Börn og menning - 01.04.2006, Blaðsíða 24

Börn og menning - 01.04.2006, Blaðsíða 24
24 Börn og menning Ég veit að nú þarf ég að vera sailarólegur Svo ég byrja að telja voðalega hægt og róiega: .Einn, tveir, þrir, sjö, fimmtán ..." Ég gef þeim sextíu og fjórar rusfnurl Við teljum þaer tvisvar svo allir fii jafnt. Þá iofa þeir að vera þagir og hljóöir og við heilsum glaðir: Gott kvöld. Hávaðaseggur, gott kvöld, Ólátabelgur, gott kvöld, Öskurapi! sé að eiga mörgæsamömmu eða fílamömmu en sér vankantana á mæðrum úr dýraríkinu. Þess vegna er lausnin á þessu raunverulega vandamáli kannski full ódýr þegar það leysist af sjálfu sér. Einhver besta bók sem skrifuð hefurverið um systkinakrísuna er Ég vil líka eignast systkin eftir Astrid Lindgren og þótt samanburður við einn besta barnabókahöfund fyrr og síðar sé kannski ósanngjarn þá sýnir sú bók að hægt er að kafa mun dýpra og nauðsynlegt er að skoða málið frá fleiri en einni hlið eigi bókin að hjálpa barninu sem lesið er fyrir að sætta sig við breyttar aðstæður. Verkið er þó bæði fallegt og skemmtilegt og óhætt að mæla með því. Gott kvöld Gott kvöld eftir Áslaugu Jónsdóttur er verulega flott bók. Vinur okkar á kápunni segir söguna sjálfur. Á fremri saurblöðum geta þau okkar sem kunna á klukku séð að hana vantar tíu mínútur í átta og á þeim aftari er klukkan átta. Sögutíminn er því tíu mínútur. Sagan segir frá því þegar pabbi rétt skreppur að sækja mömmu og strákurinn er einn heima í fyrsta skipti sem er auðvitað stór áfangi í lífi hvers barns. Sér til halds og trausts hefur hann bangsa en lítil hjálp er í honum því „[bjangsi hugsar um þjófa og vofur og myrkur og skrýtin hljóð. Bangsi vill alls ekki vera einn heima." Ýmsar skrítnar verur eins og hungurvofan, tímaþjófurinn, öskurapinn og hrekkjusvínið koma í heimsókn (látum liggja milli hluta hvort þau eru ímyndun stráksins, bangsa eða hreinlega til í raun og veru) og til að halda friðinn slær stráksi upp veislu. Snilldin í sögunni felst í því að Áslaug persónugerir ýmis myndræn hugtök eins og hrekkjusvínið (sem er auðvitað alvöru svín), óþekktarorma (sem eru snákar) og leiðindaskjóðuna (sem er hvorki meira né minna en handtaska). Með því að gera merkingu hversdagslegra hugtaka bókstaflega vekur hún athygli á tungumálinu og hvetur lesendur jafnframt til að velta fyrir sér fleiri orðum og reyna að átta sig á uppruna þeirra. í bókinni er leikið með mörk óttans, myndirnar eru fremur drungalegar en hlýir litatónar umlykja stráksa svo við vitum að honum er óhætt enda stenst hann hverja heimsókn með glæsibrag. Allt endar þetta vel, strákur fer í bólið þegar mamma og pabbi koma heim og verurnar læðast út. Stráksi sofnar (enda slapp svefnpurkan inn til hans) og eftir standa foreldrarnir sem skilja ekkert í veisluföngunum sem eru út um allt eldhús. Sem fyrr nýtir Áslaug myndabókaformið til hins ýtrasta svo úr verður falleg heild. Kápan og saurblöðin mynda sérheim. Á kápu birtast verurnar sem forvitnilegar skuggamyndir en krakkar hafa gaman af að rýna í þær og para skuggana við réttar verur. Á saurblöðum er klukkan sem áður hefur verið vikið að og orðalausfor- og eftirmáli sögunnar. Við sjáum pabba kveðja strákinn sinn og foreldrana velta vöngum þegar heim er komið. Umbrotið er smekklegt og eins og í ýmsum fyrri verkum sínum leggur Áslaug áherslur á hluta textans með leturbreytingum. Slíkt er vandaverk að gera svo vel fari en tekst hér fullkomlega. í þessari bók gengur allt upp og myndir og texti ættu að höfða bæði til barna sem lesið er fyrir og ekki síður foreldra sem alltof oft þurfa að lesa leiðinlegar bækur fyrir börnin sín. Hér leiðist engum. Þverúlfs saga grimma Þverúlfs saga grimma eftir Þorgerði Jörundsdóttur sigraði í samkeppni Æskunnar um myndskreytta barnabók fyrir unga lesendur. Texti þessarar bókar er lengri en í hinum en hún á þó meira sameiginlegt með myndabókum fyrir ólæs börn en bókum sem krökkum er ætlað að lesa sjálfum. Myndir gegna stóru hlutverki, auk þess sem í textanum er rím og ákveðinn rytmi sem nýtur sín ekki nema í upplestri fullorðinna eða annarra þjálfaðra lesenda. Hér er enn einn strákurinn í aðalhlutverki en í aukahlutverkum eru systkini, foreldrar og leikföng. Myndirnar eru Ijósmyndasamklipp og fyrirsæturnar fjölskylda höfundar. Strákurinn er í sjálfstæðisbaráttu, vill hvorki graut né ullarsokka og kallar sig Þverúlf grimma. Til þess að fá frið fyrir umhyggju foreldra sinna, systkinum og öðrum boðberum mannasiða heldur hann út í geim á pappageimfari þar sem draugageimverur og risaeðludrekar ráða ríkjum. Úti í geimnum temur Þverúlfur geimveruskrímslin en finnur að hann getur ekki treyst þeim og að þau muni sennilega éta hann ef hann sofnar. Hann leggur því sjálfstæðisbaráttuna á hilluna, alla vega um stundarsakir, og snýr heim á leið i siðmenninguna, leyfir pabba að hlýja tásunum og klæða sig í ullarsokka og mömmu að fylla magann af mat, áður en hann heldur lúinn í háttinn. Bókin sver sig nokkuð í ætt við hina klassísku Where the wild things are eftir Maurice Sendak en áhrifa þaðan gætir bæði í söguþræði og rytma í textanum. Úrvinnslan er þó með allt öðrum hætti. Hugmyndin að þessu verki erfrábær. Sagan

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.