Börn og menning - 01.04.2006, Qupperneq 31

Börn og menning - 01.04.2006, Qupperneq 31
Drekar, blökur, andar og óhugnaður 31 sé ekki skrímsli í hefðbundnum skilningi. Candy yfirgefur fjölskyldu sína fyrir heim skrímslanna ogsnýrekki afturí fyrstu bókinni. Skrímslaveröldin er í staðinn óðum að verða heimili hennar. Þar sem veröld Abarats er eins konar draumaheimur (en ekki endilega í jákvæðum skilningi) mætti segja að þar sé skrefið yfir í veruleika táknmyndanna stigið til fulls. Eins og hér hefur verið sýnt fram á þrífast hins vegar allar sögurnar sem hér er fjallað um á táknmyndum þar sem óvættir og fjölskyldumeðlimir eru í margræðu sambandi. Textaglíman Áður var minnst á það hvernig þessar sögur takast allar á við áhrifamikla eldri texta. Það hefur raunar verið áberandi einkenni á þýddum unglingabókum síðari ára og sýnir kannski best áhrif póstmódernismans: höfundar vita orðið mjög vel af áhrifum og forðast þau síður en svo heldur glíma við þau á skapandi hátt og gjarnan með eins konar viðsnúningi. Ljónadrengurinn kallast þannig á við bækurnar um Dagfinn dýralækni eftir Hugh Lofting. Konungur þjófanna snýst um tilbrigði við stefið um Pétur pan. Gallabuxnaklúbburinn sækir afl sitt til hefðar þar sem saman fléttast Hrokiog hleypidómar eftir Jane Austen og Litlarkonur Louise May Alcott. Og bent hefur verið á að Abarat sækir margt til Galdrakarlsins i Oz. Bækurnar fjórar sem hér hafa verið ræddar vísa einnig flestar á einhvern hátt til fornra texta. Tilvísunin er til miðalda (eða öllu heldur til tímans fyrir stórborgamyndun og iðnbyltingu) í Ávítaratákninu og Eragon en til klassískrar fornaldar f Börnum lampans og Silfurvæng. Óljósust eru áhrifin í Ávítaratákninu. Lene Kaaberbol hefur sjálf nefnt Tolkien og Ursulu Le Guin sem áhrifavalda (sjá m.a. heimasíðu hennar, http:// www.kaaberboel.dk) en Kenzíættin og orðið „Hálendingur" skapa líka hugrenningatengsl við Walter Scott og þegar betur er gáð er umfjöllunarefnið svipað og í ýmsum sögum hans, þar sem takast á hraustir en svolítið frumstæðir ættbálkahöfðingjar og fjarlægt konungsvald. Ákveðinn munur er á þessari bók og Dóttur ávítarans að þessu leyti því að sú síðarnefnda gerist að mestu í borginni Dúnark sem minnir á borgir miðalda, áður en þær fóru að stækka verulega og kastalarnir hættu að vera algjörlega yfirþyrmandi. Eragon býr til miklu hreinræktaðri miðaldaheim, eins og einnig var gert í Hringadróttinssögu og hinum fjölmörgu arftökum hennar (því að Tolkien bjó til heila bókmenntagrein þó að hann hefði kannski sjálfur fremur kallað sögu sína nýstárlegt afbrigði sögulegra skáldsagna). Þar takast annars vegar á huglægur og forn kraftur sem að þessu sinni tákngerist í drekariddurunum en hins vegar nútímaleg vélhyggja hins illa keisara sem er fulltrúi ríkismyndunar og stjórnskipulags þar sem tengsl eru ekki jafn einstaklingsbundin. Bent hefur verið á sömu andstæður hjá Tolkien (þar sem Sarúman er helsti fulltrúi vélhyggjunnar) og ennþá skýrari eru andstæðurnar í Stjörnustríði George Lucas þar serri náið samband við hinn forna, lífræna og huglæga Mátt skiptir öllu máli en nútímamaðurinn tákngerist í hinum vélræna Svarthöfða sem að vísu hefur Máttinn en er þó vörður hins nútímalega keisaraveldis og getur sjálfur ekki lifað nema inni í svartri dós. Vinsældir Stjörnustríðs benda sterkt til þess að nútímamanninum sé í raun fremur uppsigað við