Fréttablaðið - 10.03.2021, Síða 12

Fréttablaðið - 10.03.2021, Síða 12
Áætlanir sýna að þetta sé að spara okkur um 50 prósent í útgjöldum við að halda uppi slíku starfi fyrir okkar fremsta íþróttafólk. Dagbjartur Hall- dórsson, afreks- stjóri Skíðasam- bands Íslands 1 0 . M A R S 2 0 2 1 M I Ð V I K U D A G U R12 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKÍÐI „Þetta er fyrsta ár okkar í þessu verkefni og reynsla okkar af þessu hingað til hefur verið afar góð. Við sjáum fyrir okkur að hægt sé að stækka þetta verkefni  og höfum meðal annars rætt að bæta snjóbrettum við þetta og jafn- vel skíðagöngu,“ segir Dagbjartur Halldórsson, afreksstjóri Skíða- sambands Íslands, aðspurður út í Lowlanders, verkefni sem snýr að alþjóðlegu skíðaliði sem Skíðasam- bandið tekur þátt í. Ísland kemur að verkefninu ásamt Belgíu, Dan- mörku, Hollandi, Írlandi og Lúxem- borg og keppir liðið víðs vegar um Evrópu. Í dag eru fjórir Íslendingar í liði Lowlanders, þau Fríða Kristín Jónsdóttir, Gauti Guðmundsson, Georg Fannar Þórðarson og Katla Björg Dagbjartsdóttir. „Undanfarin ár hafa einhverjir Íslendingar fundið sér lið á erlendri grundu sem eru í eigu einkaaðila. Það kostar peninga að taka þátt í því, en þetta er á allt öðrum for- sendum. Þetta er samkomulag milli sex þjóða sem eru í þessu verkefni og eru með þjálfara í föstu starfi við að vinna með okkar fulltrúum,“ segir Dagbjartur og nefnir sem dæmi að Sturla Snær Snorrason er hluti af liði sem er í eigu bandarísks manns og Hólmfríður Dóra Frið- geirsdóttir er hluti af sænsku liði. Þjóðirnar deila kostnaðinum sem fylgir rekstri slíks liðs sín á milli eftir fjölda fulltrúa og er það því undir Skíðasambandinu komið hversu margir taka þátt hverju sinni. „Samkomulagið er að hvert sam- band greiðir hlutfallslega eftir því hversu marga fulltrúa þeir eiga í liðinu hverju sinni. Það eru þrír möguleikar sem standa til boða. Það er hægt að vera í þessu á fullu sem tryggir 120-150 skíðadaga á ári. Svo er hægt að vera í þessu í 70% hlutfalli eða hægt að koma inn þegar tækifæri gefst, til dæmis fyrir stakar æfingaferðir eða mót. Svo ef það hentar ekki á einhverjum tíma- punkti að senda fólk af okkar hálfu í þetta verkefni getum við dregið okkur í hlé í einhvern tíma. Á sama tíma er mikið öryggi að hafa sex þjóðir inni í þessu sem gerir fjár- hagslegan bakgrunn verkefnisins sterkan. Það skiptir því ekki máli ef einhver þjóð ákveður að minnka umsvif sín eitt árið.“ Aðspurður segist Dagbjartur áætla að þetta fyrirkomulag spari um 50-60 prósent af því sem myndi kosta að vera með einstaklinga upp á eigin spýtur  í sambæri- legum verkefnum. Á sama tíma hafa Íslendingar verið að ná betri og betri árangri í skíðabrekkunum undanfarnar vikur. „Það væri mun dýrara að halda þessu úti á eigin forsendum, með afreksfólk og þjálfara úti á okkar snærum. Áætlanir sýna að þetta sé að spara okkur um 50 prósent í útgjöldum við að halda uppi slíku starfi fyrir okkar fremsta íþróttafólk. Þetta er mun ódýrari kostur og gerir okkur kleift að gera þetta. Í þessu tilviki náum við að samnýta hlutina betur og okkar afreksfólk fær að æfa og keppa við bestu aðstæður með einstakling- um á sama getustigi. Það  skiptir gríðarlega miklu máli og virðist vera að skila góðum árangri. Auð- vitað erum við árangursdrifin og stefnum að því að ná árangri með landsliðsfólkið okkar. Þegar við sjáum okkar fólk vera að taka fram- förum og ná betri úrslitum hvetur það þessa stefnu áfram.