Börn og menning - 01.04.2006, Síða 13
Hin Ijúfsára þrá
13
fullorðínsárum. Tove Jansson lærði myndlist
frá unglingsárum, í Svíþjóð, Finnlandi og
Frakklandi. Hún var Finnlands-Svíi og var
sænska því móðurmál hennar og eru flest
verk hennar upphaflega skrifuð á sænsku.
Þó svo að Tove Jansson hafi fæðst á
miklum umbrotatfmum í Evrópu átti hún
áhyggjulausa og hamingjusama æsku og
er það haft eftir henni að múmínbækurnar
séu endurangan þeirra Ijúfu æskudaga.
Tove starfaði lengi sem myndlistarmaður og
teiknaði mikið fyrir dagblöð. Hún öðlaðist
skammvinna heimsfrægð stuttu áður en
síðari heimsstyrjöldin braust út þegar hún
teiknaði mynd af Adolf Hitler i gervi öskrandi
ungbarns og leiðtogar helstu ríkja heims
stóðu áhyggjufullir á svip i kringum hann þar
sem þeir freistuðu þess að róa gríslinginn.
En heimsbyggðin þekkir Tove Jansson
vitaskuld helst fyrir múmínbækurnar. Fyrsta
bókin um múmínálfana kom út árið 1945
og sú síðasta þrjátíu og fimm árum síðar,
árið 1980. Bækurnar voru 13 í allt og þar af
hafa sex verið þýddar á íslensku, auk fjölda
smærri myndabóka sem unnar hafa verið
upp úr sögunum.
Tove samdi líka teiknimyndasögur um
múmínfjölskylduna fyrir breska blaðið The
Evening News frá árunum 1954 til 1959.
Þá tók bróðir hennar, Lars Jansson, við
seríunni og teiknaði hana allt til ársins
1975. Þessar teiknimyndasögur voru birtar
í Morgunblaðinu um árabil og ættu því að
vera mörgum íslendingum að góðu kunnar.
Það varð múmínvinum um allan heim mikið
fagnaðarefni þegar tilkynnt var nýlega að
þessar sögur ætti að gefa út á bók á
haustdögum 2006.2
Tove Jansson skrifaði ekki bara bækur
um múmínálfa. Eftir hana liggja einar
tíu skáldsögur ætlaðar fullorðnum auk
æviminninganna Dóttir myndhöggvarans
(Bildhuggarens dotter) sem ekki hefur verið
þýdd á íslensku.
Besti heimur allra heima
Bækurnar um múmínálfana fjalla um
múmínfjölskylduna og þá sem á vegi þeirra
verða. Múmínmamma, múmínsnáðinn og
múmínpabbi lifa sældarlífi í múmíndalnum
þó að vitaskuld lendi þau reglulega í
spennandi ævintýrum, sem þau taka með
stöku jafnaðargeði. Fyrsta bókin bar titilinn
Smátrollen och den stora översvámningen
sem mætti þýða sem Smáálfarnir og flóðið
mikla. Sú bók hefur ekki verið þýdd á íslensku,
enda vakti hún ekki nándar nærri jafnmikla
athygli og síðari múmínbækur. Þar er þó að
finna mikilvægar upplýsingar um forsögu
múmínfjölskyldunnar, þó að heimsmyndin
sem þar er lýst sé bersýnilega ekki fullmótuð.
Tove sagði síðar að bókina hefði hún skrifað
til að leiða hugann frá hinum voveiflegu
atburðum sem skuku Evrópu á því herrans
ári 1945. í bókinni segir frá múmínmömmu
og múmínsnáðanum sem eru á flótta undan
miklum náttúruhamförum. Jafnframt eru þau
að leita að múmínpabba sem múmínsnáðinn
hefur aldrei séð, en hann lagðist í flakk með
hattíföttunum áður en sonur hans fæddist.
Allt fer vel að lokum og múmínfjölskyldan er
sameinuð. f Ijós kemur að múmínpabbi hefur
iðrast gjörða sinna ákaft og lengi leitað þeirra
mæðgina. Um æsku múmínpabba má raunar
lesa í bókinni Ævi'mlnningar múminpabba
(Muminpappans bravader), sem er enn ekki
fáanleg á íslensku. Lesendur bókanna um
múmínálfana þekkja þó þetta rit af afspurn,
því múmínpabbi situr löngum stundum við
skriftir. Að vísu minnist hann ekki á árin
með hattíföttunum í bókinni því hann kveðst
ekki vilja setja ungum múmínálfum slæmt
fordæmi!
Þetta upphaf sagnabálksins um
múmínálfana ber ýmis einkenni sem síðar
áttu eftir að marka allan bókaflokkinn.
Barnasaga sem fjallar fyrst og fremst um
óáreiðanlega feður og yfirgefnar mæður
hlýtur að teljast nokkuð óhefðbundin. En
einsemd, angurværð, umburðarlyndi og hin
eilífa leit að hamingjunni eru þemu sem koma
fyrir í öllum sögunum af múmínálfunum.
Múmíndalurinneráóræðumslóðum.virðist
þó í ýmsu svipa til Finnlands - veturinn er
þungurogdimmurogsumrin indæl. Dalurinn
er yfrið fullur af alls kyns furðuskepnum og
nútímatækni virðist ekki vera nýtt nema að
takmörkuðu leyti - olíulampar eru notaðir til
lýsingar og húsið er kynt með eldiviði. En svo
2 Áætlaður útgáfudagur er 15. september og mun
bókin heita Moomin: The Complete Tove Jansson
Comic Strip I