Börn og menning - 01.04.2006, Síða 29

Börn og menning - 01.04.2006, Síða 29
Drekar, blökur, andar og óhugnaður 29 fyrst með konunum en síðan sameinast þau karlblökunum í Vetrarhíði. Sagan fjallar öll um krókaleið Skugga þangað. Hún er ekki eina ferð unglings til fullorðinsára sem reynist full af ógnum, erfiðleikum og farartálmum. Skuggi er óvenju smávaxin blaka en líka sérstakur að ýmsu öðru leyti. Til að mynda er hann fullur ævintýraþrár og viðskilnaður hans við móðurina og nýlenduna er að verulegu leyti honum sjálfum að kenna. Enn fremur er hann föðurlaus og grunar að faðir hans hafi verið sérstakur, þar sem hann hafði fengið hring hjá mönnunum. í sögunni eru leðurblökur sem hafa verið merktar af mönnunum eins konar leiðarminni en aldrei kemur skýrt fram hvaða tilgangi merkingarnar þjóna enda eru þær túlkaðar á ýmsan hátt af blökunum sjálfum. Skuggi er sannfærður um að hann hafi sérstakt hlutverk en hann er þó eina söguhetjan í þeim bókum sem hér er fjallað um sem ekki er fullvíst að hafi náðargáfu sem greini hann frá öðrum. Kannski er það sannfæring hans sjálfs um eigin sérstöðu sem ræður frekar úrslitum um að hann nær að lokum að verða sú hetja sem hann dreymir um. Eða næstum því. Á leiðinni kynnist Skuggi öðrum blökum og fljúgandi kvikindum af ýmsu tagi, þar á meðal uglum sem eru helstu óvinir blakanna. Mikilvægust er þó Skærvængurinn Marína sem hefur hrakist frá eigin nýlendu vegna þess að hún hafði fengið hring frá mönnunum. Hún er þannig dæmi um annarleika sem vekur tortryggni, andúð og útskúfun. Þau Skuggi verða félagar í ævintýrinu en því er haldið opnu um hvað síðar gerist milli þeirra. Þá kynnast þau stórri leðurblöku úrfrumskógi suðursins. Sá heitir Goti og hefur verið handsamaður af vísindamönnum og haldið í hálfgerðu fangelsi. í fyrstu tekur sögumaður sér stöðu með honum í fangavistinni en síðan kemur í Ijós að í friðsömu norðrinu er Goti ófreskja og hann verður síðan helsti andstæðingur Skugga og Marínu ( sögunni. Lesendur eiga þó erfitt að túlka söguna sem baráttu góðs og ills þar sem allar sögupersónurnar fylgja eigin náttúru og Goti er fórnarlamb líka þar sem honum hefur verið rænt úr eigin heimi. Það dregur þó alls ekki úr óhugnaðinum sem af honum stafar. Oppel hefur greinilega ákveðið að halda öllu opnu því að Goti lifir fyrstu bókina af og mun greinilega birtast aftur. Minnið um sérstaka unglinginn kann í fyrstu að virðast fremur ógeðfellt. Það mætti ætla að þar Sé verið að kynda undir gamlar og úreltar hugmyndir um kónga og annað afburðafólk sem náttúran eða almættið hafi valið til að skara fram úr. En eðlilegra er kannski að skilja hina afbrigðilegu hæfileika táknrænum skilningi og líta á minnið sem hluta þroskasögunnar. í lífi unglingsins er umbreyting hans yfirþyrmandi staðreynd. Barnið er skyndilega orðið að 190 sentimetra karlmanni sem færi létt með að tuska til þá sem honum er ætlað að hlýða. Eða konu sem er jafn fullorðinsleg í vextinum og mamma sín og hálfu stærri. En innst inni er barnssálin þó ekki alveg horfin og þess vegna þykir unglingum iðulega fátt skemmtilegra en að leyfa sér að hverfa aftur til bernskunnar með öllum tiltækum