“ Dagbjartur tekur undir að þetta geti líka framlengt ferilinn hjá okkar fremsta skíðafólki. „Það er styrkur í því, fyrir ungt og upprennandi skíðafólk, að sjá þessa leið og sjá að ef það stendur sig vel verður þessi farvegur í boði.  Um leið getur þetta framlengt fer- ilinn. Skíðaíþróttin er dýrt sport sem  einstaklingar hafa hingað til þurft að borga úr eigin vasa til móts við styrkina frá okkur. Með þessari leið er hægt að lækka þann kostnað og styðja betur við bakið á okkar fólki. Í skíðaíþróttinni eru f lestir að toppa frá 24-30 ára og þetta gæti reynst mikilvægur liður í því ferli.“  Þetta er um leið önnur leið fyrir ungt og efnilegt skíðafólk sem áður hefur iðulega farið til Bandaríkj- anna og æft skíði meðfram námi.  „Bandaríska leiðin hefur reynst mörgum vel en í Evrópu færðu mun f leiri skíðadaga, bæði æfinga- daga og mót,“ segir Dagbjartur og segist feginn að það hafi tekist að halda aftur af smitum.  „Sem betur fer hefur tekist vel að sinna sótt- vörnum og koma í veg fyrir smit. Það eru strangar reglur í liðinu og okkur hefur tekist að forðast smit.“ Í aðdraganda Vetrarólympíu- leikanna á næsta ári á Dagbjartur von á að það fjölgi jafnvel í hóp Íslendinga í hópi Lowlanders á næsta skíðatímabili en verið er að vinna í því að undirbúa næsta tímabil innan Skíðasambandsins. „Næsta skíðatímabil hefst í vor og við erum að leggja drög að næsta keppnistímabili. Það er stórt keppnisár þar sem Ólympíuleik- arnir standa upp úr. Ég  á frekar von á því að við bætum í og gefum f leirum tækifæri á þessu.“ kristinnpall@frettabladid.is  SPORT ÓLYMPÍULEIK AR  Japanskir f jöl- miðlar greindu frá því í gær að stjórnvöld í Japan hefðu ákveðið að meina áhorfendum frá öðrum lönd- um aðgang að Ólympíuleikunum og Ólympíuleikum fatlaðra í Tókýó í sumar. Ef leyfi fæst fyrir því að hleypa fólki inn á Ólympíuleikana, verða það því aðeins heimamenn og fjölmiðlamenn sem fá að fylgj- ast með þessum stærsta íþróttavið- burði heims með berum augum. Ákvörðunin var tekin eftir að meirihluti almennings lýsti andúð á því að ferðamönnum yrði hleypt inn á leikana í miðjum heims- faraldri. Fyrir vikið var ákveðið að banna áhorfendur frá öðrum lönd- um, en stefnt er að því að heima- menn geti mætt á viðburði. – kpt Heimamenn einir í stúkunni Býður upp á nýja möguleika Mikil ánægja ríkir innan Skíðasambandsins með fyrsta árið sem hluti af Lowlanders, alþjóðlegu liði fimm þjóða í skíðaíþróttum. Viðræður eru hafnar um að hefja sambærilegt samstarf í snjóbrettum. Fulltrúar Íslands á alþjóðlegu móti á dögunum þar sem Íslendingar hafa verið að ná flottum árangri. MYND/AÐSEND ÍÞRÓTTIR Í nýrri skýrslu Forbes sem birtist um helgina, um fjárhagsleg