Börn og menning - 01.04.2006, Side 28
28
Börn og menning
beislar sérstaka hæfileika sína og notar þá
rétt þegar mest á reynir.
Eragon eftir Christopher Paolini (f.
1983) kom út á ensku 2003 en er þýdd
af Guðna Kolbeinssyni. Þessi saga á það
sameiginlegt með ávítarabókunum að
hefjastá myndarlegu korti. í Dótturávítarans
eru kortin raunar fjögur - það fyrsta sýnir
heiminn þar sem sagan gerist en hin smærri
eindir hans. Líta má á þessi kort sem
skírskotun til Tolkiens þó að ekki hafi hann
fyrstur haft kort fremst í bók sinni, enda er
Lene Kaaberbol ófeimin að nefna Tolkien
sem áhrifavald. Kortið í Eragon er þó enn
líkara kortum Tolkiens, raunar svo líkt þeim
að nær engin leið er fyrir lesendur Tolkiens
að hugsa ekki til Miðgarðs. Hið sama má
segja um örnefnin á kortinu. Munurinn er
þó sá að á bak við örnefni Tolkiens lá mikil
hugsun og nákvæm tungumálagerð sem
sumir dást enn meira að en sögum hans.
Tungumálin hjá Christopher Paolini eru aftur
á móti miklu handahófskenndari og raunar
fremur hallærisleg frá íslensku sjónarhorni
enda fornnorrænu þar blandað saman við
fornensku og tilbúnar tungur.
Paolini er langumtalaðastur af
höfundunum sem hér eru til umræðu,
einkum vegna góðrar markaðssetningar og
þeirrar staðreyndar að fyrsta gerð Eragon
var samin þegar hann var 15 ára (sú gerð
sem kemur út á íslensku er aftur á móti
mjög aukin og endurbætt og kom fyrst út
á ensku þegar Paolini var 19 ára). Velgengni
Eragons hefur gert Paolini umdeildan og
gagnrýnendur hans hafa verið ófeimnir við
að benda á hvernig hann hafi stolið hinum
og þessum minnum úr Hringadrottinssögu
Tolkiens, frá Ursulu Le Guin og meiraðsegja
frá Stjörnustríði George Lucas. Það er
nokkuð til í þeirri gagnrýni. Eragon er
hálfgert samsull ýmissa áhrifa og fyrir utan
þau sem hér voru nefnd má sjá hliðstæður
og áhrif frá hvalkynjuðu skáldsögunni Dune
(1965) eftir Frank Herbert en aðalsöguhetja
hennar er ungur maður sem uppgötvar
að hann er útvalinn og þarf að halda út í
eyðimörkina að þroska sig fyrir baráttu við
illa valdaræningja. ( sjálfu sér er við því að
búast þegar um fyrstu skáldsögu tánings er
að ræða. Hinu verður svo einnig að halda til
haga að Eragon er prýðisgott samsull, raunar
ekki síður en bækurnar um Harry Potter.
Paolini ræður nefnilega yfir frásagnargáfu
og ákefð sem margur reyndari höfundur
mundi öfunda hann af, þó að hann sé varla
frumlegasti fantasíuhöfundur sem sögur fara
af. Enn fremur eru persónur hans kraftmiklar
og krefjast samúðar og áhuga lesenda.
Söguþráðurinn í Eragon minnir framan
af mjög á upphaf Stjörnustríðs: Eragon
er sveitastrákur frá afskekktu þorpi sem
þekkir ekki föður sinn en býr hjá frænda
sínum. ( nágrenninu býr hversdagslegur
sagnaþulur sem í raun er verndari hans
og öllu merkilegri en hann sýnist. Þessum
heimi er stjórnað af illu Veldi en keisari þess
lætur illa þjóna sína drepa frænda Eragons.
