Börn og menning - 01.05.1999, Blaðsíða 20

Börn og menning - 01.05.1999, Blaðsíða 20
BÖRN 06 /AENlN|N6 T í Ð I N D I Ljóða- ogsmáscignasmikeppní Æskuntvir, Flugleíða. og Ríkísútvarpsíns I janúar voru veitt verðlaun í hinni árlegu ljóða- og smá- sagnasamkeppni bamablaðsins Æskunnar, Flugleiða og Ríkisútvarpsins fyrir böm á aldrinum sjö til tólf ára. Aldrei áður hafa þátttakendur verið jafn margir, eða um eitt þúsund böm, og telja aðstandendur hennar þar valda mestu, að síðastliðið haust var samkeppnin kynnt sér- staklega kennurum og skólastjórum í grunnskólum landsins. Vegleg verðlaun voru í boði og hlutu tvö börn aðalverðlaun, sem voru ferð fyrir barn og foreldri til Bandaríkjanna, en tuttugu aukaverðlaun vom veitt, myndbönd, bækur og geisladiskar. Ljóð og sögur ungu höfundanna hafa birst í bamablaðinu Æskunni, og einnig verið lesin upp í Ríkisútvarpinu í umsjón Elísabetar Brekkan. (jreina.sa.fn um norrænar unglínga bókmenntír Nú á vordögum er væntanlegt á norrænan bókamarkað greinasafn um norrænar unglingabókmenntir í samtím- anum. Það heitir Forankring og fornying. Nordiske ung- domsromaner fram mot ár 2000 og það er bókaútgáfan Cappelen Akademisk Forlag í Noregi (o.fl.) sem sér um útgáfuna. Bókinni verður dreift á öllum Norðurlöndum, m.a. gegnum bókaklúbba móðurmálskennara bæði í Noregi og Danmörku. Greinarnar em ýmist á dönsku, norsku eða sænsku og höfundar þeirra eru þekktir fræðimenn á sviði bama- og unglingabóka sem flestir starfa við háskóla og kennaraháskóla. Þama er því að finna fræðilega úttekt á því sem þeim þykir einkenna norrænar unglingabækur samtímans. Það em samtök norrænna móðurmálskennara, Nordsprák, sem áttu frum- kvæðið að greinasafninu en Þuríður Jóhannsdóttir bók- menntafræðingur sat í ritnefnd fyrir hönd Samtaka móðurmálskennara á íslandi. Bókaútgáfan Mál og menning annast dreifingu bókarinnar hér á landi. Barnung I síðasta tölublaði Barna og menningar var sagt frá vef um barna- og unglingabókmenntir sem Þuríður Jóhannsdóttir bókmenntafræðingur setti upp á haust- mánuðum í samvinnu við Gagnasmiðju Kennara- háskóla íslands. Vefurinn var settur upp í tengslum við námskeið um barna- og unglingabókmenntir sem Þuríður kenndi í fjarskóla KHÍ á haustmisseri. Nem- endumir, sem flestir eru starfandi leiðbeinendur víða um land, samþykktu að verkefni þeirra yrðu birt á vefnum svo að aðrir gætu notið góðs af reynslu þeirra, til dæmis af að nota bókmenntir í skólastarfinu. Með því móti þéttist vefurinn sem segja má að kennarinn hafi í upphafi ofið mjög gróft. Þetta er tilraun sem vakið hefur athygli og nú er verið að vinna að því að koma vefnum í form þar sem betur má nýta alla kosti marg- miðlunar. Það verður því lrklega ekki bætt miklu við vefinn eins og hann er núna en þeir sem vilja skoða tilraunina geta það eitthvað áfram á slóðinni http://www.ismennt.is/vefir/barnung „Börn íborg" Bókaforlagið Iðunn hefur gefið út tvö vegleg verk um sögu Reykjavíkur á síðustu árum: Tveggja binda verk Guðjóns Friðrikssonar, Saga Reykjavíkur. Bærinn vaknar. 1870-1940, sem kom út 1991 og 1994 og Saga Reykjavíkur 1940-1990 eftir Eggert Þór Bemharðsson, sem kom út í fyrra. í báðum bókunum er fjallað um mál sem snerta börn og unglinga, þar sem greint er frá bæjarbrag, skólamálum og menningariðkun ýmis konar. I síðari hluta bókar Eggerts Þórs er auk þess langur og ríkulega myndskreyttur kafli sem heitir „Böm í borg“. Til gamans viljum við grípa niður í efnisyfirlit hans: Hasar í höfuðstaðnum, hefðbundið uppeldi, fmm- byggjabörn, götulíf, sjoppumenning og jafnaldrahópur, snú-snú, yfir, parís, hark og Tígriskló, þrjú-bíó og hetjur hvíta tjaldsins, Tívolígarður og baðstrandarlíf, vinir bamanna og borgarböm á bamaheimili. BIN-Norden Við höfum áður sagt frá BIN-Norden sem er norrænt tengslanet og samtök sérfræðinga og áhugafólks um barnamenningu (sjá blað 2/1998). BIN mun í október næstkomandi halda þriggja daga ráðstefnu í Kaup- mannahöfn um efnið: „Det skremmende og mprke i bamekulturen: Skrekkens estetikk, ritualer og resurser“. Af Islands hálfu mun Jón Jónsson þjóðháttafræðingur flytja erindi um skuggahliðar íslenskrar þjóðtrúar. Fjöldi sérfræðinga mun fjalla um þetta efni frá ýmsum hliðum og þeir sem vilja kynna sér það nánar geta skoðað heimasíðu BIN á http://www.dmmh.no/BIN-Norden 18

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.