Börn og menning - 01.04.2006, Síða 38
38
Börn og menning
Úr s
I I
iðjm höffMwdar
Björk Bjarkadóttir
jr
i
Mánudagur 6. febrúar 2006
2.01 Alexander, sex ára sonur mínn,
stendur í dyragættinni. Svefndrukkin
get ég ekki annað en brosað í myrkrinu
er ég sé hann koma hlaðinn. (annarri
hendi heldur hann á litlum kodda og
tuskumús og í hinni á stórum kodda
og glasi. Augnabliki síðar klofar hann
yfir mig og leggst í rúmið mitt.
6.06 Da da da... Eva, eins árs dóttir mín, er
vöknuð. Ma ma ma... Svo koma fleiri
hljóð. Da da da...
6.25 Drattast á fætur. Hugsa um allt sem
ég þarf að gera í vinnunni. Guð,
hvernig á ég að vera skapandi í dag?
9.05 Komin í vinnuna eftir að hafa gefið
Evu graut, skipt á bleiu, dregið
Alexander frá legókörlunum sínum,
hjálpað honum í föt, smurt nesti,
sagt hundrað sinnum: „Þú verður
að flýta þér, þú ert of seinn, borða
matinn, halda áfram." Hver kannast
ekki við þetta? Að koma börnunum
sem hafa ekkert tímaskyn út úr húsi.
Þau skilja ekki af hverju þau geti ekki
búið til karl úr seríósinu eða teiknað
geimflaug í rólegheitum.
Ég er komin á vinnustofuna þegar ég sé að ég
er í öfugri peysunni, í blettóttum buxum og
hef bara sett maskarann á efri augnahárin.
Andskotinn. Jæja, vona að enginn taki eftir
því. Erfitt, þar sem ég deili vinnustofu með
sjö öðrum hönnuðum í „bóheimhverfi"
Oslóborgar. „Basta illustrasjon og design",
heitum við.
Við erum öll sjálfstæðir atvinnurekendur
en deilum húsnæði og hugmyndum. Þreytan
hverfur yfir kaffibolla og alltof mörgum
súkkulaðibitum.
Hvað bíður mín í dag? Ég vil helst hafa
nokkur ólík verkefni í gangi í einu. Hafa
marga bolta rúllandi, hlaupa á eftir og ýta
aðeins áfram. Heilræði mömmu frá því ég
var að lesa undir próf sem krakki hefur
ætíð fylgt mér. Ef hausinn var orðinn fullur
af orðum, sagði hún mér að hætta að lesa
og leyfa heilanum að vinna úr þeim. Hann
héldi áfram að vinna þótt hann tæki ekki
lengur við upplýsingum. Þannig hef ég alltaf
unnið. Ef mér finnst ég ekki komast áfram
með eitt verkefni, hætti ég og byrja á næsta
og tek svo aftur upp þráðinn seinna. Ég vil
helst mála, teikna, skrifa og vinna í tölvunni
á hverjum degi. í dag þarf ég til dæmis
að ganga frá texta fyrir nýja barnabók
og gera skissur. Ég þarf að ganga frá
myndskreytingu, teikna myndir í skólabækur
og skanna inn og ganga frá hönnun á fána.
Humm, var það eitthvað fleira? Jú, svo ætla
ég í leikfimi. Er búin að vera á leiðinni frá því
fyrir jól en það virðist einhvern veginn aldrei
vera tími. Kannski á morgun, eða í næstu
viku eða kannski á næsta ári? Ég geng bara
heim úr vinnunni og geri magaæfingar í
kvöld ...
Oft fæ ég þessa sígildu spurningu:
„Hvaðan færðu allar hugmyndirnar
að bókunum þínum?" Maður reynir að
svara eins og allir hinir og svarið er ekkert
sérstaklega frumlegt. Hugmyndirnar koma
alls staðar frá, mest úr mínu daglega lífi
og tengjast oft börnunum. Hugmyndin að
Mamma er best kom þegar ég var ófrísk af
Evu og gat ómögulega haldið á Alexander
í fanginu þegar ég las fyrir hann á kvöldin.
Hann var reyndar ekkert reiður, tók því með
jafnaðargeði og settist bara við hliðina á
mér. Ég var hins vegar vonsvikin og saknaði
þess að hafa hann ekki í fanginu. Maður
þarf ekki að fara langt til að fá hugmyndir.
Bara það að loka augunum og hugsa fær
mann til að finna upp á ýmsum hlutum
í kollinum. Ég á það líka til að vakna að