áhrif kórónaveirufaraldursins á íþróttalíf í stærstu íþróttagreinum Bandaríkjanna, kemur fram að faraldurinn hafi kostað NBA, NHL, MLB, NFL og NCAA um 14,1 millj- arð Bandaríkjadala í tekjutapi. Í upphafi faraldursins áætlaði viðskiptatímaritið Forbes, sem sérhæfir sig í fjármálageiranum, að frestun íþróttaviðburða í tvo mánuði myndi kosta deildirnar allt að fimm milljarða en í ljós kom að sú upphæð reyndist aðeins hluti af tekjutapi deildanna. Í byrjun mars á síðasta ári bár- ust fréttir af því að ákveðið hefði verið að fresta öllum leikjum NBA- deildarinnar í körfubolta á meðan leikur Denver Nuggets og Dallas Mavericks stóð yfir. Stuttu seinna fóru sömu fréttir að heyrast af NHL- deildinni í íshokkíi, MLB-deildinni í hafnabolta, úrslitakeppninni í háskólakörfuboltanum (e. NCAA March Madness) og stærri íþrótta- viðburðum á borð við EM og Ólympíuleikana. Með ströngum sóttvarnareglum og með úrslitakeppni í búbblu og styttingu tímabilsins tókst að ljúka tímabilinu í íshokkíi, hafna- bolta, körfubolta og NFL-deildinni í amerískum ruðningi. Ekkert varð af úrslitakeppninni í háskólakörfu- bolta sem er einn af stærstu við- burðum bandarísks íþróttalífs ár hvert. Leikirnir fóru f lestir fram fyrir luktum dyrum, sem hafði gríðarleg fjárhagsleg áhrif, enda kemur stór hluti teknanna frá aðgangseyri. Um 70 prósent af tekjum NHL- deildarinnar í íshokkíi koma frá áhorfendum á leikdegi en deildin fór nýstárlegar leiðir til að af la tekna, meðal annars með auglýs- ingum á hjálmum leikmanna. Með því tókst að brúa bilið og varð NHL aðeins af 720 milljónum í tekjum á milli tímabila. Til samanburðar varð NFL-deildin af fimm millj- örðum, MLB-deildin í hafnabolta af 6,5 milljörðum dala, NCAA af milljarði dala og NBA-deildin af 780 milljónum dala. – kpt Tekjutap upp á 14 milljarða dala vegna faraldursins Íþróttadeildir í Bandaríkjunum hafa reynt að lífga upp á hliðarlínurnar með því að setja pappaspjöld í tóm sæti milli áhorfenda. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Íbúar Tókýó eru margir mótfallnir því að leikarnir fari fram í sumar. Um 70 prósent af tekjum NHL-deildarinnar koma frá áhorfendum á leikdegi. FÓTBOLTI   Joachim Löw, þjálfari þýska karlalandsliðsins í knatt- spyrnu, hefur staðfest að hann láti af störfum sem þjálfari liðsins eftir Evrópumótið í sumar. Löw verður því ekki á hliðarlínunni þegar Þjóð- verjar koma til landsins í haust í undankeppni HM 2022. Þýskir fjölmiðlar orðuðu Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liver- pool og Hansi Flick, þjálfara Bayern München, við stöðuna í gær. Klopp hefur hins vegar útilokað það. Löw tók við þýska liðinu árið 2006 af Jürgen Klinsmann og stýrði liðinu til sigurs á HM í Brasilíu árið 2014. Undanfarin ár hefur tekið að halla undan fæti og árangur liðsins ollið vonbrigðum. Neyðarlegt 0-6 tap gegn Spáni leiddi til þess að kallað var eftir brottrekstri Löw en samningur hans við þýska knattspyrnusam- bandið rennur sitt skeið eftir EM. – kpt. Löw mætir ekki í Laugardalinn 

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.