Börn og menning - 01.04.2006, Side 27
Drekar, blökur, andar og óhugnaður
27
náttúruundri. Hins vegar kemur snemma í
Ijós að Filippía og John eru engin venjuleg
börn. Þau dreymir undarlegar sprungur og
fólk sem þau hafa aldrei séð og þau missa
vísdómstennurnar óvenju snemma (sem
kallast endajaxlar á venjulegri íslensku en
þýðandi heldur líklega í þetta hugtak til að
missa ekki merkingaraukann um viskuna).
Filippía og John reynast vera andar beint
úr ævintýraheimí sagnasafnsins 1001 nótt,
en þeir kallast djinn á frummálinu (en genie
á ensku, með hljóðlíkingu). Slíkir andar
reynast síðan skiptast í sex hópa, þrjá góða
og þrjá illa (sú skipting er ekki uppfinning
höfundar) en sem betur fer reynast systkinin
vera góðir andar og raunar gott betur,
þau eru í hópi öflugustu andanna af sínu
kyni. Það hefur í för með sér að þau þurfa
að yfirgefa heimili foreldra sinna og fara
í þjálfun hjá enskum frænda sínum sem
nefnist Nimrod og einnig er andi. Síðan
þurfa þau að aðstoða Nimrod við að hindra
að nýfundnir andar í Egyptalandi bætist í
hóp illu andanna.
Börn lampans minnir talsvert á bækurnar
um Harry Potter að því leyti að hún er
í gamansömum dúr og getur vart talist
óhugnanleg. Sagan er full af orðaleikjum og
alls konar skemmtilegum skírskotunum þar
sem nútíminn og 1001 nótt rekast á þannig
að sagan er á mörkum þess að vera satíra (eins
og Harry). Nostrað er við hvers kyns smáatriði
sem geta vel átt heima í barnaleikjum, eins
og til dæmis leit barnanna að máttarorði
sínu sem þau nota til að beita kröftum
sínum (sbr. Abrakadabra). Enn fremur eru
börnin í hálfgerðri starfsþjálfun (sem að
vísu er sérkennsla en ekki heimavistarskóli
enda bókin bandarísk) og hafa aðgang að
öflugum öndum sem styðja við bakið á
þeim og þeir hinir síðarnefndu sjá raunar
einir um að leika á versta anda Ifritanna,
Iblis, sem hefur yfirtekið annan líkama að
hætti Voldemorts í bókunum um Harry
Potter. Ofurmenni eru börnin því ekki. Það
eru drættír frá Sherlock Holmes og Phileas
Fogg í enska sérvitringnum Nimrod sem
að öðru leyti er í sígildu hlutverki þeirra
Gandálfs, Dumbledore og Obi Van Kenobi.
Honum fylgir einhentur þjónn og sá verður
holdgervingur þess vanda sem andarnir geta
valdið mönnunum með því að uppfylla óskir
þeirra.
Andamenntunin snýst ekki síst um að
reyna að hafa hemil á kröftum sínum og
einkum hæfileikanum til að uppfylla óskir
venjulegra manna (þeir eru ekki kallaðir
muggar í bókínni en hliðstæðan er skýr).
Má þar sjá hliðstæðu við hlutskipti venjulegs
unglings sem skyndilega stendur uppi hálfu
sterkari líkamlega en andlega. Engu að
síður fá börnin færi á að sanna ágæti sitt
í þrekraun og í bókarlok hafa þau fundið
sína fjöl sem efnilegir andar. Á hinn bóginn
kemur einnig fram að móðir þeirra ætti
að vera leiðtogi hinna góðu anda en hefur
hafnað hlutverki sínu. Eins er föðurnum
uppsigað við tengsl sín við anda og afneitun
þeirra skapar ákveðna spennu í flokkinn.
