Skákblaðið - 01.12.1936, Page 42

Skákblaðið - 01.12.1936, Page 42
86 SKÁKBLAÐIÐ að sjá um, að sérstaklega álitlegum skákmönnum sé gert hægra fyrir með að liækka í tigninni með því að stytta þá leið, sem þeir þurfa annars að fara. Þanriig varð t. d. á síðasta ári að taka á lista þýzkra skákmeistara nöfn, sem menn varla þektu eða höfðu heyrt, — unga skákmenn, sem höfðu vakið á sér al- menna eftirtekt vegna ágætra sigra —. Þeir stukku yfir mörg reynsluþing og voru meira að segja þátttakendur í þýzka Olympiumótinu, eins og t. d. Michael frá Niirnberg og Ernst frá Gelsenkirchen. íslenzku þátttakendurnir í Olympiumótinu munu kannast við þá. Islenzki skákheimurinn hefur kanske gaman af að vita, að ég hefi orðið að ganga í gegnum öll þau reynsluþing, sem krafist er til þess að komast hátt — einnig þau minstu. Nú nægir það alls ekki að maður nái einu sinni á æfinni í meistaratitil, heldur verður maður að verja hann ár frá ári í hörðum bardögum. Nú sem stendur eru þýzkir skák- meistarar yfirleitt taldir meðal þeirra beztu og um leið er það sönnun fyrir réttmæti þessa fyrirkomulags. Auk þýzkra meist- araflokksþinga eru einnig haldin alþjóðaþing. Þau eru í hvert skifti mælikvarði á skákstyrkinn. Jafnvel þó að svona mörg þúsund séu nú í þýzka skáksam- bandinu, þá er það þó aðeins lítill hluti allra skákvina i Þýzka- landi. Þeir eru álitnir vera 1 til 2 miljónir. Hingað til hafa það aðeins verið skákmenn, sem iðka skák sem sport, sem hafa reynt sig í einvígum og á þingum. Ennþá bíða mikil verkefni lausnar. En þegar sambandið hefur kveðið niður alla hleypi- dóma um þessa göfugu íþrótt og þegar sérhver skilur, hvað það er að tefla skák, þá höfum við náð takmarkinu: Skák þjóðar- íþrótt Þýzkalands.

x

Skákblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skákblaðið
https://timarit.is/publication/1555

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.