Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.03.2021, Qupperneq 21

Fréttablaðið - 10.03.2021, Qupperneq 21
áhættu með viðskiptavinum sínum. „Við erum alltaf í góðu samtali við Landsvirkjun. En það er ekkert að frétta af okkar samningsmálum gagnvart þeim sem stendur, enda erum við föst með þennan úrskurð gerðardóms frá 2019,“ segir Álf- heiður. Elkem er meðal stærstu viðskipta- vina Landsvirkjunar og kaupir ríf- lega eina teravattstund af raforku á ári hverju, sem svarar til um 7 prósentum af raforkuframleiðslu fyrirtækisins. Upphaflegur raforku- samningur Elkem og Landsvirkj- unar tók gildi árið 1979 og var til 40 ára. Þegar endalok þess samnings nálguðust nýtti Elkem sér ákvæði í samningnum um að hann yrði framlengdur til tíu ára. Raforku- verð á þessu tíu ára tímabili var svo ákveðið af gerðardómi. „Þar var ákvarðað verð sem hvorki við né Landsvirkjun vorum ánægð með. Við erum hins vegar með kaup- skyldu í þessum samningi og erum bundin af honum til ársins 2029. Við erum augljóslega opin fyrir að tengja raforkuverð okkar afurðaverði og erum boðin og búin til að finna ein- hverjar lausnir á því máli.“ Eru neðst á lista Stefna Landsvirkjunar síðastliðinn áratug hefur verið að miða samn- ingaviðræður við kostnaðarverð raf- orkunnar, sem Landsvirkjun áætlar um 30 dollara á megavattstund. „Landsvirkjun vill fá sambærilegt verð og aðrir raforkuframleið- endur í Evrópu. Það er fullkomlega skiljanlegt sjónarmið. Hins vegar viljum við líka fá sambærilegt verð og kaupendur í þeim löndum sem við berum okkur saman við, til að mynda í Noregi. Aðstöðu mu nu r inn lig g u r í stuðningi við stóriðju. Þar er ég bæði að tala um endurgreiðslur vegna kostnaðar á kaupum á ETS- einingum í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir gróðurhúsaloft- tegunda en líka sjóði eins og hinn norska Enova. Þar er um að ræða framtakssjóð á vegum norska ríkis- ins sem fjármagnar grænar lausnir fyrir mengandi iðnað. Enova fjár- magnar til að mynda þriðjung af fjárfestingu í tengslum við endur- nýtingu orku frá kísilmálmverum Elkem í Noregi. Elkem er núna að vinna fýsileikakönnun á því að fanga koltvísýring og endurvinna orku fyrir allar sínar verksmiðjur og starfsemin hér á Íslandi er mjög hentug í þetta verkefni. Hins vegar erum við neðst á forgangslistanum hjá Elkem þar sem opinber stuðn- ingur við grænar lausnir fyrir stór- iðjuna er mikill í Noregi en nánast enginn hér. Stjórnendur Elkem velja auðvitað þá kosti fyrst sem eru hag- kvæmastir. Sem sakir standa er það í Noregi. Elkem er mjög framsækið fyrirtæki í umhverfismálum en við hér á Íslandi sitjum svolítið eftir þar sem hið opinbera hefur ekki sýnt þessum málum sama áhuga og yfir- völd í Noregi og Kanada. Framtíðaruppbygging í þessari grein er fjárfrek og því verður ekki farið í fjárfestingar með aðeins átta ára raforkusamning. Við þurfum samkeppnishæfara raforkuverð, sem er sambærilegt við það sem er í Noregi, og lengri samningstíma. Við erum dýrasta verksmiðjan í Elkem í launakostnaði, þannig að það er ýmislegt sem vinnur á móti okkur í þessum efnum. Staðsetning okkar vinnur líka gegn okkur þar sem við þurfum að f lytja inn allt hráefni,“ segir Álfhildur. Orka var samkeppnisforskot „Það var alltaf raforkuverðið sem gaf samkeppnisforskot hér á Íslandi. Þetta er hreinlega ekki lengur fyrir hendi og þessi verksmiðja yrði aldrei byggð í dag á þeim raforkuverðum sem eru í boði. Ég ítreka að ég skil afstöðu Landsvirkjunar vel, en ef þetta á að ganga upp til lengri tíma þá þarf að skoða hluti eins og endur- greiðslur vegna kaupa á ETS-eining- um. CO2-kostnaðurinn getur numið allt að einum þriðja af orkuverðinu og er stuðningur Norðmanna við sín fyrirtæki vegna þessa allt að tveimur þriðju af CO2-kostnaðinum á mega- vattstundina. Þeir nýta mengunar- kvóta sem greiddir eru í ríkissjóð til að styrkja svona verkefni sem mér þykir skynsamlegt til að koma í veg fyrir kolefnisleka.