Börn og menning - 01.04.2006, Síða 10

Börn og menning - 01.04.2006, Síða 10
10 Börn og menníng en krakkarnir fara fær undirrituð að spjalla smástund við fjóra nemendur um bækur og lestur. ísak Grétarsson segist hafa mikið dálæti á Heimsmetabók Guinness eins og stendur en uppáhalds sögupersónan er Harry Potter. ísak les eitthvað sér til ánægju nánast á hverjum degi og oft eru það Syrpurnar. Það eru til nokkuð margar bækur heima hjá honum en aðallega barnabækur. ísak er með kort á Borgarbókasafninu í Sólheimum og þangað fer hann u.þ.b. einu sinni í viku til að ná sér í bók eða bara til að setjast niður og lesa. Honum finnst einmitt best að-lesa á bókasafninu því þar er svo friðsælt. ísaki finnst ekki skipta neinu máli að það séu myndir í bókum og nú er hann nýbúinn að læra að það er hægt að lesa aftan á bókarkápur til að fá hugmynd um innihaldið. Honum finnst kápurnar á Heimsmetabók Guinness og Gæsahúðarbókunum flottar. Hann gafst þó upp á að lesa Gæsahúð - álagagríman af því honum þótti letrið svo erfitt. isak semur stundum sögur og yrkir Ijóð í skólanum. Nýlega samdi hann sögu sem gerðist í ævintýralegum heimi þar sem allt var úr sælgæti: Þegar súkkulaðihöllin bráðnaði flúði fólkið sem var úr karmellum í burtu á brjóstsykursbílunum sínum. Nú halda eflaust margir að ísak sé mikill nammigrís en svo er víst ekki. Hann segist eiga heilmikið sælgæti heima hjá sér vegna þess að hann gleymi hreinlega að borða það. Arnór Jóhannsson heldur mest upp á Heimsmetabók Guinness og Artemis Fowl en Andrés önd er uppáhalds sögupersónan hans. Hann er með bókahillu í herberginu sfnu en þar eru aðallega Andrésblöð. Amma hans sem býr á heimilinu á hinsvegar mjög mikið af bókum. Arnór les oftast Andrésblöð á kvöldin. Hann vill treina sér Artemis Fowl því hún er svo spennandi. Hann fékk Bróðir minn Ijónshjarta í jólagjöf en er ekki búinn að lesa hana. Þegar Arnór var lítill var einstaka sinnum lesið fyrir hann á kvöldin en ekki lengur og yngra systkini hans vill ekki leyfa honum að lesa fyrir sig. Arnóri finnst alls ekki nauðsynlegt að hafa myndir í bókum og bendir á að t.d. séu engar myndir í Artemis Fowl. Hann kíkir stundum í bækur þótt honum finnist kápan Ijót en les ekki textann aftan á kápunni. Honum finnst öll Andrésblöð hafa flottar kápur. Best finnst Arnóri að lesa í sumarbústað eða í bókasafninu en sjálfur semur hann aldrei sögur eða yrkir Ijóð. Baidur B, Sveinsson heldur mest upp á bækurnar Silmerillinn og Leynilandið. Hann les nánast á hverju kvöldi áður en hann fer að sofa og oftast eru það Andrésblöð þótt mikið sé til af alls konar bókum heima hjá honum. Hann fer á Sólheimasafnið þar sem hann er með kort u.þ.b. tvisvar í mánuði til að ná sér í Syrpur. En hann les aldrei á safninu. Þegar Baldur var yngri var lesið fyrir hann á hverju kvöldi og einstaka sinnum ennþá. Sjálfur les hann upphátt fyrir foreldra sína þegar á að lesa í heimavinnu. Baldur vill helst hafa einhverjar myndir í bókum en hann velur ekki frekar þær bækur sem honum finnst hafa flottar kápur. Hins vegar forðast hann að taka bækur á söfnum ef þær eru sóðalegar, t.d. með slettum á síðunum. Stundum les hann aftan á bókakápur, t.d. Gogga og Grjóna af því að þar er fyndinn texti. Best finnst Baldri að lesa þar sem ekki er hávaði og Ben í Leynilandinu er uppáhalds sögupersónan hans. Sjálfur segist Baldur aldrei semja sögur eða yrkja Ijóð. Ingibjörg Eva Einarsdóttir heldur sem stendur mest upp á Úr bálki hrakfalla og Kafteinn ofurbrók er uppáhalds sögupersónan hennar. Hún les nánast á hverju kvöldi sér til skemmtunar og finnst

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.