Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2015, Blaðsíða 7

Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2015, Blaðsíða 7
Landsbankinn 410 4000landsbankinn.is J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Gleðilega hátíð Velkomin á Hinsegin daga í Reykjavík Welcome to Reykjavik Pride Jón Kjartan Ágústsson og Ásta Kristín Benediktsdóttir ritstjórar Hinsegin dagar í Reykjavík eru haldnir hátíðlegir í sautjánda sinn í ár og hátíðin er glæsileg sem endranær. Fjölbreytnin er í fyrirrúmi en næstum 30 viðburðir standa gestum til boða frá þriðjudeginum 4. ágúst til sunnudagsins 9. ágúst. Í boði verða tónlistarviðburðir, ljósmyndasýning, sirkusveisla, dansleikir og fræðsluviðburðir, svo fátt eitt sé nefnt, og allir ættu því að finna eitthvað við sitt hæfi. Þema Hinsegin daga í ár er heilsa og heilbrigði. Samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar er heilsa „ástand líkamlegrar, andlegrar og félagslegrar vellíðunar en ekki einungis það að vera laus við sjúkdóma og kvilla“ og efnistök ritsins eru í samræmi við það – víðfeðm og fjölbreytt. Meðal þess sem litið er til er aðgangur hinsegin fólks að heilbrigðisþjónustu, gæði þeirrar þjónustu sem veitt er og brotalamir sem þar má finna. Sérstakir þættir sem huga þarf að hvað varðar heilsu hinsegin fólks eru enn fremur í sviðsljósinu, svo sem HIV, tilfinningaleg, andleg og félagsleg líðan og sú læknisþjónusta sem intersex fólk og trans fólk þarf á að halda – eða þarfnast einmitt ekki. Með því að leggja áherslu á heilsu og heilbrigði vilja Hinsegin dagar stuðla að opinni umræðu um þá staðreynd að hinsegin fólk er fjölbreyttur hópur sem þarf oft á sérhæfðri heilbrigðisþjónustu að halda sem er sérstaklega sniðin að heilsufarslegum þörfum hópsins. Nauðsynlegt er að hinsegin samfélagið og landsmenn allir geri þá kröfu til íslenskra stjórnvalda að þessum þörfum sé mætt innan félagsmála- og heilbrigðiskerfisins. Forsíður blaðsins í ár eru fimm talsins og kallast á við þema hátíðarinnar. Líkt og fram kom hér að ofan er heilbrigði ekki einungis skortur á sjúkdómum heldur ástand þar sem andleg, sálræn og félagsleg vellíðan er til staðar í lífi hvers og eins. Þótt yfirborð okkar virðist lygnt geta gleði og sorg, hæðir og lægðir ólgað undir yfirboðinu, líkt og orðin sem rituð eru á líkama módelanna fimm endurspegla. Ritstjórn blaðsins og listrænum stjórnanda þess, Guðmundi Davíð Terrazas, hlotnaðist sá heiður að fá glæsileg módel úr okkar hópi til liðs við sig og fá þau bestu þakkir fyrir. Orðin voru valin af handahófi og lýsa ekki módelunum sérstaklega. Fyrir hönd stjórnar og samstarfsnefndar Hinsegin daga í Reykjavík bjóðum við gesti hjartanlega velkomna á hátíðina til að fagna með okkur menningu, margbreytileika og mannréttindum hinsegin samfélagsins á Íslandi. Gleðilega Hinsegin daga 2015! This summer we celebrate the 17th Reykjavik Pride and the programme is fabulous and diverse as usual. Between 4–9 August pride visitors are invited to enjoy all sorts of events, from film screenings, circus shows, lectures and panel discussions to sports events, and of course the main annual events: the Opening Ceremony, the Pride Parade and the Pride Ball. This time we have chosen a theme for the festival which is health, and the interviews and articles in the programme guide are focused on various aspects of health, health care and the queer society. The covers – there are five of them! – are also a part of the theme, since they represent five different queer bodies and words that designate both positive and negative (and neutral) feelings, identity labels and other phenomena that often mark the lives of LGBTIQ people and affect their physical, emotional and mental health. On behalf of Reykjavik Pride we invite you to join us for a week of pride, activism, entertainment, performance, education, glitter and joy – Welcome to Reykjavik Pride 2015! 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.