Börn og menning - 01.04.2006, Blaðsíða 12
12
Börn og menning
bókmenntir
Arndís Þórarinsdóttir
Hin Ijúfsára þrá
Trumburnar hljóðnuðu þegar morrinn kom og klöngraðist upp hamrana. Hann gekk
rakleitt að brennunni og hlammaði sér þegjandi ofan á glæðurnar.
Það hvein og hvæsti í öllu og klettarnir hurfu í móðu. Þegar henni létti voru engar glæður
eftir lengur. Bara stór og grár morri sem blés frá sér ísþoku. Múmínsnáðinn hafði flúið
niður á ströndina. Hann greip í Tikku-tú og hrópaði:
„Hvað verður nú um okkur? Er morrinn búinn að slökkva á sólinni?"
„Engan æsing," sagði Tikka-tú. „Hann kom ekki til að slökkva eldinn, heldur til að hita sér,
vesalingurinn. En allt sem er heitt verður kalt þegar hann sest á það. Nú hefur hann enn
einu sinni orðið fyrir vonbrigðum. "1
Þessar línur úr Vetrarundri I Múmindal eru
að sumu leyti einkennandi fyrir bókaflokkinn
um múmínálfana. Allar fjalla bækurnar um
þrána eftir hinu ósnertanlega, langanir sem
ekki er hægt að færa í orð og hina þöglu
ógn. Óneitanlega sérkennilegt viðfangsefni
barnabóka, en frásögnin er svo indæl,
húmorinn svo lifandi og persónurnar svo
sannar að höfundinum tekst að draga upp
mynd af heiminum þar sem gapandi tómið
innra með okkur og vandræðagangurinn
sem fylgir því að vera lifandi verða að
ásættanlegum hluta tilverunnar, af því að
stundum skfn sólin og flest rekumst við öðru
hvoru á múmínmömmur.
Múmínálfarnir hafa verið hluti af æsku
Islendinga í tæp fjörutíu ár. Þeir birtast í
myndabókum, í sjónvarpinu og á borðbúnaði.
Þeir hafa runnið saman við veruleikann á þann
hátt að lífið væri óhugsandi án fillífjonka,
hattífatta og hemúla.
Tove Jansson, skapari múmínálfanna,
fæddist í Helsinki árið 1914. Foreldrar hennar
voru listamenn, faðir hennar myndhöggvari
og móðirin myndlistarmaður. Öll börn
þeirra hjóna lögðu fyrir sig listsköpun á
1 Jansson, Tove, 2003, bls. 54