Studia Islandica - 01.06.1960, Qupperneq 17
15
dæmi ekki rakin hér, enda eru þau alþekkt miklu eldri en
hdr. þjs.
st rst ðst
Alþekkt er að skólanemendur nú á dögum riti hæðstur
fyrir ,,hæstur“ í ýmsum fallmyndum orðsins, og er það í
samræmi við almennan framburð. Þessi ritháttur kemur
allvíða fram í hdr. þjs., m. a. hjá Magnúsi Grímssyni úr
Borgarfirði syðra (III112), í hdr. frá sr. Eiríki Kúld, ekki
með hans hendi (III4 og 232, „úr Breiðuvík undir Jökli“),
Ólafi í Purkey (I 36), sr. Jóni Norðmann sem var upp-
alinn í Skag. (III 609), sr. Sveinbirni Eyjólfssyni sem var
úr Breiðafirði (III 216), Jóni Sigurðssyni í Njarðvík,
Múl. (III 237), Sigmundi Long (III 350) og fleirum.
Sami ritháttur er og algengur í orðinu „stærstur“,
sem þá er ritað stœðstur eftir framburði. Þessi rit-
háttur orðsins í ýmsum föllum kemur m. a. fyrir hjá
Jóni Borgfirðingi (II 205), Sigurði í Möðrudal (III 608),
Birni á Finnsstöðum (III 316), Sumarliða Brandssyni
(III198), Guðmundi Guðmundssyni á Miðskeri, A.-Skaft.
(II 185) og enn í hdr. úr öræfum (III 262).9
Segja má að yfirleitt falli r brott í framburði stafa-
sambandsins rst, þannig að „bursti“ er borið fram busti,
„fyrstur“ fistur, ,,stærstur“ stæstwr eða stœðstur og svo
framvegis. Ýmis merki um þetta má finna í þjóðsagna-
handritum. Bustarfell er alltíður ritháttur fyrir „Burstar-
fell“, t. d. hjá Jóni á Gautlöndum (I 15—16), Sigmundi
Long (III 380), í hdr. „austan úr Vopnafirði“ (III 591)
og víðar. Hjalti á Ósi skrifar bœjarbustinni (III 587).
Ýmis fleiri dæmi mætti nefna um þennan rithátt, st fyrir
rst, en það er tilgangslítið, þar sem vitað er að þessi fram-
burður er algengur um land allt og hefur lengi verið.
Oft má finna dæmi um rithátt öfugan við þennan. T. d.
mun ritháttur Jóns í Steinum ætíð vera fleirstir fyrir
„flestir“ í öllum föllum orðsins, einnig fleirst fyrir „flest“
(t. d. III12, 415 og víðar). Sami ritháttur kemur einnig