Studia Islandica - 01.06.1958, Síða 15

Studia Islandica - 01.06.1958, Síða 15
13 steinn íslenzkra bókmennta er að mestu leyti skáld- skapur, tilbúningur höfundar. En þar með er ekki sagt, að höfundurinn hafi búið sögu sína til úr engu. Hann hefir lýst lífsháttum Islendinga í heiðnum sið, eins og hann þekkti þá úr rituðum bókum og munnmælum. Hann hefir lagt áherzlu á sambandið á milli hestsins og Freys. Þetta nána samband er vel þekkt úr öðrum íslenzkum heimildum, eins og Ólafs sögu Tryggvasonar í Flateyjarbók. Sem frjósemdarguð var Freyr guð uppskerunnar. Norðmenn hafa drukkið minni hans til árs. Islendingar hafa stundað kvikfjárrækt og fiskveiðar meir en akur- yrkju og voru ekki háðir uppskerunni á sama hátt og frændþjóðir þeirra í Noregi og Svíþjóð. Því er engin furða, þótt miðaldahöfundar Islands gæfu í skyn, að Freyr væri aðallega guð Svía. Islendingar, sem unnu eið að baugi, ákölluðu líka Njörð. örnefnið NjarÖvík, á tveimur stöðum á Islandi, ber vitni um dýrkun Njarðar. Snorri segir um Njörð: „Á hann skal heita til sæfara ok til veiða.“ Hann hefir verið guð auðæfa og sjávarafla. Að uppruna var Njörð- ur guð frjósemdar, eins og Freyr, og var Vanaættar. Sagt er í íslenzkum heimildum, að hann væri faðir Freys og Freyju, en upprunalega hefir hann líklega verið móðir þeirra, af því að Nerthus, sem Tacitus ræð- ir um á fyrstu öld eftir Krists burð, var ekki guð, held- ur gyðja. Hún var kölluð Móðir Jörð. Ég efast ekki um, að fleiri guðir og gyðjur hafi verið dýrkuð í hofum og hörgum á Islandi, þó að erfitt sé að leiða rök að því úr heimildum. En hvað um Öðin, sem er æðstur allra goða? Er hugsanlegt, að Islendingar hafi ekki dýrkað hann? Á Islandi eru hvorki örnefni né mannanöfn, sem minna á Óðin, en samt er Óðins getið í íslenzkum bók- menntum oftar en nokkurs annars guðs. Þetta ósam- ræmi má skýra á ýmsan hátt.

x

Studia Islandica

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.