaðarlausu
Að verkefninu koma fjölmargir starfsmenn bæði Leik-
félags Reykjavíkur og íslenska dansflokksins; leikarar,
dansarar, hljóðmeistarar, ljósameistarar, smiðir, málarar
og annað starfsfólk. Bömin em flutt fram og til baka í
rútum, en allt frá upphafi hafa heimsóknimar verið
skólunum að kostnaðarlausu. Þar kemur til styrkur frá
Fræðsluráði Reykjavíkur sem hefur gert þetta verkefni
mögulegt fyrir þá sem að því standa og án hans væri
svo umfangsmikið verkefni aðstandendum fjárhagslega
ofviða.
Árangur
Árangur af starfi sem þessu er erfitt að mæla með þeim
mælistikum sem venjulega em notaðar til að mæla
árangur af skólastarfi, en það er von okkar sem að því
stöndum að það skili sér í aukinni þekkingu á
menningu og menningarsögu íslendinga og upplýstari,
kröfuharðari og ánægðari áhorfendum í framtíðinni.
Greinarhöfundur hefur umsjón með
verkefninu Heimsókn í leikhúsið
9