ráðum. Fyrir unglinginn er skyndileg stærð hans yfirþyrmandi staðreynd og hana má tákngera í yfirnáttúrulegum eiginleikum eins og getu til að uppfylla óskir, til að geta horft f augu fólks og fengið það til að iðrast eða hæfileikanum til að tala við dreka. Miðað við risavaxna hæfileikana verður unglingurinn í þessum sögum sjálfur smár, rétt eins og unglingar eru í þeirri skrýtnu stöðu að finnast þeir svolítið minni en þeir eru. Þannig upphefur snilligáfan ekki þann sem hana hefur heldur dregur þvert á móti fram smæð hans og við þessa smæð þurfa Eragon, Dína, Filippa og John öll að berjast. Líka unglingsstrákurinn Davín og leðurblakan Skuggi þó að þar fléttist inn í metnaður og hugsjón um mikilvægt framtfðarhlutverk. Feður og óvættir Allar þessar þroskasögur snúast annars vegar um flókin sambönd í fjölskyldu en hins vegar skrímsli. Þetta minni er gamalt í þroskasögum allt frá dögum goðsagnarinnar um Sigurð Fáfnisbana, unglinginn sem einn er nógu óttalaus til að drepa drekann og ríða vafurlogann. Unglingareru stöðugtað berjast við skrímsl og samkvæmt Fáfnisbanasögninni eru þeir betur til þess fallnir en við hin. Unglingareruóttalausirásinnhátt, kærulausir, fúsir að taka áhættu og leika sér að lífinu. Á hinn bóginn dauðhræddir við að hafa sig að fífli, við niðurlægingu og félagslegt vanmat sem eldra fólki verður að lokum sama um. Þeir eru eiginlega fyrst og fremst hræddir við sjálfa sig. Það er ekki líkamlegur ótti eins og sá sem drekinn táknar. Þess vegna eru samskiptin við skrímslin stundum einfaldari en samskiptin við þá nánustu. ( sögunni um Sigurð er drekinn táknmynd óttans og þess vegna drepur óttaleysi Sigurðar hann næstum sjálfkrafa. í Fáfnismálum segir síðan frá því þegar Sigurður hefur drepið drekann og lendir í spurningakeppni við deyjandi dýrið. Þá reynir hann að vera sniðugur en kann ekkert á drekann; drekar eru oft snjallir enda hafa þeir iðulega lifað mjög lengi. Unglingurinn er hins vegar aldrei sniðugur en samt öfundsverður því að hann skilur ekkert nema það eitt sem skiptir máli. Þess vegna getur hann drepið drekann. Þegar Sigurður er búinn að drepa drekann þarf hann hins vegar að drepa fóstra sinn líka og svo að Ijúga að konu sem hann hefur legið hjá og fljótlega er hann kominn í mestu vandræði. Hetjan reynist ekkert kunna á flókin tilfinningamál eða skyldur fullorðins fólks. Þannig að niðurstaðan er að líklegra sé auðveldara fyrir unglinginn að drepa dreka en að vera fullorðinn. Það er kannski engin furða að fantasíubókmenntir af þessu tagi höfði til unglinga. Þær eru ein leið til að fjalla um þá stöðu sem unglingurinn er í en hefur þó alla jafna síst af öllu áhuga á að ræða um (unglingar móðgast iðulega ef þeir eru kallaðir unglingar) og skrímslið leikur lykilhlutverk f táknsögugerðinni. í sögunum sem hér hafa verið ræddar hafa skrímslin mjög fjölbreyttar og flóknar táknrænar skfrskotanir og ekki endilega af sama tagi og drekinn Fáfnir. Það hafa foreldrarnir raunar líka. í Börnum lampans er fyrst engu líkara en að börnin séu sjálf skrímslið í sögunni og það er ekki síst vegna viðbragða foreldra þeirra

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.