Studia Islandica - 01.06.1958, Page 16
14
Mynd Óðins er margbrotin, en meðal annars er hann
guð skáldskapar. Ljóðskáld eitt, sem orti í kristnum
sið, á elleftu öld, kallar enn þá kveðskapinn hið „helga
full Hrafnásar“. Þegar Ólafur Tryggvason neyddi Hall-
freð vandræðaskáld til að hafna heiðnum goðum, sakn-
aði hann Óðins mest.
Sigurður Nordal hefir lýst hugarferli Egils Skalla-
Grímssonar, eins og hann kemur fram í kvæðum hans
sjálfs.1 Sem sonur íslenzks bónda hafði Egill ekki verið
alinn upp við Óðinsdýrkun, en hefir líklega dýrkað Þór,
Frey og Njörð. En undir áhrifum stórhöfðingja í Nor-
egi, sem stóðu í nánu sambandi við konungana Harald
og Eirík blóðöx, hefir Egill farið að dýrka Óðin; hann
lærði allt, sem Óðinsdýrkun hafði í sér fólgið.
Hvergi kemur hin brennandi ást á Óðni skýrar í
ljós en í kvæðinu Sonatorreki, þar sem Egill ávítar
fvlltrúa sinn, sem hefir yfirgefið hann og tekið syni
hans frá honum. Við getum ekki sagt, að önnur íslenzk
skáld hafi dýrkað Óðin með eins mikilli ástríðu og Eg-
ill, en auðséð er, að hann hefir skipað virðulegt sæti
í hugmyndum þeirra um goðheiminn. Nóg er að minn-
ast hinna fjölmörgu kenninga, þar sem nafn Óðins er
fólgið, t. d. Yggjar bál, ViÖris veðr, Óðins haugr. Þeg-
ar skáldin notuðu orðatiltæki af þessu tagi, hafa þau
sjálfsagt hugsað um þennan dularfulla, hræðilega guð.
Það gæti verið freistandi að álykta, að íslenzku skáld-
in hafi haft aðrar trúarhugmyndir en alþýðan. Sú skýr-
ing myndi vera ófullkomin, að ekki sé meira sagt.
Nú er kominn tími til að snúa sér frá Islandi og leita
að rökum annars staðar, en erfitt er að vita, hversu
langt skal leita. 1 ritgerð, sem hinn hollenzki fræði-
maður J. de Vries birti fyrir nokkru, hélt hann því
fram, að ekki væri hægt að skilja trúarbrögð germ-
i) Islenzk menning 1,1942, bls. 170 og áfram; sbr. ritgerð Sig-
urðar Nordals „Átrúnaður Egils Skalla-Grímssonar“ í Skírni
XCVIII, 1924, bls. 145 og áfram.