Börn og menning - 01.04.2006, Blaðsíða 33

Börn og menning - 01.04.2006, Blaðsíða 33
Pabbi les 33 kumpánana Láka, Stubb og Tralla, og er óhætt að segja að þessar bækur hafi haft mikil áhrif á mig í æsku. Nú vil ég helst lesa þetta tríó á hverju kvöldi og sárnar hálfpartinn þegar Dagbjartur fúlsar við því. Stubbur lendir í einelti eldri og leiðinlegri bræðra en tekst með góðmennsku sinni að sanna sig. Uppáhald Dagbjarts í bókinni er setningin „Farðu burt, heimski hundur", sem hann hlær alltaf að. Láki er líka með tæran boðskap; að það sé mun betra í Iffinu að vera góður en vondur. Foreldrar Láka jarðálfs eru illskan uppmáluð en kyssa hann þó á morgnana. Hann heldur upp á jörðina og leggur líf sænskrar vísitölufjölskyldu ( rúst. Á endanum, eftir 721 illverk, gefst hann upp og snýr sér að góðverkunum. Þá er hann ekki lengi að verða að normal Svía og er tekinn inn í fjölskylduna. Lítið er gert úr tilfinningum blóðforeldra hans við sonarmissinum, en hverjum er svo sem ekki sama um tilfinningar meintra illmenna? Spyrjið bara Bandaríkjastjórn. Erfiðara er að greina boðskap f Tralla- bókinni, enda væri hún seint skrifuð í dag, hálf rasísk sem hún er. Kyrrahafseyja-negrar fá ekki háa einkun og ekki heldur Tralli sem er greinilega inúíti með skott. Þetta lið gerir víst ekkert nema að sofa og dansa. En nú er ég kannski að alhæfa og það borgar sig ekki að segja meira því ekki vill maður fá bókaútgáfuna Björk upp á móti sér. Dagbjartur hefur líka gaman af Tralla í hófi, sérstaklega þegar hrjótandi Tralla hefur skolað á land og negrarnir koma hlaupandi. Nóg til Bækur um Tomma togvagn og hinn síbyggjandi Bubba hafa verið í uppáhaldi hjá syninum en eru vonandi á útleið enda hundleiðinlegar bækur. Dagbjartur er byrjaður að hafa gaman að Herramönnum og Einari Áskeli, sem er góð þróun því það eru nokkuð skemmtilegar bækur. Svo er veröldin auðvitað full af góðum barnabókum og ég hlakka hreinlega til þegar Dagbjartur verður orðinn stærri og þroskaðri. Hlakka til að lesa með honum Múmínálfabækurnar (sem ég missti alveg af í æsku), bækur Lindgren og hvað þetta heitir allt saman. Nóg er til, sýnist mér. Síðast en ekki síst verður gaman að koma honum upp á bragðið með Tinna, sem er toppurinn, sérstaklega vegna glæsilegra þýðinga Lofts Guðmundssonar. Ég sé fyrir mér mörg ár í viðbót lesandi við rúmstokkinn og það er góð tilhugsun. Höfundur er pabbi.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.