Börn og menning - 01.04.2006, Qupperneq 15
Hin Ijúfsára þrá
15
sem les bókina Um tilgangsleysi allra
hluta af áfergju, allt í gegnum Pípuhatt
galdrakarlsins.
En það er í Eyjunnl hans múminpabba sem
list Tove Jansson nær hámarki og þar gengur
hún hvað lengst í því að ögra víðteknum
hugmyndum um hvað sé viðeigandi
umfjöllunarefni barnabóka. Of langt, að
mati sumra (kannski sér í lagi barnal).
Múmínpabbi er eirðarlaus og pirraður þegar
bókin hefst. Allt er leiðinlegt og fyrirsjáanlegt,
fjölskyldan þarf ekki á honum að halda,
tilveran ertilbreytingarlaus. Svo múmínpabbi,
múmínmamma, múmínsnáðinn og Mía litla
leggja upp í langferð og setjast að á eyðieyju
úti í reginhafi, þar sem allt er ömurlegt og
yfirgefið. Það fer ekki mikið fyrir atburðarás
í textanum, heldur er því lýst hvernig
einstakir meðlimir fjölskyldunnar takast á við
yfirþyrmandi aðstæður.
Og í þeirri ferð vingast múmínsnáðinn við
morrann.
Bækurnar um múmínálfana fjalla um
samskipti. Þær fjalla um það hvernig
fillffjonkur og hemúlar þurfa að læra að
búa saman, hvernig einn einstaklingur reynir
að ná sambandi við annan og skilaboð
farast á mis. Þær fjalla um það hvernig
fjölskyldumeðlimir þurfa að læra að umbera
hver annan, þrátt fyrir ólíkt
geðslag og mismunandi
lífsviðhorf.
Við fylgjumst með
múmínsnáðanum vingast
víð flakkarann Snúð, sem
er heillandi heimsmaður.
Snúður vill gjarna eyða tíma
með múmínsnáðanum en
neitar að láta binda sig.
Hann metur frelsi sitt ofar
öllu og múmínsnáðinn er
ævintýraf rásagnir þar sem lesandinn er leiddur
um heim múmínálfanna í skemmtilegum
félagsskap með hæfilegri spennu.
En það er ekki bara hamingja í
Múmíndalnum. Stemningin í bókaflokknum
breytist með Vetrarundri í Múmíndal.
Múmínsnáðinn vaknar nefnilega um miðjan
vetur, þegar allir múmínálfar eiga að vera
í djúpum vetrardvala. Hann vaknar, getur
ekki sofnað aftur og getur ekki heldur
vakið mömmu sína. Húsið er dimmt, hljótt
og ókunnuglegt og veröldin hefur tekið
á sig nýjan svip - ekkert er sem áður.
Og múmínsnáðinn þarf að takast á við
þessa nýju veröld, aleinn. Þessi ógn er
mun skelfilegri en nokkurt ævintýri - miklu
skelfilegri en halastjarnan sem stefndi á
jörðina í Halastjörnunni. Þessi barátta er háð
innra með bæði söguhetju og lesendum.
Múmínmamma vaknar ekki fyrr en allt er um
garð gengið og múmínsnáðinn hefur sigrast
á ógnum vetrarins sjálfur.
Hið innra hyldýpi
Flestir unnendur múmínálfanna eru sammála
um að morrinn sé einn best heppnaði óvættur
bókmenntasögunnar. Vitsugur, akademónar
eða hringvomar eiga ekkert í morrann.
Allar skepnur í Múmíndalnum eru hræddar
við þessa þöglu óvætt sem fylgist með
þeim úr fjarska. Morrinn er í aðalhlutverki f
upphrópunum, rétt eins og djöfullinn sjálfur
er í íslensku. Hann hefur þó aldrei gert
neinum mein, ekki beinlínis. En hann er
svo kaldur að allt frosnar og deyr í kringum
hann og ef hann situr á sama stað í meira en
klukkustund mun aldrei neitt vaxa þar aftur
af því að jörðin deyr úr hræðslu.
Múmínmamma býður upp á þá
alþýðuskýringu að morrinn sé eins og hann
er, ekki vegna þess að eitthvað hafi verið
gert á hlut hans, heldur frekar vegna þess að
„enginn skipti sér af honum. Og líklega man
hann það ekki og er ekkert að velta því fyrir
sér."4 En þrátt fyrir þessa sorglegu skýringu
hefur múmínmamma allan varann á gagnvart
morranum og áminnir múmínbarnið sitt:
„Það á ekki að tala við morra. Hvorki við
þá né um þá, svo að þeir vaxi ekki og fari
að elta mann. Farðu samt ekki að vorkenna
morranum. Þú heldur, að hann þrái birtu,
en það eina sem hann kærir sig um, er að
setjast á Ijósið, svo að það slokkni og geti
aldrei kviknað aftur."5
Þess má geta, lesendum til fróðleiks, að
morrinn er kvenkyns á frummálinu, og ekki
er Ijóst hvaða rök hnigu að því að breyta kyni
hans á íslensku. En kyn skiptir í sjálfu sér ekki
öllu máli í bókunum um múmínfjölskylduna
- ein af vinsælustu persónum bókaflokksins
er til dæmis af óræðu kyni, en þar á ég
vitaskuld við heimspekinginn bísamrottuna
4 Jansson, Tove. 1972. Eyjan hans múmínpabba, bls.
29. Steinunn Briem þýddi. Bókaútgáfan Örn og
Örlygur, Reykjavík. Hér eftir verður vísað í þessa bók
með nafni og blaðsfðutalí.
5 Eyjan hans múmínpabba. bls. 29.