tæknihyggjuna, skynsemistrúna, ófrelsið og reglurnarsemfylgt hafa vísindabyltingunni og iðnvæðingunni. Nútímamaðurinn hefur einna helst trú á sjálfum sér í Ijósum júdóbúningi um það bil að öðlast eins konar nirvana hinnar fullkomnu sjálfsstjórnar og afneitunar en veit samt af sér illum, asmaveikum og föstum inni í svörtu ólífrænu hylki. Það er engin tilviljun að hin frjálsu öfl í Eragon hafast við í fjöllunum - eins og raunar líka í Ávítaratákninu. Náttúran og siðmenningin halda áfram að takast á í ævintýrunum en munurinn er kannski sá að í gömlu ævintýrunum var náttúran hættuleg en núna er ekki lengur um annað að ræða en að standa með henni gegn siðmenningu sem hefur farið út af sporinu. Líta má á Börn lampans sem satírísk tilbrigði við 1001 nótt en um leið kynningu á þessum undursamlega textaheimi sem börn nútímans hafa kannski misst samband sitt við, nema helst í gegnum vélstrokkaðar Disneymyndir á borð við Aladdin. Börn lampans þrífst á tilvísunum bæði í þessa veröld og hugmyndina um Egyptaland almennt. Egyptaland og píramídarnir voru áberandi í vestrænum bókmenntum í kringum mikla fornleifafundi þar á fyrri hluta 20. aldar. Seinustu 30 ár hefur riddaramenningin verið meira í forgrunni. Það verður áhugavert að sjá hvort ritröð P.B. Kerr tekst að vekja áhuga á 1001 nótt og hvort honum tekst að halda sama dampi í bókaflokknum - en næsta bók mun víst þegar komin út samkvæmt vefsíðu hans (pbkerr.com) og glíma börnin þar við Bláa andann frá Babýlon. Samt er ég ekki frá því að Kenneth Oppel nái að rista einna dýpst í viðræðunni við fornan texta í Sllfun/æng. Textinn sem hann tekst á við er stutt dæmisaga Esóps, sem snerist um stríðið milli fugla og skepna. Samkvæmt Esóp fylgdu leðurblökurnar hentistefnu í því stríði og veittu þeim lið sem gekk best hverju sinni. Þegar friður var saminn skeyttu báðir aðilar skapi sínu á leðurblökunni og hún var dæmd til lífs í eilífu myrkri, hálfgerðrar útlegðar úr heimi Ijóssins. Svona er sagan ekki í Silfurvæng. Samkvæmt eigin goðsögnum neituðu leðurblökurnar einfaldlega að berjast og vildu hvorugum stríðsaðilanum liðsinna. Þegar friður var saminn voru þær sakaður um heigulshátt og sviksemi. Ekki kannast blökurnar þó sjálfar við hentistefnuna sem lýst er í sögu Esóps. ( þeirra gerð fylgir sögunni enn fremur Loforðið mikla sem hin góða Noktúrna veitti leðurblökunum en samkvæmt því mun útlegð leðurblakanna létta einn dag og þær fá að njóta sólarljóssins. Hinn forni texti myndar hér ekki aðeins ramma fyrir andstæður verksins (eins og í Eragon) eða verður að stefi sem semja má gamansöm tilbrigði við (eíns og í Börnum lampans) heldur teflir Kenneth Oppel fram nýrri goðsögu gegn hinni gömlu, svipað og Svava Jakobsdóttir gerði í Gunnlaðar sögu eða Timothy Findley í umtalaðri bók sinni um Nóaflóðið, Not Wanted on the Voyage. Óneitanlega er hér á ferð ferskur andblær í sögum um unglinga og það verður gaman að sjá hvernig bókaflokkurinn þróast. Við losnum kannski aldrei alveg við unglinginn í sjálfum okkur. Þess vegna getum við haldið áfram að lesa sögur um unglinga. Sögurnar sem hér um ræðir eru raunar ekki síður áhugaverðar fyrir fullorðna lesendur þó að þær fjalli ekki á sama hátt um hlutskipti þeirra. Það verður forvitnilegt að sjá hvaða áhrif þær reynast hafa á rithöfunda framtíðarinnar. Höfundur er doktor I miðaldabókmenntum.

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.