“ Gætu virkjað 25 megavött Möguleikar á virkjun affallsgufu verksmiðju Elkem gæti verið lykill að aukinni samkeppnishæfni verk- smiðjunnar hér á landi, að sögn Álfheiðar. Við framleiðslu á kísil- málmi myndast hitaorka sem fer út í andrúmsloftið. „Hér væri hægt að setja upp orkuendurvinnslu sem væri um 25 megavött af uppsettu afli, sem samsvarar ríf lega fimmt- ungi orkunotkunar okkar á hverju ári. Auk þess er hægt að nýta hann til hitaveitu. Mjög spennandi val- kostir, en það kostar mikla peninga að fjárfesta í orkuendurvinnslu af þessu tagi. Á ríkissjóður þá að niðurgreiða rekstur stóriðjunnar? „Þetta snýst ekki um það heldur að okkur sé ekki refsað tvisvar með koltvísýringstollum. Við erum nú þegar að kaupa ETS-einingar fyrir þeirri koltvísýringslosun sem verksmiðjan hér er ábyrg fyrir og erum að nota hreina raforku til framleiðslunnar. Hins vegar er raforkuverðið hér að nálgast það sem tíðkast í Evrópu, en þar eru það kolaorkuverðin sem eru á jaðri kostnaðarkúrfunnar og hækka raforkuverðið með öllum sínum koltvísýringsrefsitollum. Við erum því að borga tvisvar fyrir okkar losun, beint með kaupum á meng- unarkvótum og svo óbeint því kolaorkuverðið smitar yfir á evr- ópska raforkumarkaðinn. Ef þess- ari verksmiðju verður lokað hér þá verður hún opnuð aftur í Kína, þar sem kol eru brennd til að framleiða sömu vöru, því eftirspurnin eftir kísilmálmi mun ekki minnka þó að Elkem á Grundartanga verði lokað. Að óbreyttum raforkusamningi er líklegt að eigendur skoði að loka henni. Við erum hins vegar að gera allt til að láta þetta ganga og það er mitt verkefni hér. En það segir sig sjálft að ef það er tap ár eftir ár þá mun verksmiðjunni verða lokað,“ segir Álfheiður Ágústsdóttir. Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem á Íslandi, segir að mögulegt sé að nýta affallsgufu frá framleiðslunni til uppsetningar á 25 megavatta virkjun. Í Noregi hefur hið opinbera komið að fjármögnun slíkra verkefna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Gætu minnkað losun um 90 prósent Elkem á Íslandi losar á bilinu 400 til 450 þúsund tonn af koltvísýr- ingi á ári hverju, sem samsvarar allt að 10 prósentum af heildar- losun á Íslandi á ári hverju. „Það er tækni fyrir hendi sem gæti dregið úr þessari losun um allt að 90 prósent. Þá er annað hvort hægt að dæla koltvísýringnum niður í jörðina með til að mynda tækni CarbFix eða framleiða aðrar hrávörur úr honum, til dæmis metanól, metan eða lífdísil. Svona verkefni kalla á miklar fjárfestingar og samstarf iðnaðar- og orkufyrirtækja. Elkem í Noregi hefur þegar hafið með stuðningi stjórnvalda hagkvæmniathugun á þessum möguleikum og kunna niður- stöður hennar að nýtast okkur hér. Þar komum við hins vegar aftur að framtíðarhorfum fyrir rekstur okkar hér á landi, fyrir- sjáanlegu og samkeppnishæfu raforkuverði og aðkomu hins opinbera að fjárfestingum í slíkri nýsköpun. Fá einstök verk- efni geta dregið jafn mikið úr vistspori Íslands. Stórir áfangar í umhverfismálum kalla á mikla samvinnu.“ ja n. 0 2 nó v. 02 se p. 0 3 jú l. 04 m aí . 0 5 m ar . 0 6 ja n. 0 7 nó v. 07 se p. 0 8 jú l. 09 m aí . 1 0 m ar . 1 1 ja n. 1 2 nó v. 12 se p. 1 3 jú l. 14 m aí . 1 5 m ar . 1 6 ja n. 1 7 nó v. 17 se p. 1 8 jú l. 19 m aí . 2 00 200 400 600 800 1.000 1.200 1.400 1.600 1.800 ✿ Stundarverð á 75 prósent hreinum kísilmálmi á Evrópumarkaði (evrur/tonn) Þar var ákvarðað verð sem hvorki við né Landsvirkjun vorum ánægð með. Við erum hins vegar með kaupskyldu í þessum samningi og erum bundin af honum til ársins 2029. Hér á Íslandi sitjum við svolítið eftir þar sem hið opinbera hefur ekki sýnt þessum málum sama áhuga og yfirvöld í Noregi og Kanada tapas.is TAPAS PLATTI 32 STK. Í veisluþjónustu okkar finnur þú frábært úrval veitinga. Veislutilboð, sælkera- og lúxusveislur fyrir sérstök tilefni og svo getur þú líka valið þína uppáhaldsrétti og hannað þína eigin veislu. Skoðaðu úrvalið á tapas.is Pantanir í síma 551-2344 og á tapas@tapas.is • Kolkrabbi með trufflu-kartöflumús og lime-pistasíu vinaigrette í boxi • Marineraðar lambalundir með lakkríssósu í boxi • Djúpsteiktur humar í orly með aioli í boxi • Beikonvafin hörpuskel og döðlur á spjóti með sætri chilli-sósu • Nautaspjót með piparrótarsósu • Kjúklingaspjót með alioli • Tapassnitta með andabringu, aioli og mandarínu • Tapassnitta með serrano hráskinku, piparrótarsósu og melónu MARS TILBOÐ 12.900 KR. (FULLT VERÐ: 18.880 KR.) 7M I Ð V I K U D A G U R 1 0 . M A R S 2 0 2 1 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.