Börn og menning - 01.04.2006, Síða 41

Börn og menning - 01.04.2006, Síða 41
Norrænu barnabókaverðlaun 2006 41 hlotið viðurkenningar fyrir fræðistörf og skrif fræðibóka fyrir börn. f þessu verki veltir hann fyrir sér tilraunum mannsins til að skilja dauðann með hjálp trúarbragða og heimspeki, en einnig rekur hann vitneskju manna um dauðann, hvernig og hvers vegna við deyjum. Svfar tilnefna Stefan Casta fyrir unglingabókina Náktergalens sáng. Casta hefur sl. tuttugu ár helgað sig aðaláhugamáli sínu, náttúrunni. Hann hefur gert fjölmargar fræðslumyndir fyrir börn og fullorðna og hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir verk sín. í bókinni sem tilnefnd er fjallar hann um samspil manns og náttúru, en lýsir einnig afdrifaríkum vetri í lífi tveggja ungmenna, sveitapiltsins Victors og stórborgarstúlku sem allt í einu birtist í Södra Visunda. Hún segist heita Esmeralda - eða Alice - og allt breytíst í friðsælli veröld Victors við komu hennar. Enginn er tilnefndur frá Færeyjum í ár. Norrænu barnabókaverðlaunin eru heiðursverðlaun sem samtök norrænna skólasafnakennara standa að. Þau hafa verið veitt um árabil og þrisvar fallið fslandi í skaut: 1992 hlaut Guðrún Helgadóttir þau fyrir bókina Undan illgresinu, 2003 komu þau í hlut Kristínar Steinsdóttur fyrir bókina Engill I Vesturbænum og 2005 hlaut Ragnheiður Gestsdóttir þau fyrir höfundarferil sinn með sérstakri áherslu á Sverðberann. Dómnefnd fundar í byrjun maí og verðlaunin verða afhentá bókamessunni í Gautaborg nk. haust. Fulltrúi íslands í dómnefndinni er Þóra Sjöfn Guðmundsdóttir, skólasafnskennari í Langholtsskóla.

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.