Börn og menning - 01.04.2006, Page 3
Mér finnst ...
3
... almennt siðgæði eiga undir högg að
sækja þessa dagana. Samfélagið sem við
búum í er sífellt að taka breytingum og
þróast til aukinnar velmegunar á ýmsum
sviðum. í mínum huga er það hins vegar
Ijóst að ekki eru allar breytingar til góðs. Við
siglum oft og iðulega í strand og mig langar
að vekja athygli á nýlegu atviki þess eðlis.
Það átti sér stað ekki alls fyrir löngu að Solla
stirða úr Latabæ, sem er vinsæl sögupersóna
hjá börnum á öllum aldri, hlaut áttunda
sæti í vali Ríkisútvarpsins á kynþokkafyllsta
kvenmanni landsins. í framhaldi af þessu
fór ég að velta því fyrir mér hvert hið
raunverulega hlutverk barnaefnis sé.
Ég er þess fullviss að afþreying hefur
mótandi áhrif á æskuna og mér finnst þvf
nauðsynlegt að barnaefni hafi fræðslugildi
en sé um leið skemmtilegt. Það er vandasamt
verk að semja gott barnaefni sem hentar öllum
vegna þess að áhugamálin eru mismunandi
frá einum einstaklingi til annars. En nú
er búið að gera Sollu stirðu að kyntákni.
Þessi titill hennar kemur skýrum skilaboðum
áleiðis til áhorfenda og endurspeglar um leið
brenglaða og óraunhæfa staðalímynd ungra
stúlkna og reyndar kvenna almennt. Nú hvílir
viss ábyrgð á Sollu sem sviptir hana æsku
og frelsi og breytir henni á ágengan hátt í
kynveru áður en hún er sjálf orðin fullþroska.
Þó tengist hlutverk hennar í raun og veru
Ragnheiður Helga Sæmundsdóttir
iér fiimst
ímynd atorku og heilbrigðis. Þetta finnst
mér gefa til kynna að áróðurinn sem á sér
stað í sambandi við útlit og kynþokka komi
víðar við sögu en æskilegt er. Solla stirða
þjónar með þessari nafnbót ekki lengur
tilætluðum tilgangi heldur undirstrikar enn
frekar þá ímynd sem stöðugt er hnykkt á
í samfélaginu í dag, þ.e. að ungt fólk eigi
að líta út og hegða sér á ákveðinn hátt
sem helst á að líkjast því sem við sjáum í
tímaritum og sjónvarpi. Þannig held ég að
dragi úr einstaklingsfrelsi og frumkvæði í
hugum annars efnilegs ungs fólks.
Hitt er annað mál að það vekur ævinlega
athygli mína og ánægju í hvert sinn sem ég
verð vör við að höfundar barnaefnis varpa
fram raunverulegri mynd af ástinni, sem
er gildishlaðið hugtak og stór hluti af lífi
okkar allra og um leið það fallegasta og
náttúrulegasta í samskiptum milli manna. Slík
lesning ætti að vera ungu fólki holl, fræðandi
og ekki síður forvitnileg og spennandi. En á
klámvæðing að fyrirfinnast í félagsmótandi
barnaefni? Hvað ættu börnin svo sem að vita
um sannleiksgildi þeirrar ímyndar sem Solla
stirða er látin endurspegla af kynþokka?
Mér er spurn, er þetta ekki mótsögn
við alla þá umræðu sem hefur verið svo
áberandi að undanförnu um kynferðislegt
ofbeldi gagnvart börnum? Sú barátta finnst
mér standa ansi höllum fæti gagnvart þeim
skilaboðum sem stöðugt herja á yngri
kynslóðina og grefur sig æ dýpra í huga
þeirra þar til ríkjandi ímynd um kynþokka
og líkamlega fegurð er orðin heilög og
sjálfsögð. Þess vegna finnst mér nauðsynlegt
að gæta að því hversu djúpstæð áhrif
barnaefni og meðferð þess af hálfu fjölmiðla
getur haft á ungt fólk. Það er rétt að gæta
að skynsamlegu siðferði þegar börn og
unglingar eiga í hlut. Börn mótast eins og
leir og lengi býr að fyrstu gerð. Þess vegna
er það sjálfsögð krafa að sýna nærgætni og
hafa aðgát í nærveru sálar.
Höfundur er nemandi í FG.