Börn og menning - 01.04.2006, Síða 40

Börn og menning - 01.04.2006, Síða 40
40 Börn og menning Áslaug Jónsdóttir tilnefnd til IMorrænu barnabókaverðlaunanna 2006 í ár tilnefnir Félag skólasafnakennara Áslaugu Jónsdóttur til Norrænu barnabókaverðlaunanna 2006 af íslands hálfu. Áslaug er tilnefnd sem höfundur og myndlistarmaður fyrir bókina Gott kvöld sem kom út fyrir síðustu jól. l' bókinni er I sögð saga af ungum dreng sem bíður \ einn og óttalaus heima stutta stund en I bangsi hræðist allar þær furðuverur sem berja að dyrum. Áslaug sýnir enn á ný hve góður höfundur og myndlistarmaður hún er, en myndir og texti haldast í hendur og skapa í senn fallega og skemmtilega heild. Edda - útgáfa hf. gefur bókina út og unnið er að þýðingu hennar á tvö erlend tungumál. Áslaug Jónsdóttir hefur skrifað og myndskreytt fjölmargar bækur fyrir börn og hlotið margvíslegar viðurkenningar á þeim vettvangi, m.a. viðurkenningu Fræðsluráðs Reykjavíkur 2000 fyrir framlag til myndskreytinga í barnabókum og einnig er hún á heiðurslista IBBY-samtakanna. Fyrir Goff kvöld hlaut hún Dimmalimmverðlaunin, íslensku myndskreytiverðlaunin, í lok síðasta árs. Hér á eftir verður fjallað stuttlega um aðra höfunda og verk sem tilnefnd eru. Danir tefla fram Josefine Ottesen, eins og sl. ár, fyrir bókaflokk um Krigeren, þriggja binda flokk sem gerist á víkingatímum. Odd er í upphafi sögunnar þræll á eyju gyðjunnar Berkana, en elur með sér draum um að verða stríðsmaður konungs. Josefine Ottesen heldur úti vef um bókaflokkinn, www.krigeren.com, og hefur að auki skrifað fjölmargar barnabækur. Finnar tilnefna Annika Luther fyrir bókina Ivoria. Ivoria er leikur sem Sidiki- fjölskyldan finnur upp til að stytta sér stundir á meðan hún bíður eftir dvalarleyfi í Finnlandi eftir hrakninga um Evrópu. Alphonse, elsti sonurinn, nær að flýja þegar lögreglan kemur og handtekur aðra fjölskyldumeðlimi. Hann á í fá hús að venda, þar til hann hittir stúlkuna Unu Alexöndru Mikkonen, og vinátta þeirra veldur straumhvörfum í lífi þeirra beggja. Af hálfu Noregs er Eirik Newth tilnefndur fyrir bókina Hvorfor dar vi?. Newth er stjörnufræðingur að mennt og hefur

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.