Börn og menning - 01.04.2006, Síða 2

Börn og menning - 01.04.2006, Síða 2
Besta brosið Besta brosið var alltaf á stelpunni á kassanum í Kiddabúð. Þegar blómin vöknuðu, vindurinn varð þýður flæddi lóan yfir landið eins og hún hefði aldrei farið. Unglingarnir skreiddust út úr skólunum, rollurnar holuðu niður tilvonandi lambasteikum og grasið klæddi sig í ný föt. Og ég fann aftur himinbláa litinn. Hvert fer hann annars? Besta brosið var alltaf á stelpunni á kassanum í Kiddabúð. Þegar gamlir hjólaskautar litu í heimsókn og sundlaugarnar minntu helst á soðpotta í yfirstærðum, átti hún alltaf besta brosið handa okkur öllum, þar sem hún sat við kassann og fylgdist með vorinu líða fyrir utan gluggann á Kiddabúð. Helga Björg Arnarsdóttir Ort 2003 þegar höfundur var 19 ára.

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.