Studia Islandica - 01.06.1958, Page 20

Studia Islandica - 01.06.1958, Page 20
18 Þeim er lýst í mörgum heimildum, sem eru mismun- andi að aldri, og því er erfitt að fá glögga mynd af þeim. Við, sem ekki erum lærðir í austrænum bókmenntum, verðum að treysta niðurstöðum sérfræðinga. Eins og ég hefi þegar sagt, eru æðstu guðirnir í eldri indverskum goðsögnum tveir, Mitra og Varuna, og menn hafa oft ávarpað þá sem Mitra-Varuna, eins og þeir væru eitt og hið sama. Sagt er, að þeir eigi að tákna tvær hliðar hins æðsta valds. 1 goðheimi eins og á jörðu fara tveir með æðsta valdið, konungurinn og presturinn. Þessir tveir guðir, Varuna og Mitra, lifa í samlyndi, þó að þeir séu gjörólíkir að skaplyndi.1 Varuna er hinn hræðilegi guð í skýjunum. Af eigin rammleik, eða fyrir tilstilli njósnara sinna, sér hann allt og veit allt. Hann er ósigrandi, en hann fer aldrei í orustu; hann er galdrameistari og merkilegur að útliti; hann er gul- eygður, sköllóttur og haldinn líkþrá; hann er haltur og styðst við staf;2 auðvitað er hann fjarska gamall. Þessi mynd, sem Dumézil dregur af Varuna, er reynd- ar sambræðsla, tekin úr mörgum heimildum, sem eru mismunandi að aldri. En ekki er um það að villast, að Varuna líkist Óðni í mörgu. Óðinn er blindur eða ein- eygður, en samt sér hann um alla heima úr hásæti sínu Hliðskjálf. Af skyggni sjálfs sín eða fyrir tilstilli njósn- ara sinna, hrafnanna tveggja, veit hann allt. Hann er ósigrandi, en fer aldrei í orustu fyrr en í ragnarökum. Hann er margbrotinn að skaplyndi, en að flestu er hann illur. Hann er guð hinnar leyndu speki og dauðans, leiðtogi Einherja, hinna framliðnu hetja. Með öðrum orðum líkist hann Varuna í því, að hann er ekki guð þessa heims, heldur annars heims. 1) Sjá G. Dumézil, Mitra-Varuna. 2) Sjá G. Dumézil, Mythes et dieux des Germains, bls. 28. A. Hillebrandt lýsir Varuna ýtarlegar í Vedische Mythologie III, 1902, bls. 3 og áfram.

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.