Börn og menning - 01.05.1999, Qupperneq 29

Börn og menning - 01.05.1999, Qupperneq 29
BÖRN OG mENN|N6 Hulda Karen Daníelsdóttir: Taglíð hennar Stefaníu - frá bók á 5V0 V/V5 undirbúning þessarar greinar varð mér Ijóst ég að ég hefnotað barnabækur við kennslu á þremur skólastigum. Þegar ég kenndi byrjunaráfanga í íslensku við Manitoba háskóla notaði ég barnabækur sem megintexta og sem prófstein á munnlega fœrni nemenda. Barnabækurá öllum skólastigum Ástarsaga úr fjöllunum (Iðunn, Reykjavík 1981) eftir Guðrúnu Helgadóttur, ein af bókunum sem við notuðum í íslenskunáminu í Manitoba varð upp- spretta málfræði, almenns orðaforða, orða yfir sér- íslensk fyrirbæri, máltækja, samtala og síðast en ekki síst ánægju. í málanámi er mikilvægt að fólk sé óhrætt við að tjá sig. Fáir óttast barnabækur og eru þær því kjörið viðfangsefni við kennslu tungumáls. Þegar ég hef kennt á grunnskólastigi hef ég, eins og flestir kennarar, reynt að örva bókmenntaáhuga barna og kynnt þau fyrir verkum ýmissa höfunda og þar sem ég kenni nú, í Borgarholtsskóla í Grafar- vogi, yngsta framhaldsskólanum í Reykjavík, hafa nemendur mínir í enskuáföngum skrifað ritdóma um enskar barnabækur. Til að gera verkefnið áhuga- verðara, flutti grafískur hönnuður fyrirlestur á ensku um myndskreytingar sem gerði nemendum kleift að fjalla á ensku um bæði texta og myndir. Ritdómamir birtust svo almenningi á veggjum skólans. Hverfístengsl Ég kenni einnig leiklist í Borgarholtsskóla og þar eru barnabækur aðalkveikjan að skapandi túlkun. Þegar nemendur hafa þjálfast í undirstöðuatriðum leiklistar svo sem spuna, trúðalist, grímugerð, bardagalist og fleiru eru þeir tilbúnir til að leika opinberlega.Við ákváðum að leika fyrir leikskóla- börn í Grafarvogi og byrjuðum að skoða barna- bækur í leit að bók sem auðvelt væri að breyta í leikrit. Astæðan fyrir því að böm vom valin sem áhorf- endur var þáttur í hverfistengslum sem skipulögð höfðu verið fyrir leiklistaráfangann. Ár hvert er Borgarholtsskóli þess heiðurs aðnjótandi að fá útskriftamema Leiklistarskóla Islands í tveggja vikna æfingakennslu undir stjóm Kristbjargar Kjeld leikkonu. Eftir það samstarf kenna leiklistamemar Borgarholtsskóla nemendum 7. og 8. bekkjar Engja- skóla, grunnskóla í næsta nágrenni BHS. Kennslan hefur verið árangursrík og skemmtileg og í beinu „Stefama, við erum alveg eins og tvíburar. 21

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.