Rit Mógilsár - 2020, Qupperneq 6

Rit Mógilsár - 2020, Qupperneq 6
6 Rit Mógilsár Þegar lerki vex upp á bersvæði verður það stund­ um fyrir skaraskemmdum eða öðrum áföll um á fyrstu árunum sem veldur því að það kelur niður í rót. Vex þá oft upp tré með fleiri en einum stofni. Ríkjandi og stærsti stofn er hér kallaður aðalstofn en aðrir víkjandi stofnar aukastofnar. Mælingar fóru fram í október 2017 og á öllum mæliflötum var hæð og þvermál allra aðalstofna á lifandi trjám mælt. Fjöldi auka stofna var síðan talinn og þvermál og hæð á meðalaukastofni mæld. Við mælingarnar voru not uð mæl itæki og hugbúnaður sem stað setur öll mæld tré í hnitakerfi á mæli fletin um, þannig að afstaða þeirra hvers til annars er þekkt (sjá nánari lýsingar á mælitækjum á www.fieldmap.cz). Á 2. mynd má sjá skjá mynd úr vettvangstölvu sem notuð var við mæl ingarnar. Út frá slíkum myndum voru afföll metin. Það var gert með því að bæta trjám inn í eyður þar sem greinilegt var að tré vant aði. Þær niðurstöður voru síðan notaðar sem mælikvarði á upphafsþéttleika hverrar meðferðar. Tímabil 2005-2011 Meðalhiti C° Meðalhámarkshiti C° Meðalúrkoma mm Hallormsstaður 10,3 15,3 49,6 Egilsstaðir 10,0 14,7 38,6 Svínafell 9,7 13,4 66,9 1. tafla. Samanburður á hitafarsgögnum fyrir júní, júlí og ágúst (tríóterm) á Út- og Innhéraði. Meðalhiti, meðalhámarkshiti og meðalúrkoma í millímetrum (mm) sömu mánaða. 2. mynd. Mynd úr mælitölvu sem sýnir stað setningu trjáa á 800 m2 mælifleti í Mjóanesi sem skipt hefur verið upp í fjórar jafnstórar sneiðar (200 m2) á milli höfuðátta. Bætt hefur verið inn „X“ þar sem vantaði tré (afföll). Við meðaltalsútreikninga var notað grunn flatar veg­ ið meðalþvermál (GVMÞ), reiknað með eftir farandi jöfnu: þar sem G er grunnflötur trjáa og N er fjöldi trjáa á mælifletinum. Grunnflatarvegin meðalhæð (GVMH) er reiknuð með eftirfarandi jöfnu (Hage 1988): þar sem gi er grunnflötur stakra trjáa á viðkom andi mælifleti og hi hæð sömu trjáa.

x

Rit Mógilsár

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.