Börn og menning - 01.05.1999, Qupperneq 22

Börn og menning - 01.05.1999, Qupperneq 22
BÖRN 06 /aENN|N6 Bookbírd Eins og fram hefur komið í þessu blaði gefa IBBY- samtökin út tímaritið Bookbird þar sem birtar eru greinar og fréttir af barna- og unglingabókmenntum. I því má lesa fróðleik um ástand bamabókaútgáfu í ýmsum löndum samtakanna, vandaðar greinar um bamabóka- höfunda, auk þess sem fjallað er um mismunandi viðfangsefni í hverju hefti. Fram að þessu hefur rödd íslands verið hljóð á þessum vettvangi en nú hefur orðið breyting þar á sem gaman er að greina frá. I síðasta tölublaði Bookbird birtist grein Huldu Karenar Daníelsdóttur, Taglið hennar Stefaníu - frá bók á svið, sem nú er að finna í þessu blaði. Hulda skrifaði greinina upphaflega á ensku fyrir Bookbird en þýddi hana svo á íslensku. Framundan er að gefa út hefti af Bookbird sem að miklu leyti verður helgað Norður- löndum og hyggjumst við leggja þar fram okkar skerf. Verið er að skrifa yfirlitsgrein um íslenskar bamabækur, bamabókaútgáf- una og hvemig stutt er við þessa grein hér á landi. Mun hún birtast undir heitinu Country survey. Einnig verður örstutt greinargerð um fimm framúrskarandi íslenskar bamabækur frá síðustu tveimur ámm og loks lítill pistill um Raddir bamabókanna. Ráðstefna um barna- og unglínga- bókmenntír var haldin í Menningar- miðstöðinni Gerðubergi laugadaginn 24. apríl. Þar voru haldin þrjú erindi: Þuríður Jóhannsdóttir, bókmenntafræðingur talaði um bóklestur í sagnaheimi skjámiðla, Hildur Heimisdóttir, kennari um veruleikann í nýlegum íslenskum barnabókum, og erindi Áslaugar Jónsdóttur myndlistarmanns, fjallaði um bókina á borði teiknarans, vinnuaðferðir myndskreytarans og helstu þætti til athugunar við lestur myndabóka. Voru erindin fróðleg og spunnust af þeim líflegar umræður. Að þeim loknum sátu fulltrúar fjögurra bókaforlaga fyrir svörum. Það voru þau Hildur Hermóðsdóttir frá Máli og menningu, Bjarni Þorsteinsson frá Vöku-Helgafelli, Helgi Magnússon frá Skjaldborg og Ámi Ámason frá Bókaútgáfu Æskunnar. Gerðu þau stuttlega grein fyrir stefnu sinna forlaga á sviði bamabóka en svömðu einnig hvert fyrir sig spumingum fundarboðenda um hvað stjórnaði vali á bókum til útgáfu og þýðinga, um stefnuna í útgáfu fræðibóka fyrir böm og spurningunni um hvemig forlög þeirra ynnu að því að koma menningararfinum til skila. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, formaður Rithöfundasambands Islands stjórnaði umræðunum og voru skoðanaskipti fundargesta og fulltrúa forlaganna hin gagnlegustu. Að ráðstefnunni stóð Menningarmiðstöðin Gerðu- berg, Börn og bækur - Islandsdeild IBBY, Skóla- safnamiðstöð Reykjavíkur, Félag skólasafnskennara, Bókavarðafélag Islands og SIUNG. Þetta er í annað sinn sem ráðstefna um barna- og unglingabókmenntir er haldin þennan dag og stefnt er að endurtaka þennan viðburð að ári. TIL HAMINÚJU! Einum yngsta leikstjóra landsins, Ásdísi Þórhallsdóttur, hefur verið boðið að setja upp bamaleikrit á stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu í Vilnius, höfuðborg Litháen, á næsta leikári. Enn er ekki afráðið hvaða leikrit verður fyrir valinu, sennilega stendur valið milli Dýranna í Hdlsaskógi, Línu Langsokks og Kardimommubœjarins. Ásdís stundaði nám í leikstjórn í Rússlandi og hefur starfað sem aðstoðar- leikstjóri í Þjóðleikhúsinu undanfarin ár. Hún setti upp leikritið Stóra Kláus og litla Kláus þar á stóra sviðinu árið 1997. Barnabóka. verðiiun Fræðsluráðs voru afhent nú í apríl og komu þau í hlut Sigrúnar Árnadóttur þýðanda fyrir þýðingu sína á Kapalgátunni eftir Jostein Gaarder og Þorvaldar Þorsteinssonar rit- höfundar og myndlistarmanns fyrir bók sína Eg heiti Blíðfmnur en þú mátt kalla mig Bóbó. Norrænu barnabóka verðla un ín komu að þessu sinni í hlut sænska rithöfundarins Anniku Thor fyrir bækumar En ö i havet (1996), Ndckros- dammen (1997), Sanning eller konsekvens (1997), Havets djupi 1998) og 0ppet hav (1999). Sanning eller konsekvens mun bráðum koma út í íslenskri þýðingu hjá Æskunni ehf. Athugasemd í síðasta tölublaði var boðað viðtal við Jennu Jensdóttur rithöfund. Af því getur ekki orðið að þessu sinni, en bíður betri tíma. Langt er liðið frá því fyrstu bækur Jennu og manns hennar, Hreiðars Stefánssonar, komu út, eða fimmtíu og fimm ár. Þótt þjóðfélag okkar hafi gjörbreyst, höfða bækur þeirra enn til bama og þau gildi sem þar em í hávegum höfð em mikilvæg sem fyrr. 20

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.