Studia Islandica - 01.06.1958, Síða 12

Studia Islandica - 01.06.1958, Síða 12
10 hann hljóti að vera Ullur.i En ef svo væri, myndi eið- stafurinn vera tóm orð í munni íslendinga, af því að þeir hafa varla haft skýrar hugmyndir um hinn eld- gamla guð Ull. Ég get ekki fallizt á þessa skoðun, en ég mun ekki fara lengra út í þetta að sinni,- En aðrir fræðimenn, og þeirra á meðal ýmsir hinna fremstu, hafa svarað hiklaust, að með orðunum „hinn almáttki áss“ sé átt við Óðin.3 Óhugsanlegt er, segja þeir sumir, að menn ættu að vinna hinn helgasta eið, eið að baugi, án þess að kalla Óðin til vitnis. Hér á eftir mun ég reyna að sýna fram á, hvort þessi ályktun sé rétt. Satt að segja gefa heimildir varla í skyn, að Óðinn hafi verið dýrkaður á Islandi. Menn hafa gizkað á, að Víga-Glúmur hafi dýrkað Óðin, en óvíst er það og má !) Sjá grein Hermanns Pálssonar í Skírni 1956, bls. 187—192. Helztu rök fyrir kenningu Hermanns virðast vera þau, að sam- kvæmt AtlakviÖu (32) hefir Húnakonungurinn Atli svarið eið „at hringi Ullar“. Ekki er loku fyrir það skotið, að í augum sumra þjóðflokka hafi Ullur verið æðstur guða, en, að því er virðist, hefir dýrkun hans verið bundin við mjög takmörkuð svæði, aðal- lega Austur-Noreg og Mið-Svíþjóð, þar sem varðveitt eru örnefni samsett með Ull- og Ullinn. Auðséð er, að sú dýrkun hefir dáið út mjög snemma. Sjá N. Lid, Nordisk Kultur XXVI (Religions- historiet, 1942, bls. 115 og áfram. Sú hugsun, að Ullur hafi verið guð baugeiðsins, hefir vakað fyrir öðrum mönnum, t. d. G. Dumé- zil (Mythes et dieux des Germains, 1939, bls. 39—40), sem kemst mjög gætilega að orði: „Ullr garantit, parfois au moins, le baug- eidhr, le serment sur l’anneau: il n’y a aucune raison de revo- quer en doute le texte formel qui l’affirme (Atlakviða 32... á pro- pos du „parjure" d’Atli).“ Að öðru leyti er Dumézil óákveðinn um þetta mál. 2) Ég get ekki heldur fallizt á skoðun Jakobs J. Smára (Skírnir 1936, bls. 161), sem heldur því fram, að hinn almáttki áss sé ein- hver þokukennd, ósýnileg guðvera eins og „hinn ríki ... sá er öllu ræðr“, sem getið er um í Völuspá (í Hauksbókartextanum). Skoð- un Jakobs J. Smára er byggð að miklu leyti á athugasemdum, sem Andrew Lang gerði um trúarhugmyndir frumstæðra þjóð- flokka í Ástralíu. s) Sá, sem bezt og ýtarlegast hefir skrifað frá þessu sjónar- miði, er J. de Vries, Contributions to the Study of Othin (Folklore Fellows Communications XXXIII, 2, No. 94, 1931), sérstaklega bls. 46 og áfram. Sbr. de Vries, Altgermanische Religionsgeschichte (önnur útgáfa) II, 1957, § 441 og tilvitnanir; ennfremur Finnur Jónsson, GoÖafrœÖi Norömanna og fslendinga, 1913, bls. 43.

x

Studia Islandica

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.