Þannig er drengurinn rifinn upp með rótum
og hann á þann einn kost að leggja af stað
í leiðangur að hefna frænda síns, ásamt
sagnaþulinum Brom sem í raun er annar
og meiri en virðist í fyrstu. Allt er þetta
nauðalíkt Stjörnustríði og eins og í þeirri
sögu á Eragon síðar eftir að komast f raun
um að hann er hvorki einkabarn né heldur
er faðir hans dáinn. Þó að þetta komi ekki
fram í fyrstu bókinni heldur í framhaldinni
Eldest mun fáum Stjörnustríðsaðdáendum
koma það á óvart. Ósanngjarnt er þó að
saka Christopher Paolini um að stela frá
George Lucas, báðir endursegja einfaldar
goðsagnir um stríð góðs og ills og um átök
feðra og sona, til dæmis Seifs og Krónosar
eða Óðins og jötnanna. Og þessar einföldu
goðsögur reynast í báðum tilvikum gott
söguefni. Ferðalag Eragons er ekkert síður
spennandi en samsvarandi ferðalag Fróða
og Sóma í Hringadróttinssögu. Ekki leynir
sér heldur að hér er þroskasaga á ferð. Rétt
eins og Gauntsystkinin þurfa að æfa sig í að
vera andar og Dína í ávítarahlutverkinu hefur
Eragon sína náðargáfu. Hann reynist vera
drekariddari, síðasti meiður af gömlum stofni
sem áður fór með völdin í heiminum en
hefur nú farið halloka fyrir keisaranum (ekki
ósvipað og jedi-riddararnir í Stjörnustríði).
Og rétt eins og tvíburasystkinin og Harry
Potter þarf hann að nema hjá meistara til að
fullkomna gáfur sínar.
Hér kemur hins vegar að því sem er nýtt og
spennandi og frumlegt í Eragon. Saga þessa
undrabarns hefst þegar hann finnur drekaegg
og úr því klekst síðan dreki sem heitir Safíra
sem síðan verður varla skilin frá Eragon, er
nánast eins og fylgja hans (hver veit nema
Paolini hafi líka lesið sögur Philip Pullmans þó
að ekki séu tengslin þar á milli yfirþyrmandi).
Samband þeirra Eragons er einstakt - þau
geta rætt saman með hugsanaflutningi og
Eragon þarf ekki síst að læra á Safíru og
þann kraft sem hún færir honum og er
ekki ósvipaður Mættinum í Stjörnustríði.
Drekar eru yfirleitt fulltrúar hins illa og hins
annarlega í ævintýrum og ævintýrasögum (til
dæmis í Dóttur ávítarans) og þess vegna er
hressandi fyrir lesendur að þurfa núna loksins
að læra að skilja dreka í félagi við Eragon. Og
með þessum skemmtilega viðsnúningi tekst
táningnum þrátt fyrir allt að koma á óvart.
Sams konar viðsnúningur setur svip
sinn á Silfurvæng (Silverwing, 1997) eftir
Kanadamanninn Kenneth Oppel (f. 1967),
en Rúnar Helgi Vignisson þýðir hana og
gefur út. Söguhetjan er raunar ekki dreki
heldur skepna sem okkur þykir væntanlega
flestum álíka óyndisleg, leðurblaka. Strax
á fyrstu síðunni fylgjum við Skugga litla
leðurblöku á bjölluveiðum og neyðumst
þannig til að samsama okkur kvikindi sem
er okkur að öllu jöfnu framandi. Síðan fáum
við innsýn í heim Skugga og nýlendu hans
en eins og í Börnum lampans, Eragon og
Dóttur ávitarans er Skugga snögglega kippt
úr öryggi bernskunnar þegar hann verður
viðskila við móðurina og hina Silfurvængina.
Hann er þó ef til vill sú söguhetja sem helst er
gerandinn í sínu ævintýri (en Dína ávítaradóttir
líklega síst) því hann er frá öndverðu fullur
af glannaskap, óþekkt og óánægju með
eigið hlutskipti, eins og heyrir aldri hans til.
Unglingsstaða hans er raunar óvenju skýr
því að hjá Silfurvængjunum eru ungarnir