Gamansemin er aftur á móti ekki ríkjandi í
Dóttur ávítarans (Skammerens datter, 2000)
og Ávítaratákninu (Skammertegnet, 2001)
eftir dönsku skáldkonuna Lene Kaaberbol
(f. 1960) en þýðandi bókanna er Hilmar
Hilmarsson. Enda er söguhetjan ekki
nútímabarn frá New York heldur evrópsk
miðaldastúlka sem skyndilega er sótt úr
litlu þorpssamfélagi til Dúnark. Stór kastali
gnæfir yfir þröngum götum úr dæmigerðri
evrópskri miðaldaborg þarsem meðal annars
búa sútarar, skómakarar og apótekarar.
Söguhetjan Dína er lengi að átta sig á eigin
hæfileikum og skynjar sérstöðu sína fremur
sem fötlun en styrk. Hún lítur á sig sem peð
í valdatafli hinna voldugu - litla manneskju í
stórum heimi. Eins og John og Filippía herðir
hún sig þó upp og nær að skipta máli. Einnig
hún nýtur aðstoðar fullorðinna verndarengla
en þeir hafa ekki sama afl og Nimrod frændi
í Börnum lampans - raunar eru bækurnar
raunsæislegar að því leyti að hetjurnar eru
venjulegt fólk sem á í mesta basli við að
hafa betur og raunar felst sigur þeirra í
fyrsta bindinu (Dóttur ávítarans) í því að
komast lífs af. Rétt eins og kastalinn gnæfir
yfir borginni eiga góðu öflin í bókaflokknum
um ávítarann í fyrstu ekki roð við hinum illa
Drakan sem hyggst ríkja yfír þessum heimi.
Yfirnáttúrulegir hæfileikar Dínu eru ennþá
áhugaverðari en andahæfileikar Johns og
Filippíu. Hún er af kyni ávítara, kvenna sem
geta horft í augu annarra og fengið þá
til að skammast sín. Þessí hæfileiki vekur
auðvitað upp spurningar um eðli mannlegrar
samvisku og iðrunar og fyrstu bækurnar
tvær í flokknum njóta þess, þó að ekki
þyki mér hugmyndin fullnýtt. En öfugt við
tvíburana sem fyrst og fremst græða sjálf
á að vera andar og þurfa frekar að gæta
sín gagnvart öðrum er ávítarahæfileikinn
takmarkaður og vandmeðfarinn eiginleiki
sem að vísu getur gagnast Dínu en gerir
henni líka erfitt fyrir. Fram kemur að ávítarar
eru stundum brenndir á báli sem nornir og
fá þá ekki rönd við reist og raunar er sá
galli á þessari náðargáfu mæðgnanna að
höfuðandstæðingurinn Drakan er ónæmur
fyrir augnaráði ávítarans (í lok annarrar bókar
hefurenn ekki verið upplýst hversvegna). Eins
og kannski sést á þessari lýsingu eru sögurnar
um ávítarann kyrfilega staðsettar í evrópskri
fortíð þó að hvorki stundin né staðurinn
séu nákvæmlega skilgreind. Stundum fær
lesandinn tilfinningu fyrir Norðurlöndum
en stundum fyrir Bretlandseyjum, stundum
fyrir fjórtándu öldinni og stundum þeirri
átjándu.
í Ávítaratákninu er Dína sjálf aðeins
önnur aðalpersónan því að bróðir hennar
Davín er þar einnig í öndvegi. Bæði takast
þau á við nýtt hlutverk, hún hræðist eigin
ávítarahæfileika og bælir þá niður en hann
glímir við að vera sannur karlmaður sem
getur farið með blóði og brandi á hendur
óvinum sínum. Ekki er hægt að kalla þau
hetjurí neinum hefðbundnum skilningi þrátt
fyrir sæmilega útsjónarsemi; að sumu leyti
eru þau bæði að kikna undan kröfum
annarra og ekki síður eigin kröfum til sjálfs
sín þó að þau dansi ekki nógu mikið á
línu hins góða og illa til að geta talist
andhetjur. ( Ávítaratáknlnu vinnst sigur fyrir
keðju heppilegra tilviljana og samstöðu allra
góðra manna en einnig með því að Dína