Börn og menning - 01.05.1999, Qupperneq 33

Börn og menning - 01.05.1999, Qupperneq 33
BÖRN OC MENN|N6 Elías Snæland Jónsson Elías Snæland Jónsson fæddist að Skarði í Bjamafirði, Strandasýslu, 8. janúar 1943, sonur hjónanna Jóns Mikaels Bjarnasonar bónda á Skarði og síðar starfsmanns Alþýðusambands Islands, en hann er látinn, og Huldu Svövu Elíasdóttur frá Elliða í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Elías kvæntist 24. júní árið 1967 Önnu Kristínu Brynjúlfsdóttur, latínukennara og rithöfundi. Börn Elíasar og Önnu: Jón Hersir, læknir, Úlfar Harri, bók- menntafræðingur og rithöfundur, og Amoddur Hrafn, BA í ensku. Elías lauk prófi frá Gagnfræðaskól- anum í Keflavík 1960 og Samvinnu- skólanum 1962. Eftir nám í skóla norsku verkalýðshrey f- ingarinnar í Sör- marka, Noregi, hóf hann blaðamennsku við Sunnmöre Ar- beideravis í Álasundi 'vorið 1963. Hann var blaðamaður við Tímann 1964-1973, ritstjóri Nýrra þjóð- mála 1974-1976, blaðamaður og ritstjómarfulltrúi Vísis 1976-1981, ritstjóri Tímans 1981-1984, aðstoðar- ritstjóri DV frá 1984 til 1997 og ritstjóri Dags frá 8. ágúst 1997. Flest þau skáldverk sem ég hef skrifað til þessa fjalla um ungt fólk - þótt þau séu ekki öll endilega ætluð bara fyrir yngri kynslóðina; sum eins og Draumar undir gaddavír og Fjörbrot fuglanna eru fyrir alla aldurshópa. Mér fínnst gaman að glíma við veruleika og vandamál unga fólksins í skáldverkum. Að sumu leyti eru æsku- og unglingsárin þau mikilvægustu í lífí einstaklings - sá þroski sem tekinn er út á þessum viðkvæmu árum ræður ótrúlega miklu um lífshamingju hvers og eins síðar meir. Ég tel líka að unglingabókmenntir séu mikilvægur þáttur í bókauppeldi þjóðarinnar. Unglingarnir eru - vonandi - framtíðarlesendur skáldverka af öðru tagi. Þeir eru að mótast sem lesendur. Gæði bókmennt- anna sem börn og unglingar lesa geta haft varanleg áhrif á smekk þeirra og lestraráhuga. Það er því nauðsynlegt að barna- og unglingabókahöfundar geri ekki minni kröfur til sín en aðrir rithöfundar. Birt verk: Iceland’s Fight for Survival. Rit á ensku um land- helgisstríð íslendinga. (ÆSÍ 1975). Aldarspegill - Atök milli striða. Sagnaþœttir frá þessari öld. Vaka 1984. Hvernig skyldi það vera? Smásaga fyrir börn og unglinga, Mál og menning 1984. Aldarspegill - Undir högg að sækja. Sagnaþcettir frá þessari öld. Vaka 1985. Sjö sverð á lofti í senn, heimildarkvikmynd í tveimur hlutum (90 mín) um stjórnmálabaráttu Jónasar Jónssonar frá Hriflu (handrit og umsjón). Sjónvarpið 1989. Davíð og Krókódílarnir, skáldsaga fyrir börn og unglinga, Mál og menning 1991. Fyrstir með fréttirnar, heimildarmynd (30 mín) um dagblað (handrit og umsjón). DV-myndband 1991. Brak og brestir, skáldsaga fyrir börn og unglinga, Vaka-Helgafell 1993. Haltu mér fast! Skáldsaga fyrir börn og unglinga, Vaka-Helgafell 1994. Lýðveldið lsland 50 ára. The Republic oflceland. 50th Anniversary. Islensk og ensk útgáfa. Lindin 1994. Krókódílar gráta ekki, skáldsaga fyrir böm og unglinga, Vaka-Helgafell 1995. Draumar undir gaddavír. Skáldsaga. Vaka-Helgafell 1996. Myrkraverk, framhaldsleikrit í fimm þáttum, Útvarps-leikhús RúV 1996. Töfradalurinn, skáldsaga fyrir böm, Vaka-Helgafell 1997. Návígi á hvalaslóð, skáldsaga fyrir böm og unglinga, Vaka-Helgafell 1998. Lífsins steinn, smásaga, Mál og menning 1998. Fjörbrot fuglanna (Vögel im Todeskampf ), leikrit, frumflutt í borgarleikhúsi ungs fólks í Dresden í apríl 1999. Eldur himinsins, smásaga, Tímarit Máls og menningar 1999. Viðurkermingar. Handritið Blóðnætur sigraði í samkeppni um fmmsamið siónvarpsleikrit sem Stöð 2 efndi til sumarið 1989. Handritið að skáldsögu fyrir börn og unglinga, Brak og brestir, sigraði í samkeppninni um íslensku bamabóka- verðlaunin vorið 1993. Handritið Fjörbrot fuglanna var valið sem framlag Islands til 1. Evrópsku leikskáldaverðlaunanna í sam- keppni á vegum Leiklistarsambands Islands vorið 1993. 31

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.