Börn og menning - 01.05.1999, Side 31

Börn og menning - 01.05.1999, Side 31
BÖRN OC /AENN|N6 „Þið eruð algjörar hermikrákur. Eruð þið ekki með heila í ykkar haus?“ Frelsið sem nemendur fengu við undirbúning þessa verkefnis jók ábyrgðartilfinningu þeirra og leikritið, þótt það byggi á sögu Munsch, varð smám saman þeirra eigið sköpunarverk. Við ákváðum að á hverjum morgni, á meðan mamman væri að greiða Stefaníu og hún borðaði morgunmatinn sinn ætti sögumaður að hvetja áhorfendur til þátttöku með því að spyrja hvað þeir héldu að Stefanía væri að borða. Stefanía rétti fram ímyndaðan disk og hristi höfuðið þegar sögumaður stakk upp á því að hún væri að borða saltkjöt og baunir, hákarl eða súrt slátur, en kinkaði kolli þegar börnin gátu rétt til um hafragraut, kornflögur og hafrahringi. Breytingar á texta voru fjölmargar. A einum stað er tagli Stefaníu til dæmis líkt við tré sem stendur beint upp úr kollinum á henni. Þessu breyttu nemendur og sögðu í staðinn að taglið væri eins og gosbrunnur. Leikkonurnar sem léku Stefaníu og mömmu hennar urðu djarfari eftir því sem á leið. Þær spunnu skemmtileg samtöl á meðan Stefaníu var greitt. Flún kvartaði undan því að vera hársár og að krakkarnir í skólanum hermdu eftir öllu því sem hún gerði. Móðirin bað Stefaníu að passa sig á bílunum og hún byrjaði að sippa, hoppa í parís, tína blóm, tralla og jafnvel stíga dansspor á leiðinni í skólann. Með hverri sýningu urðu persónurnar trúverðugri og skemmtilegri. Ahorfendur leikritsins sem voru á aldrinum eins til fimm ára skemmtu sér konunglega á sýningunum og tóku þátt í líflegum umræðum sem spunnust eftir sýningar um sjálfstæði, hermikrákur, hárgreiðslur og morgunmat. Leikaramir vom í sjöunda himni yfir móttökunum og einlægri hrifnin'gu áhorfenda. Sýningarnar í leikskólunum voru endapunktur ánægulegrar annar. Sjálfstæð ogáræðin Robert Munsch hefur skrifað fjölda bóka sem eiga það sameiginlegt að vera tilgerðarlausar, stuttar og fyndnar og alltaf eru söguhetjufnar sjálfstæð og áræðin börn. Það eru þessir eiginleikar sem gera bækur Munsch svo skemmtilegar í uppfærslu. Lengd sýninganna hjá leiklistarhópi Borgarholts- skóla, spunaferlið og mikil þátttaka áhorfenda henta ungum áhorfendum sérlega vel. Leikaramir tileinkuðu sér strax ófonulegan stíl Munsch og var túlkun þeirra sannfærandi og nærtæk ekki síst vegna málfarsins sem var nákvæmlega eins og bömin tala sjálf. Vinna nemendanna á árinu sem leið hefur nýst vel. Nýir leiklistarnemar hafa breytt handritinu að Taglinu hennar Stefaníu og aðlagað að sér. Þeir hafa einnig unnið að uppsetningu leikritsins Plastpoka- prinsessan sem er líka byggt á bamabók eftir Robert Munsch. Þessi tvö leikrit verða sýnd í leikskólum í Grafarvogi í maí. Greinarhöfundur kennir ensku og leiklist í Borgarholtsskóla 29

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.