Rit Mógilsár - 2020, Page 9

Rit Mógilsár - 2020, Page 9
Rit Mógilsár 9 Niðurstöður Hæðarvöxtur Við tölfræðigreiningu kom fram marktækur munur á grósku frá einum tilraunastað til annars. (ANOVA: F­gildi=24,38, df=3, p=0,0001), nema á milli Mjóaness og Hjartar staða, en þar var hún jafnframt hæst (3. mynd). Gróska mæliflatanna í Mjóanesi og á Hjartar stöðum spáði að þeir skógar myndu ná um 16­18 metra yfir­ hæð við 80 ára aldur. Á Sturluflöt var gróskan minni og þar má búast við yfirhæð á bilinu 13­16 metrar og á Litla­Steinsvaði á bil inu 11­13 metrar. Hæðar­ vöxturinn fyrstu 15 ár in var lak astur á Litla­Steinsvaði og bestur í Mjóa nesi þar sem yfirhæð var komin yfir 5 metra (4. mynd). Að jafnaði var yfirhæð eftir 15 ár um 13% meiri í þétt ustu meðferðunum (5000) miðað við þær gisn­ ustu (1000) á öllum tilraunastöðum (4. mynd). Við tölfræðigreiningu kom einnig fram að hún var mark tækt frábrugðin á milli meðferða (ANOVA: F­gildi=4,12, df=3, p=0,0242). Meðferðir 1000 og 2000 voru að jafnaði með marktækt minni yfirhæð en með ferðir 3500 og 5000. Yfirhæð var líka marktækt frá brugðin á milli staða (ANOVA: F­gildi=24,39, df=3, p=0,0001) og voru Mjóanes og Hjartarstaðir með mark tækt meiri yfirhæð en Sturluflöt og Litla­Steins­ vað. Þegar gerð var aðhvarfsgreining á raun veru­ legum trjáfjölda í meðferðunum (F) og yfirhæð aðal­ stofna (YH) óháð stað, kom í ljós marktækt já kvætt línulegt samband (ANOVA: P=0,0072, r2=0,22; YH = 1049 x F ­2056,2 tré á hektara; gögn ekki sýnd). Það þýðir að yfirhæð við 15 ára aldur jókst að jafn aði um 1 metra við hverja 1.049 trjáa á hekt ara aukn ingu í upphafsfjölda aðalstofna við gróður setn ingu. 4. mynd. Yfirhæð mæliflatanna (metrar) við 15 ára aldur. STU er skammstöfun fyrir Sturluflöt, MJO fyrir Mjóanes, HJA fyrir Hjartarstaði og LST fyrir Litla-Steinsvað. Tölurnar á eftir skammstöfun á x-ás eru meðferðarþéttleiki trjáa á hektara og tölur fyrir ofan súlurnar eru hæð fyrir viðkomandi meðferð. 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 20 Mjóanes Hjartarstaðir Litla­Steinsvað H æ ð m 3. mynd. Meðaltal grósku fyrir allar meðferðirnar ásamt staðal skekkju meðaltalanna. H80 er yfirhæð við 80 ára aldur. 4,3 3,9 4,5 4,9 4,8 5,0 5,1 5,4 4,5 5,0 5,0 5,3 3,7 3,7 3,4 3,9 0,0 1,0 2,0 3,0 4,0 5,0 6,0 H æ ð m e tr ar Sturluflöt t rstaðir Litla­Steinsvað H æ ð m et ra r H æ ð m et ra r

x

Rit Mógilsár

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.