Studia Islandica - 01.06.1958, Qupperneq 7

Studia Islandica - 01.06.1958, Qupperneq 7
GABRIEL TURVILLE-PETRE Um Óðinsdýrkun á íslandi. Formálsorö. Ritgerð þessi er byggð á fyrirlestri, sem ég flutti í Reykjavik í október 1957 í boði Háskóla Islands. Mér er mikil ánægja að þakka háskólanum og rektor hans, dr. Þorkeli Jóhannessyni, fyrir vinsamlegt boð og gestrisni og fyrir yndislega daga, á meðan ég dvaldist á Islandi. Ég vil líka þakka mörgum góðum mönnum, sem veitt hafa mér aðstoð, með- an ég var að semja ritgerðina. Vinur minn, dr. Einar Ól. Sveins- son, hefir góðfúslega lesið handritið yfir og komið með margar nytsamlegar athugasemdir, og kann ég honum beztu þakkir fyrir. Ennfremur vil ég þakka dr. Birni Sigfússyni háskólabókaverði og dr. Steingrími J. Þorsteinssyni prófessor, sem hafa leiðbeint mér í mörgu. Oxford í janúar 1958. G. Turville-Petre. Þegar lesin eru hin goðfræðilegu og sagnfræðilegu rit, sem skrifuð voru á fslandi á miðöldum, hljóta menn að taka eftir andstöðu. Þegar við lesum Snorra-Eddu, er bersýnilegt, að Snorri hefir talið Óðin voldugastan og fremstan guða í heiðnum sið. Samkvæmt Snorra er Óðinn æðstur allra goða, ,,sá Óðinn ok hans brœðr [Vili og Vé] munu vera stýrandi himins ok jarðar.“ Óðinn heitir öðru nafni Al- fgðr: „lifir hann um allar aldir ok stjórnar gllu ríki sínu ok ræðr gllum hlutum, stórum ok smám.“ Auðséð er, að þegar Snorri lét skrifa þessar seinustu setningar, hefir hann verið undir áhrifum kristilegra hugmynda um guð almáttugan, og af þeim ástæðum hefir Óðinn orðið enn þá voldugri í hans augum en hann hefir nokkurn tíma verið í augum heiðinna manna. En snúum okkur að Sæmundar-Eddu, sem var aðal- heimild Snorra. Þar verður svipað uppi á teningnum.

x

Studia Islandica

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.