Studia Islandica - 01.06.1960, Page 15

Studia Islandica - 01.06.1960, Page 15
13 ur Benónísdóttir, Vopnafirði (II 347—53, ekki þó alltaf), hdr. úr Skaft. (I 70), Páll í Árkvörn (III 70). Brottfall samhljóða Samhljóð milli tveggja annarra samhljóða falla brott meðal annars hjá Magnúsi Bjarnasyni á Hnappavöllum, öræfum, (gvmrar fyrir „gimbrar" III 436) og Tómasi á Gróustöðum (sama, IV173). 1 hdr. af Vestfjörðum frá sr. Guðmundi Gísla Sigurðssyni (ekki þó með hendi hans) er ritað guðs krisni fyrir „guðs kristni“ (III468), en það er ritað „eftir bók Gísla Gíslasonar á Fitjum“. Jón Árna- son þjóðsagnaritari (af Skagaströnd) ritar sjálfur svar- bláum fyrir „svartbláum“ (I 58) og Þórður Magnússon gullsmíðanemi frá Hvammi, Dal., bwrveru fyrir „burt- veru“ í hdr. frá árinu 1726 (í sögunni af Finnu forvitru, II 369). Jón á Gautlöndum skrifar vankvæði fyrir „vand- kvæði“ (I 501), Magnús Einarsson á Klyppsstað í Loð- mundarfirði Surlu fyrir „Surtlu“ í Grýluþulu (III 285), Páll í Árkvörn gilna fyrir „gildna“ (nh., III 354), og í hdr. Jóns á Akurhúsum í Garði stendur hardfilni fyrir „harðfylgni“ (III 148). Sigmundur Long ritar hörslandi fyrir „Hörgslandi“, bæjarnafn í V.-Skaft. (III 376—7), Páll í Árkvörn sjálsagt fyrir „sjálfsagt" (III 393), einnig hálhoraðir fyrir „hálfhoraðir“ (III 278) og norlingar fyrir „Norðlingar“ (III 277). Hjalti á Ósi ritar kvert fyrir „hverft“ (III 603) og Hróbergi fyrir „Hrófbergi“ (III 587). Flest er þetta í samræmi við framburð manna enn í dag. Nefhljóð hefur fallið brott í Hálsá [svo!], sem Magnús Grímsson skrifar fyrir „Hólmsá“, en raunar er sagan skrifuð „eftir hdr. séra Jóns Þórðarsonar“. Átt er hér við Hólmsá í Skaftártungu sem nú gengur venjulega und- ir nafninu Hólsá meðal Skaftfellinga og Rangvellinga, en áin kemur upp á afréttamótum þeirra og Skaftártungu-

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.