Börn og menning - 01.04.2006, Síða 5
viðtalið
5
Hætta á hruni
Meðal mælenda var Kristín Helga
Gunnarsdóttir barnabókarithöfundur.
Fyrirlestur sinn kallaði hún „Kjallari og fyrsta
hæð - hætta á hruni. Bóklestur barna -alvara
málsins." Undirrituð ákvað að taka á henni
hús og ræða við hana um efni fyrirlestursins
og um áhyggjur hennar af málkunnáttu
barna. Kristín Helga tók vel á móti gestinum
og þrír hundar fögnuðu með henni með
tilheyrandi hljóðum.
Við byrjuðum á því að ræða áhyggjur Kristínar
af minnkandi lestri barna á grunnskólaaldri,
barnanna sem hún beinir kröftunum að með
bókaskrifum sínum.
„Börn lesa svo miklu minna en þau gerðu
hér áður fyrr. Þegar ég byrjaði að skrifa fyrir
börn, fyrir tæpum tíu árum, var mjög gaman
að fara í grunnskólana og lesa upp fyrir
hópinn, þá voru mun fleiri sem svöruðu því
játandi að lesa sér til skemmtunar. Margar
hendur fóru á loft. Núna liggur við að fjöldi
þeirra sem njóta samverunnar við bókina sé
jafn fingrum annarrar handar."
Finnst þér minnkandi bóklestur eiga jafnt við
um bæði kynin?
„Ég hef tekið eftir því að mun færri
drengir en stúlkur rétta upp hönd. Það þykir
nefnilega ekki fínt hjá strákum að lesa, það
eru bara „nördar" sem liggja í bókum og
lesa. Strákum þykir ekki fínt að eiga bækur
í hillum, betra er að eiga stafla af DVD eða
tölvuleikjum. Til dæmis bað einn þrettán ára
piltur pabba sinn að geyma bækur fyrir sig
í bókahillunum frammi, þær nefnilega virka
svo nördalega í strákaherbergi. Ég heyrði líka
einu sinni útundan mér þessi orð: „Ekki segja
neinum að ég sé að lesa Njálu, mamma, mér
verður bara strítt." Það var tólf ára mær sem
þetta mælti."
Fyrst minnst er á bækur og bókahillur, þá
virðist ekki vera vinsælt að skreyta heimili sín
með bókum. Kristín Helga hefurvarpað þeirri
spurningu til áheyrenda sinna hversu margir
hafi bókasafn heima hjá sér og sorglega
fáir rétta upp hönd. Hún hefur dregið þá
ályktun, ómarktæka að hennar sögn vegna
óvfsindalegra vinnubragða, að bækur séu
að hverfa af heimilum. Bækur sjést ekki í